Færsluflokkur: Bloggar

Kafbátur framleiddur í Kópavogi

Bryggja og Bolstaður 004

 

Það er ýmislegt sem maður sér þegar maður fer bryggjurúntinn. Þessi græja var rétt ofan við bryggjuna í Kópavogi á leið í prufutúr, en þessi græja er smíðuð í Kópavogi. Þetta er neðansjávarkáfbátur fjarstýrður. Hann er notaður til ýmisa rannsókarstarfa t.d. í olíuiðnaðinum. Hann tekur t.d. nákvæmar myndir af hafsbotninum og kemst niður á 1000 m dýpi. Hann getur verið í marga klukkutíma í kafi, en þó misjafnt eftir verkefnum. Eins gott að stjórnandin tíni honum ekki eða flæki hann í netadræsu því svona verkfæri kostar nokkuð margar krónur.

 Bryggja og Bolstaður 003


Skemmtileg bílferð að Fonti á Langanesi

lc5AUHcU7E3XLvSsnKQ-QFZtIgXSi4psQO2mx4WIroo

 Í júli s.l. fórum við Kolla skemmtilega ferð með Gísla okkar, Hrund og Matthísi út á Font á Langanesi og skoðuðum vitan og aðra skemmtilega staði á nesinu. Þarna erum við stödd við nýjan útsýnispall sem skemmtilegt er að far út á og taka myndir og skoða fuglalífið í berginu og drang sem er þarna rétt við. Mikið er af fugli þarna, margar tegundir fugla sem mikið er myndaðir. Það kom manni á óvar að töluvert af fólki er þarna á ferðinni um Langanes, en út á Font er varla fært nema sæmilega stórum jeppum. 

hqGR1HYchCn_hJeyIgChkXnmnLXawu3coUHdBKhWhgw

 Að sjálfsögðu var stoppað og fengið sér kaffi og brauð í góða veðrinu við útsýnispallinn.

FrHeJX-AOxIAxbf7NHauFmBzEMoctaljbwuaPZb02ms

 Ótrúlegt magn af rekaviði er þarna í fjörunum sem sjórinn eða öldurnar hafa hlaðið upp á stórum kafla. Spurnig hvort ekki mætti nýta allt þetta timbur. Ekki er ég viss um hvað þessi kofi hefur verið notaður í en hann var staðsettur þar sem mest var af rekavið í fjörunni. 

bKbYkRS4cKEV8vSFH-gnSt44nYmwquOkRAaz7OmlmVM

Mikið verðmæti hlýtur að vera í öllum þessum við sem þarna hefur rekið á land.

9F_tbZJCvyDlNd0G-qWY8ga8V0tX8WDz2RGXcJpoaGY

 Þarna erum við komin út að Font yst á Langanesi, Kolla, Hrund, Gísli og Matthías við bilinn sem Gísli og Hrund eiga. Það er frábært að ferðast í svona bil um vegina á langanesi sem eru nánast torfærur á köflum.

h4XrCUC94IZYg1jTiEbZdSwWWkpnzu3K1ePnH5dC7X8

 0wYmuz3QT3BHzl8olsAXYl1nFuUrp16u2h8hRxaRHqs

 Langanesviti er siglingarviti sem á að sjást 10 sjómílur, hann er 9,5 metrar á hæð og ljóshæð frá sjávarmáli er 53 metrar. Vitinn var byggður 1950 og er úr steinsteypu. Í vitanum er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Árið 1910 var fyrst reystur viti á Fonti á Langanesi, það var svokallaður stólpaviti.

Krossinn er ekki þarna út á Fonti heldur rétt áður en maður kemur að Skála, en hann er til minningar að mig minnir breta sem jarðaðir eru á þessum stað. 

 aaLRKtL8rH2SwdHeGq9yhDl9AbiPMNpMkjLkcEnm7mE

 Hæt var að komast inn í vitann og fara í stiga efst upp að ljóshúsi til að skoða útsýnið. Þarna eru þau Hrund og Matti komin upp til að virða fyrir sér útsýnið. 

 tEXGRARr_ewjreATQZv25GJpH_uxsst4EoQa-9rkyF8

 Ströndin er víða með stóru grjóti eða eða háu bergi, ekki er mikið um sandfjörur á þessari leið norðan við Langanesið, en virkilega fallegt og gaman að keyra þarna út á nesið.

Zo37xstH-kWKGnfU7yVmwFEnzww5ccl0LrAx9hzjywo

 Hér erum við komin utarlega og sunnanvert við Langanesið á stað sem heitir Skálar. Nesið geymir víða minjar um búsetu fólks og athafnalíf sem sumar hverjar eru stórmerkilegar.
  Hér við ysta úthaf var á fyrri hluta 20. aldar blómlegt sjávarþorp. Nú er útnesið allt komið í eyði og á Skálum standa aðeins minjar um aðra tíð. Þetta er gaman að skoða og þarna hefur verið komið upp snyrtilegri klósettaðstöðu, þetta er að mínum dómi til fyrirmyndar.

1y4CgyQI0vL51gwR6vYz38gqYhMfrISbiA6_b8W26HY

Við gáfum okkur góðan tíma til að skoða þennan stað. Það er merkilegt að það hafi fyrir ekki svo löngu verið þarna blóleg byggð, en sennilega eru það nálægðin við góð fiskimið sem hefur ráðið því að þarna voru gerðir út fjölmargir bátar við ekki svo góðar aðstæður.

OHUdwndPNVWEtVT27mxtCA6yj9nFflqlRvdS1rlwmrE 

 Þarna á miðri mynd má sjá hreinlætisaðstöðu sem þarna hefur verið komið upp.

M2UCnnXtH0qkZgvt1zb8a3lmKfQ3pGf5HW8MoN2cFDk

 Við enduðum þessa frábæru ferð um Langanesið með því að fara upp á Heiðarfjall. Á miðju nesinu rís Heiðarfjall en þaðan er stórkostlegt útsýni í allar áttir. Vel sést út Langanesið og inn til Bakkaflóa og allt austur að fjöllunum við Héraðsflóa.

WQh-j1IC3bRSA90W_GiDv77YfwIddIPxAPNCIUEhrCs

 Þarna má sjá minjar frá veru bandariska hersins en hann var með mikla starfsemi á fjallinu á sínum tíma. Aðeins eitt hús er uppistandandi þarna uppi og er það fullt af drasli, en annars er þarna að öðru leiti umhverfið í lagi.

W6YstL1V-T4r7zcQ8hNchErzQ9135rmhwdnPQYt5SWg 

 Útsýnið er frábært eins og ég hef áður sagt frá hér að ofan.

Bq1HQhp435-g8dPbKe0eoUG9IR4Av1GZKUMUToIsRtw 

 

Af Heiðarfjalli var haldið aftur til Vopnafjarðar og þegar þángað kom var grillað með tilheyrandi góðgæti. Ferðin frá Vopnafirði út á Langanes og aftur til Vopnafjarðar tók hátt í 7 tíma. Það er gaman að skoða þá staði á Íslandi sem maður hefur aldrei komið á en nokkrum sinnum siglt framhjá. En til að fara svona ferðir verður maður að vera á góðum bílum sem þola þessa torfæruvegi. Þessi ferð um Langanes var meiriháttar skemmtilegur.

 

Hér kemur fróðleg og skemmtileg athugasemd frá bloggvini mínum Jóhanni Eliassyni.

Komdu sæll Sigmar!  Það var mjög gaman að skoða myndirnar og lesa frásögnina.  Ég bjó á Þórshöfn, frá tveggja ára aldri og þar til ég var rúmlega 18 ára og á ættir að rekja á Langanesið  Skyldmenni mín eru oftast kennd við bæ úti á "nesi" sem heitir Læknesstaðir en í gegnum árin hefur nafn bæjarins breyst í Læknisstaði (en ég veit ekki hvers vegna það er).  Nú orðið eru  aðeins tveir bræður móður minnar búsettir á Þórshöfn.  Ég má til að nefna það fyrst þú talaðir um Skála, sem var mjög merkilegur staður í sögu Langaness á sínum tíma.  Fyrst er talað um Skála um 1895 er Magnús Jónsson bóndi á Skálum átti viðskipti við Færeyska sjómenn.  En þetta sumar fengu 20 Færeyskir sjómenn leyfi til landvistar á Skálum (en vitað er að bændur á utanverðu Langanesi höfðu átt viðskipti við erlend sjómenn öldum saman þessir sjómenn voru frá Þýskaland, Hollandi, Englandi, Frakklandi og Færeyjum senna bættust svo Norðmenn við og urðu þeir umfangsmiklir í útgerð og verslun).  Færeyingar veiddu síld og notuðu í  beitu.  Erfiðlega gekk að geyma hana og þá byggðu nokkrir útvegsbændur, á utanverðu Langanesi, fyrstu íshúsin, sem heimildir eru til um, þetta voru niðurgrafin torfhús með þykkum veggjum og lofti.  Á veturna voru þessi íshús fyllt af snjó en á sumrin var Færeyingum seldur ísinn til kælingar á síldinni.  Á öðrum áratug aldarinnar varð til vísir að sjávarþorpi á Skálum og varð uppgangurinn þar ævintýralegur.  1911 eru heimildir um byggð 20 manna á Skálum en flestir urðu íbúarnir 118 árið 1923 eftir það fækkar þeim og eru orðnir 87 árið 1933 og byggð leggst þar alveg af 1945.  Helsta ástæða þess að byggð lagðist þar af, var sú að í seinni heimstyrjöldinni rak mikið af tundurduflum á land á Skálum og sprungu þau í fjörunni fyrir neðan þorpið.  Ekki er vitað um manntjón af þeirra völdum en miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum og svo fór að íbúar flúðu flestir til Þórshafnar.  Mjög erfitt var orðið með aðföng og fleira á Skálum þegar þarna var komið sögu og aðeins tímaspursmál hvenær þorpið færi í eyði og þessir atburðir flýttu þessari þróun.  Það er búinn að vera draumur hjá mér lengi að fara á Langanes og vera þar í nokkra daga því þar á ég ræturnar og alveg ótrúlega mikil saga þar.  Ég vona að þú hafir haft gaman af þessum litlu fróðleiksmolum mínum en mesta mína visku hef ég úr tveimur bókum "Langnesingsaga l og ll" eftir Friðrik G. Olgeirsson, gefnar út af Þórshafnarhrepp árið 2000. 

 


Ákveðin að vera jákvæður í dag

Ákveðin að vera jákvæður í dag

 

Ég vakna þennan  morgun og vel að vera góður

vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður

ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það

hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

 

Ég vel því að velja að vandamálin fá

vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá

tilverunni  ennþá fleiri tilbrigði og fleti

ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

 

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur

faðma þennan morgun og allar hans rætur

hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt

kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.

 

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest

þetta er góður dagur, hafðu það sem best

ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni

ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

 

 

Höfundur ókunnur


Gamlar myndir frá Þjóðhátíð

Þjóðhátíð Siggi sig 1

Þarna var mikið að aðkomutjöldum og margir litir á tjöldunum. Þarna er einig Vatnspósturinn

Þjóðhátíð Siggi sig 2

 Ekki er ég viss hvort þetta er Þjóðhátíð hjá Týr eða Þór

Þjóðhátíð Siggi sig 3 

Myndirnar lánaði mér Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði. 


Gaman að þessum myndum frá Þjóðhátíðinni

 Þó alltaf sé gaman á þjóðhátíð Vestmannaeyja þá skiptir veðrið miklu máli, það er ekki laust við að manni langi að vera í Eyjum á þessari flottustu hátíð landsins. :-)

 Frétt af mbl.is

Mikil gleði og frábært veður
Innlent | mbl.is | 2.8.2014 | 15:44
Eyjamenn kveiktu eldana, venju samkvæmt.
„Allt gekk mjög vel í dalnum í gær, veðrið var frábært og flestir til mikillar fyrirmyndar,“ segir Hörður Orri Grettisson í Þjóðhátíðarnefnd. Hann segir einhverja pústra og fíkniefnamál hafa komið upp í nótt, en gæslan sé góð og mikið og öflugt eftirlit skýri þann fjölda mála sem upp kom.


mbl.is Mikil gleði og frábært veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athygliverð grein eftir Mikael Torfason

1.460 Ísraelar og 63 Palestínumenn

Fastir pennar
kl 11:33, 02. ágúst 2014
1.460 Ísraelar og 63 Palestínumenn

Ímyndum okkur ef búið væri að drepa eitt þúsund fjögur hundruð og sextíu Ísraelsmenn – mest börn og saklausa borgara – og sextíu og þrjá Palestínumenn – mest vopnaða Hamas-liða. Já, dokum við og hugsum aðeins um hver afstaða heimsins til þessara átaka fyrir botni Miðjarðarhafs væri þá. Verðlaunablaðamaðurinn Robert Fisk orðaði þessa spurningu í bresku stórblaði í vikunni. Hann hafði svör á reiðum höndum og taldi sig vita að við slíka morðöldu af hendi Palestínumanna væri ekki unað.

Og hvað ætli utanríkismálanefnd Alþingis myndi segja? Eða Bandaríkjaforseti? Í fyrradag mótmæltu á þriðja þúsund manns fyrir framan bandaríska sendiráðið á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson, einn forsprakka mótmælanna og formaður Íslands-Palestínu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ábyrgð Bandaríkjanna væri mikil og því hefði verið mótmælt fyrir utan sendiráð þeirra:

„Enn þann dag í dag byrja ræður leiðtoga Bandaríkjanna á því að endurtaka skilyrðislausan stuðning við Ísrael og árétta rétt ríkisins til að verja sig,“ sagði Sveinn í blaðinu í gær og bætti því við að „aldrei minnist nokkur maður á rétt Palestínu til að verja sig“.

Ætli allar ræður leiðtoga í Bandaríkjunum myndu hefjast á skilyrðislausum stuðningi við rétt Palestínumanna til að verja sig ef búið væri að drepa nærri fimmtán hundruð manns í Ísrael? Nei, ætli það.

Í tilkynningu vegna mótmælanna á fimmtudag kom fram að á árunum 2009 til 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld vopn að verðmæti sjö hundruð og þrjár milljónir átta hundruð og fimmtíu og þrjú þúsund átta hundruð tuttugu og sex Bandaríkjadala til Ísraels. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það væri erfitt að lesa úr þessari upphæð ef hún væri í íslenskum krónum. Sameinuðu þjóðirnar halda utan um hvaða vopn þetta eru. Jú, fimm hundruð níutíu og sex brynvarin farartæki, hundrað fjörutíu og eitt flugskeytakerfi, hundrað níutíu og tvær herflugvélar, hundrað tuttugu og átta herþyrlur og þrjú þúsund átta hundruð og fimm flugskeyti og eldflaugavörpur.

Jæja. Eigum við að ímynda okkur eitt í viðbót? Það að Palestínumenn væru búnir að sprengja upp skóla Sameinuðu þjóðanna í Ísrael og kannski sjúkrahús Sameinuðu þjóðanna líka. Í gær birtum við einmitt viðtal á Vísi við starfsmann Sameinuðu þjóðanna sem brotnaði niður og hágrét í beinni útsendingu. Hver ætli viðbrögð heimsins væru ef það viðtal hefði snúist um blóðbað í Ísrael af völdum sturlaðra Palestínumanna sem væru búnir að múra almenning í Ísrael inn í rafmagnslaust gettó og hikuðu ekki við að drepa börn og óbreytta borgara?


'A ferð með Liselotte og Heribert um Akranes og Hvalfjörð

 Við fórum í bíltúr upp á Akranes og til baka um Hvalfjörð þarna er verið að leggja af stað.

Akranes Hvalfjörður 001

 Við komum við hjá Friðrik mág og Guðlaugu. Friðrik Ingi með Perlu Heribert og Kolla

Akranes Hvalfjörður 008

Þarna erum við komin á Akranes og erum við vitann og listaverk sem ég man ekki hvað heitir.

Kolla og Liselotta skoða listaverkið. 

 Akranes Hvalfjörður 010

 Eins gott að klæða sig eftir veðrum og vindum hér út við sjóinn.

Akranes Hvalfjörður 012 

 Hér var skoðuð merkileg brú innarlega í Hvalfirði og nefnist hún Brú á Bláskeggsá, þessi staður á sér merkilega sögu sem ekki verður rakin hér.

Akranes Hvalfjörður 018

Brúin yfir Bláskeggsá er hér á miðri mynd inni í þessum fallega dal. 

Akranes Hvalfjörður 016

Liselotte að mynda við Akranes, sennilega að taka mynd af  stóra vitanum. 

Akranes Hvalfjörður 009 

 

Bílastæðið við Álafossverslunina. 

Akranes Hvalfjörður 021 

Við enduðum ferðina í verslun Álafoss, þar er gaman að koma og skoða minjagripi og fallegar íslenskar peysur og margar aðrar prjónavörur. 

Akranes Hvalfjörður 022

 Álafossbúðin, en þarna er skemmtilegt svæði í Álafossreitnum.

Akranes Hvalfjörður 025

 Skemmtilegt umhverfi þarna vi Álafoss.

myndband og fl 003myndband og fl 004

 En stundum tókum við það bara rólega skoðuðum blöð og bæklinga og fórum á netið.

myndband og fl 018

 Harpa, Þór ásamt  Kolbrúnu Soffíu og Klöru Hlín komu í heimsókn og heilsuðu upp á Heribert og Liselotte.

myndband og fl 007 

Eftir lambasteikina er gott að fá ís á eftir 


Vinir okkar frá Austurríki Líselotte og Heribert í heimsókn

Sumar fr.H og L 017Sumar fr.H og L 019

 Vinir okkar frá Austurríki, hjónin Liselotta og Heribert Hendler komu í heimsókn til okkar  í byrjun júli s.l. þau voru  hjá okkur í eina viku, en þrátt fyrir frekar votasamt veður áttum við skemmtilega daga. Við keyrðum um nágrenni Reykjavikur, fórum Hvalfjörðinn, til Vestmannaeyja og austur að Dyrhólaey og til Víkur. Meðfylgjandi myndir voru teknar í þessum ferðum. 

Sumar fr.H og L 031Sumar fr.H og L 032
 
 Við fórum að sjálfsögðu í Perluna og fengum gótt veður hluta úr degi þannig að gott útsýni var frá Perlunni. Alltaf gaman að koma í Perluna. Liselotta og Heribert ásamt undirrituðum. Líselotte og Kolla á úsýnispalli Perlunar.
 
 
Sumar fr.H og L 043Sumar fr.H og L 046
 
 Keyrðum Nesjavallaveginn sem er skemmtileg leið og stoppuðum við útsýnispall þar sem sást vel yfir Nesjavallavirkjun og Þingvallavatn. Hávaðarok var þarna á leiðinni og við úsýnispallinn.
 
 
sumar 2014 006
 sumar 2014 008
 
Við sumarbústaðinn hjá Sigga mág á leið til Vestmannaeyja. Þangað fórum við og stoppuðum í sólahring og fengum gott veður eins og vera ber í Eyjum. Eyjarnar skörtuðu sínu fegursta og gaman að koma með gesti og sýna  þeim hvað Vestmannaeyjar eru fallegar í svo góðu veðri og reyndar alltaf.
 
 
sumar 2014 018sumar 2014 024
 
 Hér erum við uppi á Stórhöfða þar sem við ætlðum að skoða Lunda en það var lítið um hann þegar við vorum þarna á ferð. 
 
sumar 2014 029sumar 2014 030
 
 Það er fallegt að keyra um Þrælaeiði þegar gott er veður, þetta er með fallegri stöðum á Heimaey.
 
sumar 2014 038sumar 2014 042
 
 
 Toppurinn á ferðinni var að fá að skoða fyrirtækið Grímur Kokkur þar sem tekið var frábærlega á móti okkur. Okkur var sýnt vinnslulínur og allt fyrirtækið, síðan var okkur boðið upp á gómsæta humarsúpu og plokkfisk. Frábært eins og alltaf að koma til þeirra Gríms og Ástu Maríu. Takk fyrir frábærar móttökur Grímur og Ásta María.
 
sumar 2014 049sumar 2014 050
 
Heribert, Líelotte, Grímur og Sigmar Þór í vinnslusal Grims kokk. Þarna fær engin að fara inn nema í hvitum slopp, með hárnet og plast yfir skónum, hreinlæti númer 1.2.og 3. Ásta María heilsar upp á liðið úr skrifstofuglugganum
 
 
sumar 2014 032sumar 2014 074
 
 Að sjálfsögðu var farið á matsölustaðinn GOTT hjá Sigurði Friðrik frænda og Berglindi þar sem snæddur var frábær hamborgari að hætti Sigga kokk. Þarna erum við að skoða Gauju lund.
 
 
sumar 2014 034sumar 2014 066
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Við gistum í Hásteinsblokkinni í íbúð Friðriks mag og Guðlaugar.  
 
 
sumar 2014 092sumar 2014 093
 
Um borð í Herjólfi á leið upp á land aftur. Komin í Dýrhólaey í frekar leiðinlegu veðri rigningu.
 
 
sumar 2014 095
 sumar 2014 101
 
 Dýrhólaey og drangarnir út af henni. Komum við í Kaffi Anna skemmtlegt lítið sveitakaffihús undir Eyjafjöllum
 
sumar 2014 102sumar 2014 117
 
Situm inni á Kaffi Anna. Enduðum ferðina þennann dag á Eyrarbakka, þangað er alltaf gaman að koma, það er staður sem mér þykir vænt um.
 

Góð grein um Kokkinn Gísla Matthías Auðunsson

Laun og frí­tími fara í að vinna frítt

Gísli Matthías Auðunsson opnaði Slippinn, ásamt fjölskyldu sinni, fyrir tveimur árum. Þess á milli hefur ... stækka

Gísli Matth­ías Auðuns­son opnaði Slipp­inn, ásamt fjöl­skyldu sinni, fyr­ir tveim­ur árum. Þess á milli hef­ur hann unnið á nokkr­um Michel­in veit­inga­stöðum út í heimi og sótt sér reynslu.

Þrátt fyr­ir að hafa komið víða við er hann aðeins 25 ára, en hann vill áfram læra af þeim bestu út í heimi áður en hann hasl­ar sér völl hér á landi.

Ekta fjöl­skyldu­veit­ingastaður

Í kjöl­far út­skrift­ar­inn­ar ákvað Gísli að opna veit­ingastaðinn Slipp­inn í Vest­manna­eyj­um. Um er að ræða ekta fjöl­skyldustað, en syst­ir hans, Indí­ana Auðuns­dótt­ir, sá um að hanna staðinn, Katrín Gísla­dótt­ir, móðir hans er yfirþjónn og öll fjöl­skyld­an kom að því að breyta gam­alli vélsmiðju í 100 manna veit­ingastað.

Slippurinn er til húsa í gamla Magna vélsmiðjuhúsinu.

Slipp­ur­inn er til húsa í gamla Magna vélsmiðju­hús­inu.

Í dag vinn­ur fjöl­skyld­an öll þarna, en staður­inn er aðeins op­inn á sumr­in. Á vet­urna fer faðir hans, Auðunn Arn­ar Stefn­is­son, á sjó­inn, syst­ir­in hann­ar aðra veit­ingastaði og Gísli held­ur til út­landa til að öðlast meiri reynslu.

 

Veit­ingastaður­inn er í gamla Magna­hús­inu, en Gísli seg­ir að það hafi ekki verið notað í yfir 30 ár sem annað en geymsla áður en þau breyttu því. Það var helj­ar­inn­ar vinna að koma því í stand, en fjöl­skyld­an var á hverj­um degi í tæpa sjö mánuði að setja staðinn upp að sgön Gísla.

Mik­il sam­keppni í Eyj­um

Sam­keppn­in er tölu­verð í Eyj­um, en að sögn Gísla eru í dag 27 staðir þar sem hægt er að kaupa mat í Heima­ey, allt frá sjopp­um upp í fína veit­ingastaði.

Gísli ásamt Indíönu Auðunsdóttur, systur sinni og Katrínu Gísladóttur, móður sinni, á Slippnum.

Gísli ásamt Indíönu Auðuns­dótt­ur, syst­ur sinni og Katrínu Gísla­dótt­ur, móður sinni, á Slippn­um.

Staður­inn tek­ur sem fyrr seg­ir 100 manns í sæti, en Gísli seg­ir að auk þess sé nokkuð stór bar­svæði á staðnum.

 

Flest­ir viðskipta­vin­irn­ir eru ís­lensk­ir og er­lend­ir ferðamenn, en Gísli seg­ir að heima­menn séu einnig dug­leg­ir að kíkja við. Staður­inn hef­ur hlotið góða dóma og er meðal ann­ars sá staður á Suður­landi sem hef­ur hæstu ein­kunn á vefn­um TripA­dvisor og þá hef­ur hann fengið viður­kenn­ing­ar á vef Lonely pla­net og öðrum ferðavefj­um.

Gísli seg­ist hafa mik­inn metnað fyr­ir kokk­a­starf­inu og hann sýn­ir það líka með ákvörðun sinni um að ferðast um heim­inn á vet­urna og sækja sér aukna reynslu. Fyr­ir tveim­ur árum fór hann í frönsku alp­ana þar sem hann vann á nokkr­um veit­inga­stöðum, en í fyrra reyndi hann fyr­ir sér í New York.

Unnið á mörg­um Michel­in stöðum

Þar reyndi hann fyr­ir sér sem „stagé“, en það þýðir að hann vinn­ur kaup­laust á vin­sæl­um veit­inga­stöðum til að næla sér í reynslu. Fyr­ir­komu­lagið þekk­ist lítið hér á landi, en er­lend­is er þetta mjög al­gengt að hans sögn.

Síðasta vet­ur vann Gísli meðal ann­ars á Eleven Madi­son Park, en það er þriggja stjörnu Michel­in veit­ingastaður og sam­kvæmt San Pell­egrino veit­ingalist­an­um er það fjórði besti mat­sölustaður í heimi. Þess má geta að danski staður­inn Noma hef­ur ein­mitt verið þar í fyrsta sæti und­an­far­in ár.

Meðal annarra veit­ingastaða sem Gísli vann á í vet­ur í New York voru Michel­in staður­inn Aska og Acme, en þann stað á ann­ar stofn­andi Noma veit­ingastaðar­ins. Þá var hann á Atera, sem er tveggja Michel­in stjörnu staður og staðnum Skál, sem er í eigu Íslend­ings­ins Óla Björns Stephen­sen. Hann seg­ir að „stagé“ fyr­ir­komu­lagið sé mjög mis­mun­andi milli staða, en að hann hafi verið frá fjór­um dög­um upp í þrjá mánuði á hverj­um stað, lengst á Skál.

Eyðir laun­um og frí­tíma í að vinna frítt

Aðspurður hvort ekki sé erfitt að búa og lifa í einni dýr­ustu borg heims án þess að fá greitt seg­ir Gísli að þetta sé ákveðinn metnaður og áhugi sem verði að vera til staðar. „Við fjöl­skyld­an erum öll á fullu frá morgni fram á kvöld yfir sum­arið, en svo fer ég og eyði mín­um laun­um og frí­tíma í að vinna frítt á vet­urna,“ seg­ir Gísli og hlær.

Mik­il­vægt að sækja reynsl­una út

Hann seg­ir mik­il­vægt fyr­ir ís­lenska fag­menn að sækja sér reynslu út, „þar eru hlut­irn­ir að ger­ast.“  Margt hafi þó breyst hér á landi und­an­far­in ár og að hann hafi mik­inn áhuga á að vinna hér til lengri tíma litið. Fyrst vilji hann þó ná meiri reynslu er­lend­is áður en hann reyni að hasla sér al­menni­lega völl hér heima. „Lang­tíma planið er svo að opna í Reykja­vík,“ seg­ir hann.

Eigið gróður­hús og fersk­ur fisk­ur

Á Slippn­um vinna í dag 25 manns, þegar fjöl­skyld­an er meðtal­in, en Gísli seg­ir að þar sé reynt að gera sem mest upp á fersk­leik­ann. Þannig not­ist þau við ýms­ar villi­jurtir, sæki fersk­an fisk niður á höfn á hverj­um degi og rækti jurtir í eig­in gróður­húsi. Annað græn­meti sé svo keypt beint frá Flúðum og kjöt eða fisk­ur sé allt frá Íslandi.

Nú í sum­ar þegar nauta­kjöts­skort­ur varð seg­ir Gísli að þau hafi ákveðið að taka nauta­kjötið af mat­seðlin­um, enda geri þau út á ís­lensk­an mat. Í dag sé um 80% af mat­seðlin­um mat­ur úr sjón­um, bæði fisk­ur og hrefna, en einnig eitt­hvað af öðru ís­lensku kjöti.


mbl.is Laun og frítími fara í að vinna frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprotar á ferð í endaðan Júní

sumarferð 070

 Sprotar í skemmtilegri ferð um Akranes, Borgarfjörð og Hvalfjörð, alltaf gaman að vera með skemmtilugu og góðu fólki.

Við vitan á Akranesi, t.f.v: Kristjana, Kolbrún, Ásta, Þrúða og Kristjana

sumarferð 072

 Á markaði í miðbæ Akranes, Þrúða og Kolla skoða sig um utandyra.

sumarferð 078 

Á kaffihúsi sem er á Hvanneyri

 

sumarferð 111 

 Hér erum við á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði t.f.v: Ágúst, Kristjana, Kristjana, Ásta, Þrúða, Viglundur, Gils, Sigmar Þór, Kólbrún og Kristjan situr.

 

sumarferð 109sumarferð 108
 
Sitið og beðið eftir matnum, en þarna borðuðum við virkilega góðan mat sem var lambakjöt.
 
 
Gils við gamlan traktor, þeir eru flottir báðir tveir.sumarferð 118

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband