Ýmis nöfn á hlutum í tréskipum

Miðband á tréskipiMiðband á súðbyrðing

Það getur verið fróðlegt að velta fyrir sér ýmsum nöfnum á hlutum í tréskipum. Þó téskipum hafi fækkað á síðustu áratugum er en yfir 200 tréskip í notkun sem fiskiskip, skemmtiskip og farþegaskip sem nú eru mörg hver í hvalaskoðun og henta vel í það.

En eftir því sem tíminn líður eru færri sem þurfa að nota þessi nöfn sem tengjast tréskipunum, en það er gaman að reyna að halda við og muna þessi nöfn á hinum ýmsu hlutum tréskipa.                  Tréskipasmiðir sem halda þessum skipum við, þekkja auvitað öll þessi nöfn og stundum þurfa skipaskoðunarmenn einnig að kunna skil á þessum hlutum þegar þeir skoða skip og taka út viðgerðir og eða skemmdir á bol þessara skipa.

Vonandi er hægt að lesa textan á þessum mydum ef þær eru stækkaðar upp með því að tvíklikka á þær

IMG_1537

Orginal trébátasmiðir að gera við tréspýtubát í NjarðvíkurslippSmile, þeir eru að verða sjaldgæfir þeir menn sem þetta kunna.

Kær kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við lestur þessarar færslu hjá þér frændi, dettur mér í hug saga sem ég heyrði af tveim gömlum sjómönnum, sem voru löngu hættir til sjós .   Þeir voru að tala um tæknina   og breytingarnar á öllu . öðrum var tíðrætt um netin, sem væru ekki lengur úr "hampi", nú dyggði ekkert annað en "nylon" eða gyrni.  Já segðu það nú maður eða bátarnir þeir eru ekki lengur úr timbri, nú er hver einasta spýta úr stáli.

Björk Guðríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Björk frænka og takk fyrir innlitið og skemmtilega athugasemd. það er alltaf gaman að svona sögum ekki hvað síst þegar maður veit að þær eru sannar.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.3.2012 kl. 22:07

3 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Meistari Sigmar.

Mikið assgoti er ég ánægður með þig núna,ég hef leitað að svona teikningum lengi vel og lítið fundið,er ég einna helst að leita að leita mér að teikningum hvernig neðstu borð á súðbyrðing eru feld að kili og hvernig neglingunni er hagað á þeim,eins hvernig áfellingin stjórnar skrokklaginu er ofar dregur á síðuna,ef þú ert með eitthverskonar gögn sem sýna þetta,á t.d 5t trillu eða minna væri ég heldur en ekki ánægður með að komast í það hjá þér,draumurinn er að smíða mér 6m súðbyrta trillu,hvenær sem það verður eða hvort.

Hafðu þökk fyrir mjög svo áhugaverðar bloggfærslur sem ég kíki inn á hvern dag.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 19.3.2012 kl. 08:16

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlitið og skemmtilega athugasemd. Hélt reyndar að ekki hefðu margir áhuga á þessu bloggi um nöfn á skipshlutum, en langaði samt að setja þetta hér inn svona til gamans og fróðleiks.

Ég get kannski fundið við tækifæri gamla teikningu af suðbyrðing, en það er ekki auðvelt að finna svona gömul gögn í Siglingastofnun ef skipin hafa ekki skipaskrá númer. Og mörg elstu gögnin eru þegar farin á Þjóðskjalasafnið.

En ef ég rekst á svona teikningu læt ég þig að sjálfsögðu vita.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.3.2012 kl. 21:27

5 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Kannski Tryggvi Beikon eigi svona teikningar?

Valmundur Valmundsson, 21.3.2012 kl. 14:03

6 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar.

Já ég gæti trúað að það væri efitt að finna slíkar teikningar,en mikið væri það vel þegið ef þú gætir.

Annars virðist það vera mikil og góð vakning um varðveislu og smíði súðbirðinga meðal ákveðins hóps manna og er það vel.

Já Valmundur ég ætti kanske að hringja í Tryggva frænda og spyrja um þetta gæti verið að eitthverjar skissur væru til hjá honum,en ég veit að afi Gunnnar Marel var lítið gefin fyrir að teikna bátana sína,það var aðalega Eggert sem sá um þá hlið mála eftir að hann fékk Meistararéttindin og ég ættla að svífa á Gunnsa Marel yngri og gá hvað er undir stólsetunni hjá honum.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 24.3.2012 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband