Færsluflokkur: Bloggar

Margir bátar á bóli í Vestmannaeyjahöfn

Sigurgeir Jóhannsson 23

 Yfir 70 vélbátar á bóli í Vestmannaeyjahöfn, þarna er líklega ekki mikið um góðar bryggjur að liggja við, og einhverra hluta vegna eru margir vélbátar í höfn.

Sigurgeir Jóhannsson 24

 Þessi mynd hér fyrir ofan er tekin frá öðru sjónarhorni en líklega um svipað leiti. Myndir Sigurgeir Jóhannsson ( Siggi kokkur)

Sigurgeir Jóhannsson 22 

 Þessi mynd er líklega ekki eins gömul og hinar tvær af höfninni.

 


Fleiri gamlar Vestmannaeyjamyndir frá Sigurgeir Jóhannssyni

Sigurgeir Jóhannsson 17
 
Austurbærinn með Heimaklett, Miðklett og Ystaklett  
 
Sigurgeir Jóhannsson 18
 
Þetta er skemmtileg mynd frá höfninni, takið eftir að Sandaluskipið Vestmannaey er að dýpka og dælir sandinum í hrúgu í norðanverða höfnina.  Enn ætla ég að minna hér á hvað það var mikil vitleysa að farga dýpkunarskipinu Vestmannaey, sem var í góðu ásigkomulagi þegar það var gert.
 
Sigurgeir Jóhannsson 19 
 
Séð yfir austurbæinn og Helgafell í baksýn. 
 
Sigurgeir Jóhannsson 20 
 
 
 

Brúðkaup Hörpu og Þórs 21.06.2014

Gifting hörpu 010Gifting hörpu 001

 Hér koma nokkar myndir úr frábæru brúðkaupi Hörpu og Þórs sem haldið var 21.06.2014 í Akóges salnum að Lágmúla 4 Reykjavík. Virkilega skemmtilegt brúðkaup og gaman að eiga þennan dag með þeim hjónakornum og frábærum og skemmtilegum gestum þeirra. 

 Mæðgurnar Harpa og Kolla rétt fyrir brúðkaupið og veislusalurinn tilbúinn fyrir gestina.

Gifting hörpu 009Gifting hörpu 016

 

 Harpa með brúðarvöndinn og  Harpa og undirritaður tilbúin að fara í Laugarneskirkju. Ekkert stress í gangi þarna á Heiðarhjallanum :-) 

Gifting hörpu 023Gifting hörpu 034
 
Veislugestir mættir eftir að hafa verið við giftinguna í Laugarneskirkju. 
 
 
Gifting hörpu 028
 
 
Gifting hörpu 110 
 
Hún Anía Halwa sem hér stendur við brúðartertuna bakaði hana, og þarna er veislustjórinn Sigþór  
 
Gifting hörpu 033
Gifting hörpu 006
 
Einir og Gísli ásamt gestabók og brúðum sem Kolla prónaði til að hafa með gestabókinni.
 
Gifting hörpu 005Gifting hörpu 030
 
 Kokkar og þjónustuliðið t.f.v: Grímur Kokkur, Einir og Ásta María aðstoðarkokkar. Sigrún og Dísa voru í þjónustuliðinu í sal og eldhúsi.
 
Gifting hörpu 024Gifting hörpu 025
 
Kolbrún Soffía stóð sig vel í brúðkaupinu bæði í kirkjunni og veislunni. Mikil ánæja var með matinn hjá Grími kokk enda frábær matur á borðum. 
 
Gifting hörpu 033Gifting hörpu 036
 
 Einir og Gísli sælir á svip og Harpa og Þór að skera fyrstu sneiðina af brúðkaupstertunni sem var sérstaklega góð á brgðið. 
 
Gifting hörpu 050Gifting hörpu 051
 
Gestir í brúðkaupinu voru fjölmargir og allir skemmtu sér vel enda mikið fjör og gaman. 
 
Gifting hörpu 052Gifting hörpu 053
 
 Ég tók myndir yfir öll borðin, hér koma myndir af nokkrum þeirra. 
 
Gifting hörpu 055Gifting hörpu 057
 
Það var gaman að horfa yfir salinn og virða fyrir sér alla vinina sem þau Þór og Harpa eiga. 
 
Gifting hörpu 062Gifting hörpu 066
 
 Grímur Kokkur og Sjöfn mamma hans brosa fyrir myndasmiðinn. Til hægri er Hafsteinn og Gyða en Hafsteinn tók vídeómyndir af öllu brúðkaupinu ásamt undirbúningi þess.
 
Gifting hörpu 067Gifting hörpu 068
 
Hluti af gestum  -------------------------------------- 
 
Gifting hörpu 078Gifting hörpu 113
  Bryndís söng eitt lag með undirspili Gísla pabba síns og Grímur trommaði. Tinna og Harpa glæsilegar stelpurnar. 
 
Gifting hörpu 104
 
 Hér er mynd af hljómsveitarmeðlimum, þeir voru frábærir.
 
Gifting hörpu 106 
 
Kolbrún, Sigmar Þór, Sæþór og Halla við háborðið, brúðhjónin horfin út í sal í spjall. 
 
Gifting hörpu 111 
 
Harpa og Þór dönsuðu vals til að starta ballinu, þau voru frábær. 
 

Gamlar myndir frá Heimaey Sigurgeir Jóhannsson

Sigurgeir Jóhannsson 15

Fyrri myndin er frá vesturbæ Heimaeyjar og á miðri myndinni er Brimhólalautin og upp af henni er húsið Brimhólar, en við það hús bygðum við Kolla hús sem stóð við Illugagötu 38. Þarna er ekki farið að byggja við Illugagötu og sennilega ekki Brimhólabraut eða Hólagötu.  Brimhólalaut var oft leiksvæði barna og þótti vera þó nokkuð út úr bænum að fara þangað . Til vinstri er svo Helgafell og til hæri Sæfjall. Myndirnar lánaði mér Sigurgeir Jóhannsson.

 

Sigurgeir Jóhannsson 16 

 Á þessari mynd sést yfir bæinn að mestu leiti og í forgrunni er fjallið Há

 


Brekastígur um 1950

Brekastígur um það bil árið 1950.  
 Brekastígur séður í austur Húsin heita Hallormsstaður, Árbær, Reykjadalur, Solberg og Vísir
 
 Brekastigur séð í austur

Fleiri gamlar myndir frá Eyjum

Sigurgeir Jóhannsson 12

Heimaklettur og Bjarnarey fyrir miðju, höfnin og hafnarsvæðið þessar myndir sem ég hef verið að setja inn frá Sigurgeir Jóhannsyni eru líkla flestar teknar um svipað leiti. 

Seinni myndin, séð yfir mið og austuræinn 

Sigurgeir Jóhannsson 13 


Vestmannaeyjar hafnarsvæði

Sigurgeir Jóhannsson 8

 

Hér koma tvær frábærar myndir af hafnarsvæðinu, þarna er höfnin , Vinnslustöðin í byggingu og á seinni myndinni er verið að byggja eða stækka trébrygguna í Friðarhöfn. Þetta eru frekar gamlar myndir og gaman væri ef einhver gæti frætt okkur um ártalið sem þessr myndir eru teknar á .

Myndirnar lánaði mér Sigurgeir Jóhannsson ( Siggi kokkur) 

Sigurgeir Jóhannsson 9 


Vestmannaeyjahöfn fyrir 1960

Sigurgeir Jóhannsson 5

 Myndir frá Sigurgeir Jóhannssyni af Vestmannaeyjahöfn, Myndirnar eru örugglega teknar fyrir árið 1960, þarna er Vinnslustöðin hf er þarna í byggingu. 

Sigurgeir Jóhannsson 6 


Bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum

Sigurgeir Jóhannsson 3

 

Gömul mynd af Bæjarbryggjunni í Vestmannaeyjaum  ásamt vélbátum og árabátum.

Myndina á Sigurgeir Jóhannsson


Gömul mynd frá Sjómannadegi ?

Sigurgeir Jóhannsson kappróður

 Þessi mynd frá Sigurgeir Jóhannssyni er líklega tekin á Sjómannadegi, en hvar hún er tekin vet ég ekki, ég held að þetta sé ekki í Eyjum. Kannast einhver við staðinn ?.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband