Tryggingar kosta of mikið á Íslandi

 

Dýrar tryggingar

Að undanförnu hef ég verið að kynna mér verð og skilmála tryggingafélaga með það í huga að reyna að lækka kosnað við tryggingarnar mínar. Hef verið að láta gera tilboð í tryggingarnar og árangurinn er nokkuð misjafn eftir félögum. Ég borga tryggingarfélaginu mínu nálægt 170,000 kr. á ári en þar hef ég tryggt í 37 ár. Nokkur tilboð hef ég fengið sem eru eitthvað lægri, en í gær fékk ég tilboð upp á 123.000 kr, sparnaður 47.000 kr. það munar um minna.

En svo þarf maður að hugsa um hvað er á bak við þessar tryggingar, það er þrautin þyngri að pæla í gegnum þann frumskóg. Til dæmis er félagið mitt með flestar upphæðir trygginga mun hærri en flestir aðrir enda kosta þær meira, en þeir eru líka oftar  með sjálfsáhættu hærri  en hin félögin, þannig að maður fengi kannski minna út úr hverju tjóni.

 En það er fróðlegt að lesa þessa texta frá tryggingarfélögum.

Eftirfarandi er dæmi frá mínu tryggingafélagi.

Lögboðinn ökutækjatrygging Vátryggt Toyjata Raf 4 2007

Eigin áhætta bílrúðutrygging 15% í hverju tjóni.

Innifalinn í vátryggingunni er lögboðinn ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumans og eiganda og bílrúðutrygging. (Og nú kemur skemmtileg setning) Greiði félagið bætur fyrir tjón úr lögboðinni ábyrgðartryggingu eða slysatryggingu ökumanns og eiganda sem rekja má til notkunar ökutækisinns skal vátryggingartaki greiða iðgjaldsauka að fjárhæð 23.000 kr. Iðgjaldsaukinn fellur í gjalddaga þegar félagið hefur greitt bætur fyrir tjón samtals að fjárhæð 50.000 kr eða meira.

(Og síðan kemur rúsinan í pylsuendanum)          Ársiðgjald ............... 94.355 kr

                                                                           Stofnafsláttur .........  - 11.323 kr

                                                                            Kynningarafsláttur ... -  8.304  kr

                                                                            Tjónleysisafsláttur ...  - 11.209  kr

                                                                             Samtals iðgjald ......    63519  kr

                                                                             Stofn endurgreiðsla ... - 6.352  kr

                                                                             Samtals á ári ............ 57.167  kr

 

 *Kynningarafslattur fellur niður við næstu endurnýjun.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú skulum við gefa okkur að ég lendi í tjóni sem rekja má til notkunar ökutækisins og tjónið sé metið á 50,000 kr  þá borgar tryggingarfélagið að sjálfsögðu þessa upphæð. En ég verð að borga aftur til baka 23.000 kr. Þannig að eftir stendur 27.000 sem tryggingafélagið þurfti að borga. Þá er ekki öll sagan sögð, ég tapa einnig tjónleysisafslætti upp á 11.209 kr. Nú eru eftir 15.791 kr sem tryggingarfélagið þarfa aðborga. Siðan tapa ég endurgreiðslu á stofni sem er 13.509 kr og þá er tap tryggingarfélagsins á þessu 50.000 kr tjóni mínu  heilar 2.282 kr. sagt og skrifað tvö þúsund tvöhundruð áttatíu og tvær krónur.

Er furða þó menn ruglist í þessum skilmálum öllum saman, þetta er bara lítið dæmi um hvernig tryggingarfélögin vinna. Ég  spurði starfsmann tryggingarfélagsins hvernig stæði á því að þarna stæði kynningarafsláttur upp á rúmar 8000 kr. Hvor þurfi að gefa mér kynningarafslátt þar sem ég hefði í 37 ár tryggt allt mitt hjá félaginu. Ég fékk ekki svar heldur bara lítið bros eða glott út í annað.

kær kveðja SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.
Það er af sem áður var sem við köllum trygglyndi, að vera hjá sama tryggingarfélagi í 37 ár er svolítið langur tími,eftir að græðgis tíminn byrjaði þá hugsa þeir ekki um viðskiptavininn heldur um eigin hag.
Við Emma höfum skipt við Útvegsbankan,Íslandsbanka og Glitnir, þetta eru allt sami bankinn nema búið að skipta um nöfn. Við vorum ekki sátt við framkomu bankans gagnvart okkur, svo við hættum en við áttum inni 13.000 punkta sem við báðum um að yrði fært í nýja bankan okkar, en það var ekki hægt vegna þess að við vorum hætt. Þess má geta að við höfðum verið í viðskiptum við þessa banka í yfir 100 ára
samtals. Kær kveðja Stjáni Óskars

Kristján Óskarsson (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kristján frændi minn, Þetta er fróðleg athugasemd um Glitnir, það er alveg hárrétt hjá þér að þetta er réttnefni að kalla þetta græðgistíma, því það sem þessir stjórnendur hugsa um er að moka undir rassgatið á sjálfum sér. Það er því kominn tími til að fara breyta og hætta að vera svona sauðtryggur viðskiptavinur sem skiptir alltaf við sama banka, tryggingafélag og olíufélag. Ég fór nú af stað með þetta, þegar ég heyrði vini og vinnufélaga vera að fá verulegan afslátt af tryggingum, jafnvel hjá sama tryggingafélagi og ég tryggi hjá sjálfur.  

Annars er allt gott að fétta héðan var reyndar allann föstudaginn í Eyjum að skoða Bylgjuna og fl. Alltaf gaman að koma til Eyja í góðu veðri og þegar Heymaey er að taka á sig græna litinn.

Kær kveðja bið að heilsa þér og þínum

Sigmar þór

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.5.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband