1.5.2014 | 23:35
Árskort í líkamsrækt hækka með World Class
Frétt af mbl.is
Vill hafna tilboði Lauga
Innlent | mbl | 1.5.2014 | 22:46
Deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar leggur til að tilboði Lauga ehf., sem eiga og reka líkamsræktarkeðjuna World Class, í rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum bæjarins verði hafnað. Hann vill að reksturinn verði boðinn út að nýju.
Árskort í líkamsrækt í Kópavogi hækka svo um munar.
Laugar ehf sem á og rekur líkamsræktarstöðvar World Class bauð hærra en Gym Heilsa í rekstur líkamsrætaraðstöður í sundlaugum Kópavogs þ.e.a s. Salarlaug og Sundlaug Kópavogs.
Reksturinn var boðin út eftir að Laugar ehf kvartaði til Samkeppniseftirlits um að Kópavogsbær væri að skekkja samkeppnisaðstöðu á markaði með því að niðurgreiða þessa starfsemi.
Þetta er merkilegt mál ef grannt er skoðað , nú á með hjálp Samkeppniseftirlits að ýta út Gym Heilsu og færa World Class aðstöðuna þannig að nú verður engin samkeppni í Kópavogi. Hver græðir á þessu ? lítum á yfirlýsingar sem Björn Leifsson hjá World Class hefur gefið.
World Class ætlar að hækka gjaldskránna upp úr öllu valdi og selja árskortið fyrir 59,950, það á svo eftir að koma í ljós hvort það fyrirtæki stendur við þessa yfirlýsingu þar sem það selur árskort í aðrar líkamsræktarstöðvar sínar á 79,900, ætlar World Class að lækka það verð eða mismuna kúnnunum sínum eftir því í hvaða sveitarfelagi þeir stunda sína líkamsrækt ?
GYM Heilsa það ágæta fyrirtæki selur árskort fyrir 41990 kr. og fyrir þá sem endurnýja árskortin árlega fást þau á 35990 kr. þarna munar 17960 kr. eða 23960 kr. fyrir þá sem endurnýja árskortin árlega .
Þeir einstaklingar sem hafa verið hjá Actic og síðan hjá GYM heilsu líkar vel við bæði fyrirtækið og það frábæra starfsfólk sem þar vinnur, þess vegna viljum við fá að vera áfram með þessu fólki og borga sanngjarnt verð fyrir.
Þarna er að mínu viti spurning um það hvort bæjarstjórn Kópavogs er að hugsa um Björn Leifsson og World Class eða heilsu og velferð bæjarbúa Kópavogs.
Hvers vegna má Kópavogsbær ekki niðurgreiða líkamsræktina og sundstaðina sína eins og aðrar íþróttagreinar ?
Í Kópavogspóstinum frá 27. mars s.l. kemur fram að Kópavogsbær og Garðabær eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu um að taka þátt í að byggja nýja íþróttarmiðstöð GKG upp á 630 miljónir, þessi bæjarfélög borga drjúgan hluta af kosnaði þessa íþróttamiðstöðvar. Þetta er gert fyrir allan þann fjölda manna og kvenna sem stunda golf í þessum bæjarfélögum. Eflaust þurfa bæði þessi bæjarfélög í framtíðinni að styrkja þessa klubba ( og gera kannski í dag) til að geta rekið þessa íþróttamiðstöð eins og önnur mannvirki sem stuðla að góðum og hollum íþróttum. Er þarna verið að skekkja samkeppnisaðstöðu samkeppnisaðila um sölu inn á golfvelli ?
Ferðamannavagn í Kópavog í sumar er fyrirsögn í Kópavogspóstinum þar segir m.a : Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Smáralindar, Kópavogsbæjar og Hópbíla Teits Jónssonar um að halda úti reglubundnum ferðum ferðamannavagns í allt sumar, ferðamönnum að kosnaðarlausu. Ferðavagninn mun fara fjórar ferðir fram og til baka frá upplýsingamiðstöð ferðamanna í aðalstræti í Reykjavík inn í Kópavog , og fimm ferðir á fimmtudögum. Ferðirnar hefjast 15. maí og verða til 31. ágúst
Samkvæmt rökum Samkeppnisstofnunar og Björns Leifssonar þá er með ofansögðu verið að skekkja samkeppnisstöðu í þessum greinum og geta Kópavogsbær þá átt von á kæru frá samkeppnisstofnun eða fyrirtækjum sem tengjast þessum fólksflutningum milli staða?. Geta Strætó og að ég tali nú ekki um leigubilastöðvar kært Kópavogsbæ fyrir að skekkja samkeppnistöðu þessara fyrirtækja , þeir hljóta að missa spón úr aski sínum. Varla taka ferðamenn leigubíl eða strætó ef þeir geta fengið frítt far í Kópavogin í niðurgreiddum rútuferðum.
Það skal tekið fram að ég er ekki á móti þessum ákvörðunum bæjarstjórnar Kópavogs, ég er bara að benda á að það er alveg jafn nauðsynlegt að standa með og styrkja þau fyrirtæki og einstaklinga sem stunda líkamsrækt og sund í Kópavogi, eins og aðrar íþróttagreinar og menningu.
Ég skora því á bæjarstjórn Kópavogs að standa með GYM Heilsu sem býður sínum kúnnum líkamsræktarkort á sanngjörnu verði og hefur á að skipa úrvalsstarfsfólki.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Vill hafna tilboði Lauga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.