Flugvika á Reykjavíkurflugvelli er skemmtilegur viðburður

Í gær Laugardag fór ég upp á Reykjavíkurflugvöll að fylgjast með flugsýningu á bæði flugvélum sem voru staðsettar á vellinum og flugvélar sem var flogið sýningarflug. Þarna var sýnt flug á mörgum gerðum véla allt frá vélflugdrekum upp í stóra farþegaþotu. Kynnir var svo með öflugt hátalarakerfi sem sagði frá því sem fyrir augu bar, hvaða flugvélar voru í loftinu og hvaða eiginleika þær hefðu.

  Það er skemmst frá því að segja að þeir sem standa að þessari flugviku eiga skilið stóra rós í hnappagatið fyrir þetta framtak. Þetta er ótrúlega skemmtilegt að vera þarna innanum þessa flugáhugamenn, spjalla við þá og heyra þá tala um þessar flugvélar.

  IMG_0698IMG_0720

 Myndirnar tók ég á þessari skemmtilegu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli

IMG_0722IMG_0718

IMG_0709IMG_0715

Vonandi fær Reykjavíkurflugvöllur að vera áfram þarna í Vatnsmyrinni.

Kær kveðja

Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Stefánsson

Takk fyrir komuna Simmi.

Það var virkilega gaman að sjá allan þennan fjölda og var það viðurkenning fyrir okkur sem stóðu að þessu að Flugvikan hefði heppnast frábærlega enda mikil vinna búin að fara í undirbúninginn.

Með kveðju

Valur

Valur Stefánsson, 26.5.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband