Benóný Friðriksson skipstjóri

IMG_NEW Benóný Friðriksson var fæddur 7. janúar 1904 að Gröf í Vestmannaeyjum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Við húsnafnið Gröf var hann kendur til æviloka og nefndur Binni í Gröf.  

Einnig má segja að skipsnafnið Gullborg hafi einnig fylgt honum alla tíð en á því skipi varð hann margsinnis aflakóngur í Vestmannaeyjum.

Ég kynntist Binna vel var með honum á bæði  á Gullbogu Re 38 og Elliðaey VE , það var bæði gott og gaman að vera með honum á sjó. 

Binni var öðingur í alla staði, hér á myndinni er hann með verðlaunagripinn sem aflakóngar í Vestmannaeyjum fengu fyrir að vera aflahæstir á vetrarvertiðum.

Benóný Friðriksson létst 12 maí 1972. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Blessuð sé minning Binna í Gröf, þess dugmikla aflakóngs.

Það er þarft og gott verk að halda minningu hans á lofti, takk fyrir það Sigmar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2012 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband