Færsluflokkur: Bloggar

Fjölskyldumynd tekin í Herjólfsdal fyrir nokkuð mörgum árum

Fjölskyldumynd tekin inni í Herjólfsdal simmi og grétar 2

Enn er ég kominn í gömlu myndirnar mínar og hér koma tvær sem eru nokkuð gamlar.

Mynd 2. Greifar í sparifötunum Sigmar Þór og  Grétar Sveinbörnssynir

Fjölskydumynd talið frá vinsdri: Bjarki Sveinbjörnsson, Matthyldur Matthíasdóttir, Erla Sigmarsdóttir, Sveinbjörn Snæbjörnsson  með Leó Óskarsson, þóra Sigurjónsdóttir, Sævar Sveinsson, Þórunn Óskarsdóttir í fanginu á pabbasínum Óskari Matthíassyni, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Grétar Sveinbjörnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Sigmar Guðmundsson fyrir aftan hana, Ingólfur Matthíasson. Ef einhver þekkir þessi tvö börn sem ekki er nafn við, vinsamlega látið mig vita.


Á ytri höfninni í Eyjum

Á Ytri Höfninni 

Falleg mynd af skútum og bátum á ytri höfninni í Vestmannaeyjum  frá Sigurgeir Jónassyni Ljósmyndara.

 


Hvað er lengsta orð sem við kunnum ?

Stundum koma upp ýmsar dellur eins og að reyna að búa til löng orð, eitt sinn voru þetta talin vera með lengstu orðum sem til eru í íslensku, set þetta hér inn til gamans og kannski koma einhverjir hér inn og setja fleiri enn lengri orð í athugasemdir.

Réttarveggjarvasapelafyllirísrómantík, og Vaðlaheiðavegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.

kær kveðja

Sigmar Þór


Ó gamla gatan mín

Vestmannabraut 1Bárugata1kirkjuvegur1

1. mynd horft vestur Vestmannabraut þarna sést Pósthúsið, Apótekið og Nýjabíó. 2. mynd horft upp bárugötu þar var er Kaupfélagið. 3. mynd horft niður Kirkjuveg og þarna sést Brynjólfsbúð og fl hús.

Nóg komið af gömlum myndum í bili.

kær kveðja Sigmar Þór


Stelpur á námskeiði á Breiðabliki

Stelpur á námskeiði 

Þessi mynd var í myndabúnka með myndum frá Tómstundanámskeiði á Breiðabliki ekki veit ég hvað stelpurnar voru að læra þar en  nöfnin eru: tfv: Sigga, Sveina, Maja, Ólöf, Ásdís, Stella,  sitjandi Gugga og Jenna


Tómstundaskólinn á Breiðabliki framhald

Handavinnunámskeið að Breiðabliki á árunum 1960 1962 ekki alveg viss á árinu, en öll þessi námskeið voru haldin á vegum Tómstundaráðs Vestmannaeyja. Það var í raun margt hægt að gera sér til skemmtunar og fræðslu þó ekki hafi verið til tölvur á þessum tíma.

 Hér koma nokkrar myndir frá handavinnunámskeiði, kennari þar var Dagný Þorsteinsdóttir ef ég man rétt. Vestmannaeyingar kannast örugglega við mörg andlit á þessum myndum

Bast og tá handavinnaHandavinna 1Handavinna 4

Sjóvinnunámskeið haldið 1961 á vegum tómstundaráðs

sjóvinnunámskeiðSjóvinnunámskeið pönnukökuveisla 

Hér koma tvær myndir frá sjóvinnunámskeiðinu sem tómstundaráð hélt að Breiðabliki en kennari þar var Magnús Magnússon netagerðarmeistari. Mynd 1 t.f.v: Þorsteinn Íngólfsson, Ólafur Jónsson, Konráð Einarsson, Kristinn Þ. Siurðsson, Magnús Magnússon netagerðameistari og kennari, Sigurður Hauksson, Bergmundur Elli Sigurðsson, Sigmar Magnússon, Friðrik Ólafur Guðjónsson og Stefán Pétur Sveinsson. Á seinni mynd eru mikið til sömu peyjar.

Þetta verður að næja að sinni um þennan málaflokk þó margt fleira væri hægt um hann að segja.

kær kveðja

Sigmar Þór


Tómstundaskóli á Breiðabliki í Vestmannaeyjum

 Í húsinu Breiðabliki hefur margskonar starfsemi verið, þar lærði ég til 400 ha vélstjórnarréttinda, tók tvö stig í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja og fór á ljósmyndanámskeið.

Breiðablik

Í kringum árin 1960 til 1963 eða þar um bil ég man það ekki nákvæmlegar, var á Breiðabliki starfandi Tómstundaskóli þar sem ungmenni Vestmannaeyja gátu lært ljósmyndun, leiklist, saumaskap eða handavinnu, bast og tá held ég að það hafi verið nefnt og sjóvinnu.

Sjálfur fór ég í námskeið í ljósmyndun þar sem kennt var að framkalla og stækka ljósmyndir, kennari var Guðmundur Lárusson rafvirkji og vann hjá Haraldi Eiríkssyni. Margir sem voru á þessu námskeiði urðu seinna meir góðir ljósmyndarar og eiga í dag mikið safn ljósmynda.

Leiklistarlærlingar 1Leiklistarlærlingar 2

Í leiklistinni var Unnur Guðjónsdóttir að kenna, ekki er mér kunnugt um hvort einhver af hennar nemendum hafi haldið áfram á þeirri braut. Myndirnar sem hér fylgja er af þeim sem voru í leiklistinni.  Set fleiri myndir frá þessum árum á Breiðabliki síðar.

Leiklistarlærlingar 3Leiklistarnám 4

Kær kveðja

Sigmar Þór


Allir ættu að eiga ömmu

ÓS Eyrabakka  Þetta Hús heitir Ós og er á Eyrarbakka, en þetta er mjög gömul mynd af því. Amma mín Þórunn Sveinsdóttir bjó þar með foreldrum sínum. Óskar Matt og Þóra Sigurjónsdóttir keyptu húsið og gerði það í gott stand en áttu það í nokkur ár. Set þessa mynd hér inn vegna atugasemda hér við þetta blogg. Útgerðarfélag Sigurjóns Óskarssonar sem gert hefur út Þórunn Sveinsdóttir VE 401 heitir ÓS eftir þessu húsi.

Sigmar Þór

Hvað er amma ?

Átta ára danskur drengur sendi þessa skemmtilegu sögu um ömmur.

     Amma er kona sem að sjálf á ekki börn , svo að hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem að annað fólk á.  Ömmur hafa ekki neitt að gera, þær eru bara til.  Ef þær fara í göngutúr, ganga þær hægt framhjá fallegum blómum, kálormum, möðkum og gömlum húsum og þær segja aldrei "flýttu þér nú" eða " haltu áfram".

     Flestar ömmur eru feitar en þó ekki svo feitar að þær geti ekki reimað skóna manns.  Þær nota gleraugu, þær geta svarað öllum spurningum, svo sem af hverju hundar hata ketti og af hverju guð er ekki giftur.  Ef þær lesa fyrir okkur, hlaupa þær aldrei yfir neitt.  Ömmur eru þær einustu sem að hafa tíma fyrir aðra. 

ALLIR ÆTTU AÐ EIGA ÖMMU!

 


Herjólfur staddur á Akureyri í hringferð 1992

Herjólfur í hringferðHejólfur í hringferð 2 

Þegar Herjólfur kom nýr fór hann kynningarferð hringinn í kringum landið, þessar myndir eru teknar í þessari ferð. Ferðin var notuð sem kynningarferð fyrir ferðaþjónustu í Vestmannaeyjm. Myndirnar eru teknar á Akureyri og má þarna sjá nokkur þekkt andlit úr Eyjum, Óla Lár, Sigmar Georgsson, Pálla Helga, Grím Gísla og fl.


Kaffipása í fiskvinnslu 1950

Í kaffitima Þekkir einhver húsinÞekkir einhver Húsin? er þetta ekki Skuld, Vöruhúsið og vantar eitt nafn ?????

Kaffipása hjá fiskvinnslustelpunum.  Myndin er tekin í kaffitíma í fiskvinnu 1950  t.f.v. Elsa Einarsdóttir, Jóna Benónýsdóttir, Erla Óskarsdóttir og Addý Guðjóns.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband