Færsluflokkur: Bloggar

Sagan um bleiku slaufuna (góð lesnig fyrir alla)

 

SAGAN UM BLEIKU SLAUFUNA
(láttu hana ganga)

Sagan um bleiku slaufuna.
Myndarlegur maður á miðjum aldri gekk hljóðum skrefum inn í kaffihúsið.
Hann fékk sér sæti við eitt borðið og gerði sig líklegan til að panta.
Áður en hann komst svo langt varð honum litið á hóp ungra manna við næsta borð. Það fór ekki á milli mála að þeir voru að gera grín að einhverju í fari hans. Um leið og hann mundi eftir litlu bleiku slaufunni sem hann var með í jakkahorninu, þóttist hann vita hvað hefði vakið kátínu ungu mannanna.
Maðurinn reyndi að láta sem ekkert væri, enda vissi hann sem var að viðbrögðin voru sprottin af fáfræði. En það var erfitt að leiða glottið á andlitunum hjá sér. Hann leit beint í augu eins af ungu mönnunum, benti á slaufuna og setti upp spurnarsvip. " þetta!"
Það var eins og við manninn mælt - vinirnir ráku upp skellihlátur. Þeim sem var ávarpaður tókst að stynja upp nokkrum orðum. " Fyrirgefðu, en við vorum bara að tala um hvað litla bleika slaufan væri æðislega sæt við bláa jakkann þinn!"
Maðurinn með slaufuna benti spaugaranum að koma og setjast við borðið hjá sér. Ungi maðurinn gerði eins og hann bað, þótt hann langaði hreint ekki til þess. Maðurinn með slaufuna sagði lágum rómi: " Ég geng með þessa slaufu til að vekja fólk til vitundar um brjóstakrabbamein. Ég geri það til heiðurs móður minni. "
" Æ, það var leitt. Dó hún úr brjóstakrabbameini!"
" Nei, nei. Hún er lifandi og við góða heilsu. En það voru brjóstin hennar sem nærðu mig í frumbernsku og þau voru sá hlýi barmur sem ég hrjúfraði mig upp að þegar ég var hræddur og einmana. Ég er þakklátur fyrir brjóst móður minnar og þakklátur fyrir að hún er heil heilsu."
"Jamm, " umlaði hinn. " Ég skil."
"Ég geng líka með þessa slaufu til heiðurs eiginkonu minni, " hélt maðurinn áfram.
"Og er hún í fínu  formi líka!" spurði ungi maðurinn.
" Já, hún er við hestaheilsu. Brjóstin hennar hafa veitt okkur hjónunum mikinn unað í ástarlífinu og þau nærðu okkar yndislegu dóttur. Ég er þakklátur fyrir brjóstin á konunni minni og fyrir að hún er heilbrigð."
"Og þú gengur þá líklega með slaufuna til heiðurs dóttur þinni líka!"
"Nei, það er um seinan að heiðra dóttur mína með slaufu. Dóttir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir einum mánuði. Hún hélt að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein; þess vegna gerði hún ekkert í því þegar hún fann lítinn hnút í brjóstinu fyrir tilviljun. Hún fann ekkert til og þar af leiðandi hélt hún að ekkert væri að óttast."
Unga manninum var greinilega brugðið og skammaðist sín, og nú var hann hættur að glotta. "Fyrirgefðu, mikið er leiðinlegt að heyra þetta."
"En í minningu dóttur minnar geng ég stoltur með litla bleika slaufu sem gefur mér tækifæri til að uppfræða aðra. Farðu nú heim og talaðu við konuna þína og móður þína, dæturnar og vinkonurnar. Og eigðu þetta!"

Maðurinn með slaufuna seildist ofan í vasa sinn og tók upp litla bleika slaufu sem hann rétti hinum. Ungi maðurinn mændi á hana, leit síðan upp eftir langa mæðu og spurði hvort hann vildi hjálpa sér að setja slaufuna á sig.
Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini. Skoðaðu brjóstin reglulega og farðu í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ef þú ert fertug eða eldri. Hvettu allar konur sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama. Sendu þetta til allra sem þú vilt vekja til vitundar um brjóstakrabbamein.
( Krabbameinsfélagið, október 2002.)


Herjólfur í Faxasundi

 Herjófur í Faxasundi því miður veit ég ekki hver tók þessar frábæru myndir.

Herjolfur 4

 

 


Það er vandi vizkunar. eftir Unu jónsdóttir frá Sólbrekku

 

Staka

Eflaust maður um það veist,

Ei þó hafir grátið.

Að oft er súrt og sætt og beiskt

Í sumra bikar látið

 

Vandi

Það er vandi viskunar

Vel að standast freistingar.

Ljúfi andi lukkunar

mig leið frá grandi spillingar

Eftir Unu Jónsdóttir Sólbrekku


Er ekki gott fyrir okkur að lesa þetta vinabréf

 

Vinabréf

Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið.

Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.

Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör. Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar.Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér.? Nú er alþjóðleg vinavika. Sýndu vinum þínum hve mikils þú metur þá og sendu þeim þetta bréf. Það getur vel verið að þú fáir bréfið til baka og þá finnur þú að þeir meta vináttu þína. Þú hefur þú safnað um þig vinahring. Gleðilega vinaviku!! Þú ert vinur minn og það er mér mikill heiður. Sendu nú bréfið til vina eða fjölskyldu. Og fyrirgefðu mér ef ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu

 


Þórunn Sveinsdóotir VE 401 og Ísleifur VE 63 í klakaböndum

Ísleifur VE 63 og Þórunn Sveinsdóttir VE 401 í klakaböndum. myndir teknar veturinn 1997 eða 1998 myndirnar tók ég til að minna á að það getur komið ísing á skip hér við suðurströndina og það með litlum fyrirvara. Losunar og sjósetnigarbúnaður Þórunnar Seinsdóttir er vel ísaður en hann þolir það vel.  Maðurinn sem stendur framá hvalbak á Ísleifi VE heitir Leifur Leifsson.

 V 63ísleifurísleifur leifurÞórunn Sveinsdóttir ísingÞórunn Sveinsdóttir íuð 2losunarb


Gamli Herjólfur í Felulitum

 

 Gamli Herjólfur í Svíþjóð, á seinni myndinni er hann málaður í felulitum .

Gamli HerjólfurHerjólfur í felulitum


Góð sönn saga

 

Góð sönn saga.

Það gerðist hér fyrir nokkuð mörgum árum, eða áður en farið var að skipta um liði hérlendis, að maður nokkur var orðin mjög slæmur í hnjánum og gat hann varla gengið. Eftir rannsóknir hjá læknum var ákveðið að senda kallinn til Svíþjóðar í liðaskipti.

Sá gamli var frekar kvíðinn fyrir þessari ferð og ræddi það við lækninn sinn. Heldurðu að þetta eigi eftir að heppnast og ég eigi eftir að geta gengið eðlilega spurði hann lækninn?

Læknirinn reyndi að stappa stálinu í þann gamla og sagði: Hafðu ekki áhyggjur af  þessu þetta heppnast örugglega vel enda færir læknar sem gera aðgerðina, þú getur þegar þetta er allt afstaðið gengið eðlilega og dansað eins og herforingi.

Kallinn svarar steinhissa, Já þú segir nokkuð þetta getur orðið skemmtilegt, ég hef nefnilega aldrei getað lært að dansa.


Álvöru stund

 

Á alvöru stund

Eftirtektarvert á varp flutt á Sjómannadaginn 1945 í Húsavík.

Þetta ávarp eftir Júlíus Havsteen, sýslumann byrjar á eftirfarandi ljóði.

 

Við erum þjóð sem hlaut Ísland í arf

Og útsæ í vöggugjöf.

Við horfðum lengi yfir sólbjört sund

Og sigruðum feðrana gröf.

En loksins heyrðum við lífið hrópa

Og lögðum á brimhví höf.

 

Í hugum okkar er vaxandi vor

Þó vetri og blási kalt.

Við sáðu fræjum í íslenska auðn

En uppskárum hundraðfalt.

Við erum þjóð sem er vöknuð til starfa

Og veit að hún sigrar allt.

 

Er ekki áhugavert að glugga í ljóð þessara manna, þetta er upphaf að ávarpi flutt á Sjómannadaginn 1945 og er skrifað upp úr árbók Slýsavarnarfélags Íslands 1945


Öryggisloki við netaspil

 
  1. Öryggi við netaspil voru sett við netaspilin á árunum 1971 til 1975. Þessi öryggisloki sem Sigmund Jóhannsson teiknari fann upp fækkaði ekki einungis slysum á sjómönnum, heldur útrýmdi  þeim alveg á þeim skipum sem hann höfðu. Áður en hann var lögleiddur urðu að jafnaði 12 alvarleg slys á sjómönnum á ári hverju, þeir sem slösuðust voru sjómenn  sem unnu við að draga af spilinu, þessi slys voru oft á tiðum mjög alvarleg. Vegna breytinga á vinnubrögðum um borð í fiskiskipum sem stunda netaveiðar þarf nú að endurskoða staðsetningu öryggislokans og virkni. Í stað manns sem dró af netaspilinu eins og það var kallað, (en það þíðir að maður þurfti að toga netin úr netaskýfuni) er nú kominn svokallaður dráttarkarl sem er í því hlutverki að draga af spilinu, en rúllumaður er þá orðin einn fram við spil og er á netarúllu og stjórnar drætti. Nokkur dæmi eru um það að rúllumaður hafi lent í spili án þess að neyðarstoppið virki, enda ekki hugsað fyrir hann í upphafi heldur þann sem er að draga netin úr netaskífunni. Á næstsíðasta ári urðu málaferli og dómur vegna þess  að maður sem var á rúllu fór í spilið og slasaðist.

Vegna breyttra aðstæðna þurfa sjómenn að endurskoða staðsetningu og virkni þessa öryggisloka.


Þetta ættum við að lesa daglega

 

Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn þinn eða á stað þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að óathuguðu máli en allt er þetta dagsatt!

1.   Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.

2.   Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.

3.   Eina ástæðan fyrir því að einhver gæti hatað þig er ef viðkomandi vill vera eins og þú.

4.   Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.

5.   Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa

6.   Þú ert himinn og jörð fyrir einhvern.

7.   Þú ert einstök og sérstök manneskja í þessum heimi.

8.   Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.

9.   Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því, bara aðeins öðruvísi en þú ætlaðir.

10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið við þér baki, stoppaðu og gættu betur að.

11. Mundu alltaf eftir hrósi sem þú færð. Gleymdu strax öllum dónaskap.

Þannig að.............sendir þú þetta til vina þinna þá ert þú elskulegur vinur og ef þú færð þetta til baka frá einhverjum veistu að þeir elska þig í alvöru.

Já og mundu.........þegar lífið leggur þér til Sítrónur, vantar bara Tequila og salt!

Íslenskað : Skúli Magnússon

(Be

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband