Þyrlurnar eru fábær björgunartæki

Frétt af mbl.is

Franska konan fannst heil á húfi
Innlent | mbl.is | 1.6.2013 | 23:56
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Franska konan, sem leitað hefur verið að í Mjóafirði síðan í gær er fundin. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana á hálendinu milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Var hún köld og hrakin en ómeidd.

 

Enn sanna þyrlurnar og áhafnir þeirra hvað öflug leitar og björgunartæki þetta eru. Hvað ætli þær hafi með sínum þrautþjálfuðu áhöfnum bjargað mörgum mönnum og konum á síðustu 20 árum. Það væri fróðlegt að fá  upplýsingar um það hjá LHG.

Landhelgisgæslan og Björgunarsveitir mættu vera duglegri að upplýsa um þann frábæra árángur sem er af þeirra starfi.


mbl.is Franska konan fannst heil á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þær sanna gildi sitt enn og aftur, Sigmar. Án þeirra gætum við tæpast verið frekar en flugvallarins í Vatnsmýrinni.....

Ómar Bjarki Smárason, 2.6.2013 kl. 01:22

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar Þór Sveinsbjörnsson ég vill byrja á því að þakka þér enn og nú fyrir þínar athugasemdir, og skoðanir sem öllu er gott að hlusta á. Enn því miður hafa sumir aðra skoðun sem betur fer. Enn fagmenn eins og þú sem þekkir þessa hluti að eigin raun. Hugsið ykkur að deila skoðunum við slíkan fagmann er erfitt. Enn ég tek undir þínar ábendingar sem eru í takt sem þú segir sjálfur.

Til hamingju Sigmar Þór Sveinbjörnsson með daginn og um leið vil ég vil koma á framfæri þakkir til þínar athugasemdum sem þú sjálfur hefur verið að benda á.

Kærar Þakkir til þín.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 2.6.2013 kl. 01:48

3 identicon

Algerir snillingar - wow á á höfnina

Guðbrandur (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 08:26

4 identicon

Frábært hjá þyrluáhöfninni og auðvitað björgunarsveitunum öllum,en í fréttinni stendur,var hún tekin um borð í þyrluna sem nú flytur hana til Reykjavíkur. Neðar í fréttinni stendur ekki talin þörf á því að flytja frönsku stúlkuna til Reykjavíkur heldur var hún flutt á sjúkrahús á Ísafirði.Spurningin er, hvort er hún á Ísafirði eða í Reykjavík ?.Tók bara eftir þessu. 

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 10:51

5 identicon

Við Íslendingar ættum að eiga okkar eigin þyrlur og vera með eina þyrlu á hverju landshorni sem væru notaðar dagsdaglega í allskonar verkefni, þyrlur eru mjög hentugar hérna á þessu strjábýla landi, oft eru tugir kílómetrar á milli bæja ef það þarf að keyra firði eða kringum fjöll en þyrlan fer alltaf stystu leiðina sem er oft 90% styttri.

Svo ef einhvað kemur uppá, slys, bátur að sökkva eða einhver neyð þá væri þyrlan á því landshorni með hámarksdrægi og mun fyrr á staðinn m.v. kerfið sem notað er í dag.

Geir (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 14:22

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heilir og sælir strákar og takk fyrir innlitið og athugasemdir. Ég gleymdi að svara hérna það var so mikið að gera á Fb inu.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.6.2013 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband