Frétt úr Fréttum

  

Gaman að lesa þessa frétt en þarna segir m.a :"Aðferðin er þannig að sandi yrði dælt í gegnum skipið og eftir röri yfir hafnargarðinn þeim megin sem straumur og öldustefna tækju við og flyttu frá höfninni. Gangi aðferðin upp í mynni Landeyjahafnar myndi sparast sá tími sem það annars tekur að sigla með efnið til losunar fyrir utan höfnina og afköstin gætu þann­ig aukist.  Hafa ber þó í huga að flotlögn frá skipi að röri á hafnargarði er við­kvæmur þáttur og því mikilvægt að dæla með þessum hætti aðeins þegar aðstæður eru hagstæðar og sjór stilltur".

 

Vestmannaey dýpkunarskipiðVestmannaey GrafariManni verður hugsað til dýpkunarskipsins Vestmanney sem nú hefur verið brytjað niður í brotajárn, en það skip hafði í áratugi dælt sandi með þessari aðferð sem þarna er lýst í fréttinni, annað hvort var dælt í efnispramma eða upp á land, þannig var mestur hluti Vestmannaeyjahafnar grafin út. Kannski hefði mátt nota grafskipið Vestmannaey (sem var í 100 % lagi þegar því var fargað) til að dæla sandi í Landeyjahöfn.

 Í dag er minna mál að koma fyrir flotlögn frá dæluskipi en var hér áður fyr þar sem nú eru til langar plastslöngur sem auðveldara er að legga en þau járnrör sem tengja varð saman á nautshúðum ef ég man rétt.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

  
  
  
  
Landeyjahöfn - Hugmyndir um að dælt verði í gegnum Skandíu:

Flotlögn frá skipi að röri

- Sparar tíma sem annars tekur að sigla með efnið út fyrir

Landeyjahöfn.
Hugmyndir um fastan sandælu­búnað við Landeyjahöfn hafa verið ræddar og sumar útfærðar ítarlega. Nýlega hafa verið ræddar hugmynd­ir um við­bótarbúnað við dæluskipið Skand­íu þannig að afköst við dæl­ingu myndu aukast. Þórhildur Elín Elínardóttir, upp­lýsingafulltrúi Siglingastofnunar, sagði hugmyndir um viðbótarbúnað á dæluskipið hafa verið í umræð­unni sem er þekkt vinnulag frá fyrri tíð.

„Aðferðin er þannig að sandi yrði dælt í gegnum skipið og eftir röri yfir hafnargarðinn þeim megin sem straumur og öldustefna tækju við og flyttu frá höfninni. Gangi aðferðin upp í mynni Landeyjahafnar myndi sparast sá tími sem það annars tekur að sigla með efnið til losunar fyrir utan höfnina og afköstin gætu þann­ig aukist. Hafa ber þó í huga að flotlögn frá skipi að röri á hafnargarði er við­kvæmur þáttur og því mikilvægt að dæla með þessum hætti aðeins þegar aðstæður eru hagstæðar og sjór stilltur. Einnig má gera ráð fyrir að hluti efnisins berist til baka þó dælt verði þeim megin sem straumur stæði frá höfninni. Unnið hefur verið að undirbúningi og vonast er til að dæling með þessum hætti geti hafist fljótlega.“
Þórhildur tók fram að sú reynsla sem fengist hefur frá því Landeyja­höfn var tekin í notkun nýtist til að reikna út áhrif mismunandi aðgerða í og framan við hafnarmynnið. „Sótt hefur verið um fjárveitingu til nauð­synlegrar undir­búningsvinnu að­gerða til að draga úr sandburði. Til skoðunar eru m.a. að­gerðir við hafnarmynnið og uppbygg­ing á rifi sem skýlir höfninni og dregur úr sandburði auk fasts dælubúnaðar. Fáist vilyrði fyrir fram­lagi er miðað við að kynna raunhæfar fram­tíðar­lausnir og kostnaðaráætlun innan árs. Einsýnt er þó talið að siglingar í höfnina verða ævinlega mjög háðar því að þangað sigli skip af þeirri stærð og gerð sem höfnin var hönn­uð fyrir.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband