Mótorbáturinn Ari VE 235 ferst við Bjarnarey

Matthías Gíslason og fjölskyldaÞórunn Sveinsdóttir með syni sína1. mynd: Hjónin Matthías Gíslason og Þórunn Sveinsdóttir frá Byggðarenda við Brekastig með þrjá syni sína t.f.v. Sveinn, Óskar og Ingólfur Símón. 2. mynd: Þórunn Sveinsdóttir og Óskar og Sveinn Matthíassynir.

 

Minningarljóð um skipshöfnina á Ara VE 235

Þann 24 janúar 1930 fórst mótorbáturinn Ari VE 235 í vitlausu veðri suðaustur af Bjarnarey  við Vestmannaeyjar. Báturinn var í línuróðri þegar slysið varð og fórust allir skipverjar. Á þessum árum var þetta því miður algent að bátar voru að farast með allri áhöfn, með öllum þeim erfiðleikum sem þessu fylgdi fyrir þær fjölskyldur sem mistu þar fyrirvinnu og fjölskyldufeður.                                    Við minningarathöfn sem haldin var vegna Ara slyssins var mjög líklega  eftirfarandi minningarljóð flutt frá vandamönnum og vinum, en gamalt bréf hefur geymst sem innihélt þetta ljóð. Matthías Gíslason formaður á Ara VE var afi minn og þess vegna langar mig að hafa þetta ljóð hér á blogginu mínu.

 Þeir menn sem fórust með Ara VE voru : Matthías Gíslason formaður frá Byggðarenda við Brekastig, Páll Gunnlaugsson Ráðagerði, Baldvin Kristinsson vélstjóri  Syðri - Ósi  Hofshreppi,  Eiríkur Auðunsson frá Svínahaga á Rangarvöllum, og Hans Andersen frá Færeyjum. 

Minningarljóðið er að öllum líkindum eftir Unu Jónsdóttir skáldkonu frá Sólbrekku, en undirskriftin er upphafstafirnir U.J.D

Ari VE Mótorbáturinn Ari VE 235 á siglingu til hafnar

Skipshöfnin á mótorbátnum Ara

Nú sælir vinir blunda hafs í bárum,

en blessuð lifir minning þeirra kær.

þó öll við berum sorg með trega tárum,

því takmörk setur drottins náðin skær.

 

En konur mæður börn og systkin blíða,

og bljúga kveðju senda af einum hug.

Og vona um eilífð sæla anda svífa,

um sólarlönd við dýrðlegan fögnuð.

 

Þau öll nú þakka ást og tryggðir veittar,

og allt það sem þeim létu falla í skaut,

því öll þau vona, óska, biðja og teysta,

þið öðlist sælu lífs á helgri braut.

 

Og liðnir vinir líta á ástmenn sína,

og ljúfar kveðjur einnig senda heim.

Þeir óska að huggun skært þeim megi skína

og skuggi sorgar hverfi burt frá þeim.

U.J.D.

Frá vandamönnum og vinum, er undirskrift þessa bréfa

Kær kveðja Sigmar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu Simmi minn..Ég fór yfir þau gögn sem ég hefi í fórum mínum eftir Unu skáldkonu,held að ég sé með mest af því sem húm samdi, og hefur verið sett á prent ,sérstaklega fór ég yfir bókina hennar "Blandaðir ávexstir sem kom út 1956,,allavega gat ég ekki fest augu á þetta,með m/b Ara Ve,það segir enga sögu,en eftir stendur að þetta er frábær samsetning kv þs

þs (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn, þakka þér fyrir þessa athugasemd. Já ég á bókina Blandaðir ávextir en eru til fleiri bækur eftir Unu ?. Ég var fyrir nokkrum árum að reyna að komast að því eftir hvern þetta ljóð er og vinur minn Haraldur Guðnason sagði mér að Una hefði stundum sett undir skáldskap sin U.J.D. og hann vildi meina að líklega væri þetta eftir hana. Undir ljóðið er einnig skrifað; Frá vandamönnum og vinum. Kannski hafa þeir beðið hana að gera þetta ljóð og hún þess vegna ekki sett fullt nafn undir sinn skáldskap. Haraldur Guðnason vildi meina að Una hefði verið vanmetinn skáldkona og ég held að það sé rétt hjá honum. Það er gaman að koma þessu á framfæri það minnir okkur á lífsbaráttu þess fólks sem lifði í Vestmannaeyjum á öldinni sem leið.

kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.5.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband