Færsluflokkur: Bloggar
31.1.2014 | 16:15
Mikil þoka
Tveir gamlir farmenn voru að bera saman minningar sínar:
London er mesta þokubæli sem ég hef komið í, sagði annar.
Nei ég hef komið í annan stað sem er mun verri sagði hinn.
Hvaða staður skyldi það geta verið ? spurði sá fyrri undrandi.
Það sá ég aldrei fyrir þoku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2014 | 15:39
Ingvar í Skógum
Það var sagt í gamla daga um þá sem voru fljótir að beita línu, að þeir væru beitumyllur. Hér er mynd af Ingvari í Skógum sem var einn af þeim sem var beitumylla. Þarna er hann að beita úr haug eins og kallað var, ábótin á veggnum og hnífar stungnir í þilið.
Ég beitti með Ingvari og get staðfest að hann var fljótur að beita og ekki síður klár í að greiða línuflækjur, en það var líka kúnst að kunna.
Ingvar býr nú á Hraunbúðum í Eyjum.
Myndin er úr sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2014 | 11:03
2. stigs nemendur Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1977
Þeir luku II. stigs prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum vorið 1977 t.f.v: Ólafur Örn Ólafsson, Sigmar Gíslason, Erlendur Þórisson, Benóný Færseth og Ægir Örn Örn Ármansson. Flott klæddir strákarnir, sennilega er myndin tekin á skólaslitum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2014 | 14:52
Afmæliskvæði eftir Guðmund Ólafsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2014 | 15:21
Magnús frá Hrafnabjörgum
Magnús Frá Hrafnabjörgum á trillu sinni, ekki virðist neitt nafn á bátnum.
Maggi er eftirminnilegur karakter, trillusjómaður sem afgreiddi oft fisk í fiskbúðinni hjá Kjartani fisksala við Bárugötu. Myndin er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1993 og Sigurgeir ljósmyndari tók örugglega myndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2014 | 11:57
Grímur kokkur í spennandi þróunarvinnu.

Fiskbollur með viðbættu omega 3 í þróun hjá Grími kokk
Nánar í Fréttatímanum í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2014 | 22:33
LOÐNIR LEPPAR

Þorsteinn Lúter Jónsson prestur
LOÐNIR LEPPAR
Loðna er sagt að lifi í sjó,
loðna þorskinn seður,
loðna í hverri liggur þró,
loðna uppi veður.
Loðinn gerir lofa mans
loðnan fagurskæra;
hún byggir síðan húsið hans
og hamingjuna kæra.
Hún breytist líka í bílaflóð,
sem brunar eftir vegum,
en bensíninu brennir þjóð
í bílum skemmtilegum.
Ef loðin gerast loforð mín,
lævís, hál og ýtin,
sú loðna - góði gættu þín,
er gráðug eins og hítin.
Sr. Þorsteinn L. Jónsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2014 | 14:11
Æfing að ná manni úr sjó
Myndir sem Ómar Kristmannsson tók af æfingu hjá Slysavarnarskóla Sjómanna. Þarna er sérstakt net notað til að ná manni lágréttum um borð í björgunarbátinn. Þetta er eitt af þeim mörgu atriðum sem æfð eru í Slysavarnarskóla sjómanna.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2014 | 21:44
Myndir frá Færeyjum
Þessar myndir frá Færeyjum tók ég um árið þegar ég fór þangað til að gera upphafskoðun á þessum togara sem fék nafnið Askur ef ég man rétt. Hann var keyptur frá Grænlandi og var skveraður í Færeyjum.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)