Færsluflokkur: Bloggar

Þeir voru skipverjar á LEÓ VE á vetrarvertíð 1962

ásjó012 copy

 ásjó133 copy

 Elvar Andresson frá Vatnsdal í Fljótshlíð og Ragnar Jóhannesson eyjamaður, myndin tekin um borð í Leó VE 400 á vetrarvertíð 1962, þeir eru flottir kallarnir. Myndirnar á Ingibergur Óskarsson frændi minn.


Sigurður Ögmundsson stýrimaður á Leó VE 400 árið 1962

ásjó013b

Kolbrún Soffía 7 ára

Reykholt 014Reykholt 016

 Þann 22 ágúst varð Kolbrún Soffía 7 ára. Hún kom með okkur Kollu þann 21. ágúst upp í Fljótshlíð að sækja hjólhýsið og koma því upp í Reykholt þar sem við ætluðum að eiða helginni. Hún gisti með okkur í hjólhýsinu eina nótt og vaknaði á afmælisdaginn þar. Myndirnar eru tekna um kvöldið þegar við komum upp í Reykholt þar sem við grilluðum hamborgara. Og seinni myndirnar eru teknar 22. á afmælisdaginn en þá var hún komin í afmæliskjólin. Skemmtilegur afmælisdagur hjá Kolbrúnu Soffíu sem endaði með ferð á Hamborgrafabrikkuna. 

Reykholt 017Reykholt 027

 Reykholt 023


Það er fallegt á Höfn í Hornafirði

Sumarleyfi austurland 104

 Fallegt landslag og gaman að ganga þarna um og skoða fuglalífið.

Sumarleyfi austurland 107

 Þarna var mikið fuglalíf og margar tegundir fugla.

 

Sumarleyfi austurland 115 

Þetta er skemmtileg og velheppnuð mynd, maður grísar stundum á að fá góðar myndir :-)

Sumarleyfi austurland 118

Lítil ferjubryggja er niður við minnismerkið  um Sjómenn og sjósókn. Þarna er neyðarstigi upp á bryggjuna og flott skýli og stadíf fyrir björgunarhring. En ENGIN BJARGHRINGUR VAR ÞARNA TIl STAÐAR.

Sumarleyfi austurland 119

 

 


Hallarkabarett Leikfélag Vestmannaeyja

Hallarkabarett
 
Þessi mynd er  í blaði LEIKFÉLAG VESTMANNAEYJA 75 ÁRA 

Skemmtilegur veiðitúr í Reykjanesbæ

Maggi Orri 004
 
Við Magnús Orri fórum skemmtilegan túr til  Reykajanesbæjar í dag, þar sem við fórum að veiða á bryggjunni í Njarðvík. Veður var gott og gaman að veiða þegar vel gengur. Við fengum 7 Makril fiska, þrjá Murta, nokkur smáþorskseiði sem við slepptum... og einn Marhnút sem Magnúsi leist ekki vel á, vildi ekki sjá að koma við hann enda ljótur fiskur. Á heimleiðinni fórum við til Grindavíkur að kíkja á bryggurnar, en frekar lítið var þar að vera þannig að við stoppuðum stutt við þar.
Við fórum af stað um kl. 10 í morgun og komum aftur heim um þrjúleitið .
Skemmtileg ferð og stæðsti aflatúr sem Magnús Orri hefur komist í að hans sögn.
  
 
Maggi Orri 005 
 
Aflinn kominn í fötuna, mest var af Makril, svo komu líka smátittir á milli. 
 
Maggi Orri 009
 
Þegar heim kom var gert að aflanum en fyrst var tekin mynd af aflamanninum og fiskunum. 
 
 
Maggi Orri 017
 
Dágóður afli eftir daginn, Magnús Orri stoltur við alla fiskana sem við komum með heim. 
 
 
Maggi Orri 018 

Myndir úr Sumarfríinu 2014

Sumarleyfi austurland 069

Á Vopnafirði dvöldum við í tvær nætur hjá Gísla, Hrund og fjölskyldu, þar áttum við góða daga og hef ég þegar sagt frá ferð okkur með þeim hjónum og Matta á Langanesið og Font. Það er fallegt á Vopnafirði ekki síst í góðu veðri eins og við fengum þar.

Sumarleyfi austurland 070

 Við Lögðum Hjólhýsinu á lóðina hjá Gísla og Hrund á Lónabraut 34. Þarna eru við ferðbúin með Hjólhýsið aftan í Rafinum.

Sumarleyfi austurland 067Sumarleyfi austurland 068
 
Gísli, Hrund og Kolla í eldhúsinu á Lónabraut 34
 
 
Sumarleyfi austurland 072Sumarleyfi austurland 074

Myndir teknar á leiðinni til Hornafjarðar, Fagridalur og Stöðvarfjörður þar sem við tókum bensín. Svona ferðalag um landið styrkir olíufélögin svo um munar :-) 

Sumarleyfi austurland 073Sumarleyfi austurland 076

 Stndum lentum við í rigningu og þoku á leiðinni til Hafnar í Hornafirði.

Sumarleyfi austurland 077Sumarleyfi austurland 078

Komin á Djúpavog þar sem við hittum Siggu og Guðmund á húsbílnum, stoppuðum þarna stutta stund hjá þeim, en héldum svo ferð áfram til Hornafjarðar.

Sumarleyfi austurland 079

Sumarleyfi austurland 080
 
 Myndirnar eru frá Djúpavogi
 
Sumarleyfi austurland 089Sumarleyfi austurland 095
 
Komin til Hafnar í Hornafirði, fengum gott stæði fyrir Hjólhýsið og bílin með góðu útsýni, en það er mjög falleg fjallasýn frá tjaldstæðinu á Höfn. Það má líka hiklaust mæla með þessu tjaldstæði, góð aðstaða og þjónusta á svæðinu. Stoppuðum þarna í tvær nætur.
 
Sumarleyfi austurland 097Sumarleyfi austurland 101
 
Minnismerki um sjómenn og sjósókn Hornfirðinga og Austfirðinga  stórt og myndarlegt minnismerki. 
 
Sumarleyfi austurland 102Sumarleyfi austurland 103
 
 Guðmundur með myndavélina og Sigga og Kolla með prjónana. En þau komu frá Djúpavogi og við vorum saman á tjaldstæðinu í sólarhring. Flott veður og Guðmundur vakti áhuga minn á fuglaskoðun.

 
 

Myndir teknar um borð í Hannes Lóðs fyrir margt löngu

Hannes lóðs

Þessar skemmtilegu sjóaramyndir eru allar teknar um borð í Hannesi Lóðs Stefán Einarsson á og tók myndirnar, hann gaf mér leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt. 

 Björn Bergmundsson frá Nýborg að brýna á hverfisteini, skemmtileg mynd af kalli. Björn var fæddur 26.september 1914 hann lést 26. mars 1981.

 

Hannes lóðs (3) 

 Stefán Einarsson í aðgerð, þetta var fyrir tíð þvottakara og takið eftir lestarlúgunum :-)

 

Heimaey 15 

 Jón Bóndó í brúnni á toginu, ekki gott að vita á hvaða bleiðu þetta er ?

 

Hannes Lóðs (4) 

Þetta er sérstaklega skemmtileg mynd það sem setið er á lestalúgunni á Hannesi lóð og drukkið kaffi og hlustað á ferðaútvarp, þvílíkt tæki. Á myndinni eru t.f.v: Eiður Sævar Marínósson f. 30. ágúst 1939. Hann lést þar af slysförum 16. desember 2000. Sigurður Georgsson, Björn Bergmundsson og Magnús Sveinsson oft nefndur Maggi á Kletti. 

 


Jón Valgarð Guðjónsson skipstjóri

Gæsi

Jón Valgarð Guðjónsson Skipstjóri Gæsi eins og hann var oftast kallaður fæddist í Vestmannaeyjum 8. október 1931, hann lést 28. nóvember 2005.

Myndina tók Stefán Einarsson 


Miskunarleysið er ótrúlegt

Lömuð en kemst ekki frá Gaza

Maha er sjö ára. Hún er lömuð fyrir neðan háls. stækka

Maha er sjö ára. Hún er lömuð fyr­ir neðan háls. Skjá­skot af vef Sky-news

„Við sát­um heima þegar við heyrðum hljóðið. Við fór­um und­ir stig­ann og það var þar sem við slösuðumst.“ Þetta seg­ir Maha, sjö ára stúlka, frá Gaza sem er nú lömuð fyr­ir neðan háls. Hún syrg­ir einnig móður sína og syst­ur, en þær létu lífið í loft­árás sem gerð var á hús fjöl­skyld­unn­ar.

„Mér finnst eins og ég geti ekki gert neitt með lík­ama mín­um. Og þegar ég hreyfi mig, finn ég lík­amann ekki hreyf­ast,“ seg­ir Maha en í dag eru 22 dag­ar frá árás­inni.

Fjöl­skyld­an bíður nú eft­ir lækn­isaðstoð er­lend­is frá. Lækn­ar á þrem­ur sjúkra­hús­um vilja gera aðgerð á stúlk­unni, í Þýskalandi, Tyrklandi og í Banda­ríkj­un­um. Sjálf­boðaliði hef­ur einnig boðist til að greiða kostnaðinn við aðgerði.

Ekki lít­ur þó út fyr­ir að Maha kom­ist úr land­inu í bráð, en leyfi þarf frá Ísra­el svo hægt verði að flytja stúlk­una. 

Um­fjöll­un Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar.


mbl.is Lömuð en kemst ekki frá Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband