Færsluflokkur: Bloggar

Mikil þoka

Tveir gamlir farmenn voru að bera saman minningar sínar:

London er mesta þokubæli sem ég hef komið í, sagði annar.

Nei ég hef komið í annan stað sem er mun verri  sagði hinn.

Hvaða staður skyldi það geta verið ? spurði sá fyrri undrandi.

Það sá ég aldrei fyrir þoku.


Ingvar í Skógum

          

Ingvar í Skógum

 

 

 Það var sagt í gamla daga um þá sem voru fljótir að beita línu, að þeir væru beitumyllur. Hér er mynd af Ingvari í Skógum sem var einn af þeim sem var beitumylla. Þarna er hann að beita úr haug eins og kallað var, ábótin á veggnum og hnífar stungnir í þilið. 

Ég beitti með Ingvari og get staðfest að hann var fljótur að beita og ekki síður klár í að greiða línuflækjur, en það var líka kúnst að kunna. 

Ingvar býr nú á Hraunbúðum í Eyjum. 

Myndin er úr sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979. 


2. stigs nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1977

Þeir luku II. stigs prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum vorið 1977 t.f.v: Ólafur Örn Ólafsson, Sigmar Gíslason, Erlendur Þórisson, Benóný Færseth og Ægir Örn Örn Ármansson. Flott klæddir strákarnir, sennilega er myndin tekin á skólaslitum.

II. stigs nemendur 1977


Afmæliskvæði eftir Guðmund Ólafsson

Afmæliskvæði 20 ára
 
 
Afmæliskvæði í tilefni 20 ára afmæli Slysavarnarfélagsins eftir Guðmund Ólafsson.

Magnús frá Hrafnabjörgum

 Magnús Frá Hrafnabjörgum á trillu sinni, ekki virðist neitt nafn á bátnum.

Maggi er eftirminnilegur karakter,  trillusjómaður sem afgreiddi oft fisk í fiskbúðinni hjá Kjartani fisksala við Bárugötu. Myndin er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1993 og Sigurgeir ljósmyndari tók örugglega myndina.

Magnús frá Hrafnarbjörgum


Grímur kokkur í spennandi þróunarvinnu.

Grimur kokkur starfsfólk

Fiskbollur með viðbættu omega 3 í þróun hjá Grími kokk

Við erum nánast tilbúnir með þetta til framleiðslu og getum þá bætt í réttina omegadufti sem er algjörlega bragðlaust þannig að neytandinn verður ekki var við annað en þau góðu áhrif sem omega hefur á heilsuna,“ segir Gísli Gíslason, markaðsstjóri hjá Grími kokki og bróðir Gríms sem fyrirtækið er kennt við.
 

Grímur kokkur framleiðir fjölda tilbúinna fiskrétta auk þess að selja mat til mötuneyta vinnustaða, skóla og leikskóla. „Við reiknum með að fyrsta varan sem fer á markað með viðbættu omega 3 og D-vítamíni verði svokallaðar skólabollur sem hafa hingað til aðeins verið seldar í mötuneyti en eru væntanlegar á neytendamarkað. Fleiri vörur bætast svo við í framhaldinu. Við framleiðum einnig grænmetisbuff og það verður gott fyrir grænmetisætur að geta fengið þessi efni beint úr buffinu,“ segir hann.
 
Eftir að Gísli tók eftir því hversu margir fengu sér kjúklingabringur vegna hás innihalds próteins ákvað hann að þróa leið til að hækka próteinhlutfallið í fiskbollunum. „Síðan kom í ljós að samkvæmt neytendakönnun var omega það sem fólk vildi helst fá í matnum og leggur mun meiri áherslu á
það en prótein. Verkefnið þróaðist því í þá átt,“ segir hann. Leitað var eftir samvinnu við Matís um þróunina og í framhaldinu var farið í samstarf við fyrirtæki á Norðurlöndum.

Nánar í Fréttatímanum í dag
 
Þessi frétt er tekin af Eyjar net 

LOÐNIR LEPPAR

 

Þorsteinn Lúter Jónsson Prestur

 

 

 Þorsteinn Lúter Jónsson prestur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

LOÐNIR LEPPAR

 

Loðna er sagt að lifi í sjó,

loðna þorskinn seður,

loðna í hverri liggur þró,

loðna uppi veður.

 

Loðinn gerir lofa mans

loðnan fagurskæra;

hún byggir síðan húsið hans

og hamingjuna kæra.

 

Hún breytist líka í bílaflóð,

sem brunar eftir vegum,

en bensíninu brennir þjóð

í bílum skemmtilegum.

 

Ef loðin gerast loforð mín,

lævís, hál og ýtin,

sú loðna – - góði gættu þín,

  • – er gráðug eins og hítin.

 

Sr. Þorsteinn L. Jónsson

 


Æfing að ná manni úr sjó

IMG_7056 copyIMG_7060 copy

 Myndir sem Ómar Kristmannsson tók af æfingu hjá Slysavarnarskóla Sjómanna. Þarna er sérstakt net notað til að ná manni lágréttum um borð í björgunarbátinn. Þetta er eitt af þeim mörgu atriðum sem æfð eru í Slysavarnarskóla sjómanna.

IMG_7063 copyIMG_7064 copy

 


Sjómannadagur fyrir margt löngu

Gamall Sjómannadagur

Myndir frá Færeyjum

Færeyjar 3

 Þessar myndir frá Færeyjum tók ég um árið þegar ég fór þangað til að gera upphafskoðun á þessum togara sem fék nafnið Askur ef ég man rétt. Hann var keyptur frá Grænlandi og var skveraður í Færeyjum.

 

Færeyjar 6Færeyjar 7

Færeyjar 4

Mynd frá Færeyjum 1Mynd frá Færeyjum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband