15.4.2008 | 21:21
Listaverk. Í klemmu vegna greiðsluerfiðleika???
Ég var svo óheppinn að greiðan mín fór óvart í þvottavélina, og varð auðvitað ónothæf á eftir. Mér fannst samt eitthvað listrænt við hana svo ég tímdi ekki að henda henni heldur ákvað að búa til úr henni listaverk. Ég hugsaði með mér að fyrst ruslahrúga á gólfi listasafns getur verið listaverk þá hlítur falleg greiða að geta verið það líka.
Eftir nokkra umhugsun varð úr þetta ágæta listaverk sem ég kallaði Í klemmu vegna greiðsluerfiðleika, nú á síðustu mánuðum hefur verið mikil spenna á markaðnum svo ég bætti spennu við listaverkið. Ætli maður geti ekki fengið listamannalaun út á þetta listræna verk ?? mitt.
Já ég gleymdi að nefna að VERKIÐ er til sölu á 34869 kr staðgreitt, Það væri ekki vitlaus fjárfesting fyrir KB banka að kaupa það og stækka í 1 á móti 60 og hafa það á lóð aðalbankans.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Mér sýnist þú eiga framtíðina fyrir þér sem listamaður. Sækir um listamannalaun út á þetta.
Aðalsteinn Baldursson, 15.4.2008 kl. 22:21
...þú ert nú búinn að sýna af þér listræna hæfileika með uppsetningu á myndunum þínum. Verst að þú skulir ekki vera í Eyjum núna þegar þetta uppgötvaðist, þá gæti Elliði gert þig að bæjarlistamanni?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 23:34
Heyrðu Simmi, þeir voru að auglýsa hér hjá Vestmannaeyjabær eftir bæjarlistamanni. Ég held bara að þú eigir hellings séns í það maður. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k.
Kv.
Pétur Steingríms.
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:55
Já þeir ættu að ráða þig í stöðu sem gæti heitið "brottfluttur bæjarlistamaður". Í svona hlutastarf, hann Elliði hefur stungið uppá mörgu vitlausara?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 09:57
Mér finnst spennan alveg toppa þetta, hún gerir verkið svo "lifandi". Ef og þegar spennunni á markaðnum léttir þá fer spennan af verkinu..
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 10:01
hahah fyrst "ruslahrúga á gólfi listasafns getur verið listaverk" alger snilld svo ég tali nú ekki um verkið þitt. Held svei mér þá að þetta sé í fyrsta skipti sem ég skil listaverk. Þá er það stóra spurningin, hvernær ætlarðu að halda sýningu ?
p.s til hamingju með þetta verk þitt.
Halldór (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:56
Heilir og sælir kæru bloggvinir þakka ykkur fyrir uppörvun það er nauðsinlegt að grinast svolítið hér á blogginu, það gerir þetta skemmtilegra.
Því miður er talvan mín í klessu þannig að ég get ekki sett myndir inn fyrr en í næstu viku.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.4.2008 kl. 00:24
Snilldin ein :)
knús Harpan
Harpa Sigmars (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.