Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2014 | 14:34
Alfreð W. Þórðarsson
Á Heimaslóð stendur: Alfreð Washington Þórðarson (Vosi) tónlistarmaður, verkamaður á Vesturhúsum eystri, fæddist í Reykjavík 21. október 1912 og lézt í Reykjavík 2. janúar 1994.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2014 | 14:10
Gamall nótabátur ?
Þessi þarfnast viðgerðar, þetta hefur líklega verið nótabátur í upphafi. Gaman væri að vita nafnið á honum.
Myndina tók Ómar Kristmannsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2014 | 21:14
Bræðurnir frá Byggðarenda á góðri stund
Á myndini eru t.f v: María Pétursdóttir og maður hennar Sveinn Matthíasson, Gísli Sigmarsson og kona hans Sjöfn Benónýsdóttir, Ingólfur Matthíasson og kona hans Pála Björnsdóttir, Þóra Sigurjónsdóttir og maður hennar Óskar Matthíasson.
Þarna er gleðin við völd, skemmtileg mynd af bræðrunum með eiginkonum.
Bloggar | Breytt 8.2.2014 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2014 | 15:08
Ótrúleg frétt af Kútter Sigurfara
Enn og aftur kemur það í ljós að ekki er nokkur vilji til að varðveita gömul skip hér á landi, þó til séu örfáar undantekningar eins og með Húna II. sem nú er staðsettur á Akureyri og er svo sannarlega Akureyringum til sóma rétt eins og frábært Flugminjasafn þeirra.
Á Akureyri var stofnað félag sem kallað er Hollvinir Húna II. ef ég man rétt. Ég hef kynnst hollvinafélögum ágætlega þegar ég hef verið að gera skoðanir á skipinu og verð að segja að þeir eru ótrúlegir. Flestir eru þeir komnir á eftirlaun og vinna þarna við skipið í sjálfboðavinnu en fá styrki frá Akureyrabæ og fleiri fyrirtækjum að mér er sagt. Þessu skipi er búið að koma í mjög gott horf og því verður örugglega haldið við um ókomin ár.
Í bæklingi sem Hollvinir gáfu út er eftirfarandi vísa sem gæti verið okkur til eftirbreytni :
Þú átt að vernda og verja
þótt virðist það ekki fært
allt sem er hug þínum heilagt
og hjarta þínu kært.
En áfram með fréttina af Kútter Haraldi en þar segir m.a.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur
"Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá," segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun.
Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. "Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast."
Er ekki eithvað bogið við þessi skrif ? Þarna fá menn fimm miljónir sem er auðvitað ekki miklir peningar í svo stórt verkefni. En þeir ætla að nota rúma eina miljón til að leita að styrkjum og 3,9 miljónir í að taka skipið í sundur.
Að sækja um styrki er er nú líklega gert með bréfaskriftum eða tölvupóstum, varla kostar það rúma miljón, nema menn ætli að nota gömlu aðferðina og senda mann og annan til að leita að styrkjum. Og hvað er meint með að taka skipið í sundur, það er líklega verið að tala um að taka af því möstrin og tilheyrandi hluti. Varla verður skipið rifið allt í sundur, það er að segja byrðingur, bönd og dekk, það vari meiriháttar mál og líklega mjög kostnaðarsamt og ólíklegt að það yrði nokkurn tíman sett saman aftur. Ég held að það væri skinsamlegra að setja þessa peninga í skipið sjálft.
Það vantar sterka málsvara þeirra sem vilja varðveita gömul skip, ég skora á þingmenn að taka þetta mál upp og koma Kútter Harldi í viðunandi horf á næstu árum. Ég tek undir það að þetta er stórmerkilegt skip.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.2.2014 | 11:38
Vinnufíkill eða dugleg manneskja ??
Vinnufíkn
Fimmti hver Íslendingur með mikla vinnufíkn, þetta er fyrirsögnin í Fréttablaðinu í gær, og þar segir m.a.: " Vinnufíkn er óstjórnleg þörf eða árátta til að vinna mikið. Þetta snýst ekki um að viðkomandi sé svona ánægður í vinnunni eða það sé svona gaman, heldur er það innri þörf sem hvetur hann áfram til að vinna öllum stundum, segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, vinnusálfræðingur og ráðgjafi hjá Capacent .
Í greininni kemur einnig fram að 65 % starfandi fólks vinna jafnan meira en 40 stundir á viku og 18% starfandi fólks vinna meira en 50 stundir á viku og 20% langar ekki að fara í vinnu á morgnana.
Með greininni er svo mynd af sofandi konu sem á sennilega að vera alveg búin á því, búinn að vinna við tölvuna sína allan daginn, klukkan á vegnum fyrir aftan hana sýnir 16,30 þannig að hún er líklega komin á yfirvinna og er líklega ekki vinnufíkill.
Ég er langt í frá að gera lítið úr almennri skrifstofuvinnu eða vinnu við tölvu, hef sjálfur unnið mikið við þessháttar störf á síðustu árum og finnst það þreytandi til lengdar. En gaman væri að vita hvar vinnusálfræðingurinn hefur verið að gera sína rannsókn. Er líklegt að hann hafi farið í Byggingavinnufyrirtæki þar sem menn eru úti í hvaða veðri sem er og á hvaða tíma sem er langt fram eftir kvöldi, eða í fiskvinnslufyrirtæki þar sem oft er langur vinnudagur og vaktir, eða út á sjó þar sem skylduvinna sjómanna er 6 tímar og 6 tímar frí eða vinnuskylda 12 tímar á sólahring samtals 84 tímar á viku hið minnsta. Eða hefur vinnusálfræðingurinn farið í sláturhús, eða í álver þar sem unnið er á 12 tíma vöktum, og svona mætti lengi telja. Það væri fróðlegt að vita hvernig vinnusálfræðingurinn skilgreindi þetta duglega fólk sem vinnur þessi erfiðisstörf, hvort hún skilgreinir þau sem vinnufíkla. Það er mikið af fólki á Íslandi sem vinnur langan vinnudag á skítalaunum og er þá að vinna samkvæmt samningum og lögum þessa lands.
Auðvitað vildi margt af þessu fólki sem vinnur alltof langan vinnudag við þessi erfiðu störf, vinna minna og bera meira úr bítum, en launin eru lág og til að hafa ofan í sig og á þá verða menn og konur að vinna meiri yfirvinnu, og taka því að vera kallaðir af "vinnusálfræðingum,, vinnufíklar í staðin fyrir dugnaðarfólk.
Mig grunar að þessi ransókn hafi einmitt verið gerð á skrifstofum ýmissa fyrirtækja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2014 | 10:55
Skipverjar á Engey Re vertíðina 1969
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2014 | 14:33
Hittingur í Perluni



Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði hittast í Perlunni kl. 11.00 starfsmenn sem áður hafa unnið hjá Siglingastofnun Íslands, en eins og menn kannski vita þá er búið að leggja niður þá ágætu stofnun.
Myndirnar voru teknar á síðasta sunnudag en þá mættu yfir 30 menn og konur til að spjalla um ýmis þjóðþrifamál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2014 | 12:35
Fimm þekktir útgerðarmenn og skipstjórar úr Eyjum
Á myndinni eru t.f.v; Matthías Óskarsson, Léó Óskarsson, faðir þeirra Óskar Matthíasson f. 22. mars 1921 d. 21. desember 1992, Kristján Óskarsson og Sigurjón Óskarsson.
Ljómyndina tók Guðmundur Sigfússon.
Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1976.
Bloggar | Breytt 4.2.2014 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2014 | 23:57
Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttir VE 401 vertíðina 1980
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)