Færsluflokkur: Bloggar

Myndir af Friðarhafnarbryggju frá 1964 og af sjóurum

Bjarki og Hjálmar GSigurbjörn Ingólfsson

Myndir  (frá 1964). Bjarki Sveinbjörnsson og Hjálmar Guðmundsson vélstjóri við Leó VE 400.       Mynd 2. Vinur minn og skólabróðir Sigurbjörn Ingólfsson í klofstígvélum situr á polla í Friðarhöfn.

Sjóarar1Sjóarar2

Sjóarar á Leó VE 400. mynd 1. Björn Þórðarson, Kristján Óskarsson, Birkir Pétursson, Matthías Óskarsson, ekki viss um nafnið á þeim sem er að fara úr stakknum. Mynd 2. Sigurður Ögmundsson, Kristján Óskarsson og Matthías Óskarsson .

kær kveðja


Þórunn Sveinsdóttir VE 401 kemur til Eyja 1971

Þórunn Sveinsd VEÞórunni gefið nafnÓskar og dóttir hans Þórunn

Vélskipið Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sk..nr. 1135 kom nýtt til Vestmannaeyja 20. febrúar 1971 það var byggt í Stálvík hf við Arnarvog á árinu 1970. Skipið var frá upphafi mikið happa og aflaskip. Myndirnar eru af skipinu í prufusiglingu. 2.mynd er tekin þegar skipinu var gefið nafn t.f.v. Jón Sveinsson,forstjóri Stálvíkur, Bolli Magnússon, Sigurður Sveinbjörnsson, Sveinbjörg Sveinsdóttir, Óskar Matthíasson, Sigurjón Óskarsson og Þórunn Óskarsdóttir sem gaf skipinu nafn. Mynd 3. Óskar Matthíasson og dóttir hans Þórunn.

Í maí 2002 var skipasmíðastöðin rifin þar sem mörg af okkar bestu skipum voru smíðuð, og þar er í dag komið íbúðarhverfi.

kær kveðja Sigmar Þór


Skriðið úr skrápnum eftir Sigurð þór Pálsson

 

Sigurður Þór PálsonLjóðabókin Skriðið úr skrápnum 

Myndirnar sem hér fylgja eru af Sigurði Þór og ljóðabók hans Skriðið úr skrápnum.

Sigurður Þór Pálsson  fæddist í Vestmannaeyjum 3. ágúst 1953. Foreldrar hans voru þau hjónin Páll Ó. Gíslason og Bára  Sigurðardóttir ( kennd við húsið Bólstað í Eyjum) . Um 14 ára aldur fluttist Sigurður Þór til Reykjavíkur með foreldrum sínum, lauk hann þar landsprófi og hóf nám í bókbandsiðn.

Skömmu síðar tók hann að kenna höfuðmeins og gerðist sjúkdómurinn  svo alvarlegur að hann var sendur utan til að gangast undir uppskurð. Náði hann sér nokkuð vel eftir þann uppskurð en eftir ár tók líðan hans að versna aftur . Var þá gerð önnur tilraun til lækninga en án varanlegs árangurs. Sigurður andaðist í maí 1971 aðeins 17 ára að aldri.

Kvæði sem Sigurður Þór  orti skrifaði hann í bók sem hann nefndi Skriðið úr skrápnum. Bókin var gefin út til minningar um hann.

Hér koma á eftir nokkur ljóð úr ljóðabókinni  Skriðið úr skrápnum, það er gaman að halda á lofti minningu Sigurðar Þórs sem lést eins og áður sagði aðeins 17 ára gamall. Það sést á ljóðum hans að hugur hefur oft verið við Vestmannaeyjar, eins og reyndar margra sem þaðan flytjast. 

Lyfseðill reynslunnar.

Bjart var yfir bernsku minnar sporum,

brosti veröld yfir tárum vorum.

Þá var eins og fyrst til lífssins fyndi,

er flaug ég burt frá fiskimannsins tindi

 

Undi löngum einn við leik í sandi,

lék þar hugur frjáls sem tíðarandi.

Hlóðust upp þar hallir nýrra ára,

er hófu mig burt frá veröld öldugára.

 

Engin gaf mér framtíð fyrirheitin,

furðulega komst ég yfir leitin.

Er gekk ég eftir göngum nýrra skóla,

gekk ég þar úr skónum marga sóla.

 

Ef lít ég aftur yfir liðin ár,

við mér blasa ör og opin sár.

Græða vil ég gæsku minnar vegna,

gefa lyf til Vestmannaeyjaþegna.

 

Trúbrot

Konan sem vakir

 á sænum

og syndir um hugdjúpin

 þar,

hún dauðvona dregur

úr blænum

og dimmri þoku,

sem var.

 

Hún dáð er af dulskyggnum

 mönnum

í dimmviðri vísar

 hún leið,

í illviðrisorustum

 römmum

hún oft hefur bjargað

úr neyð.

 

Í gær lét hún lífið

 á sænum

í hugdjúpum syndir

ei meir,

en sjómenn með bjarglitlum

bænum

biðja um ljós sem

 ei deyr

 

Klám í Herjólfsdal

Norðan næðir

napur Íslandsvindur.

Bólgin blæðir

Blámóðunnar Tindur

 

Húmar að - Herjólfsdalur

huldukvenna.

Tekur tjaldasalur

tignarkvenna að brenna.

 

Úrelt blóm

Blóm í skugga berst við fallsinns rætur,

blygðast sín, er sólin skín um nætur.

Að lokum lognast útaf lítil hrúga,

leiðarvísir í lífsinsaragrúa.

 

Blóm í skugga upplýst lætur,

blöð sín vinna dag sem nætur.

Þá skuggar skelfa aldrei aftur,

einmana blóm á landi okkar.

Kær kveðja Sigmar Þór

 


Líkanið af Bakkafjöru

100_2345100_2359100_2366

Likanið af Bakkafjöru var til Sýnis á sínum tíma, margir vestmannaeyingar komu og skoðuðu það og fylgdust með þegar líkani af skipi var siglt inn í fyrirhugaða Bakkafjöru. Á þessum myndum  má sjá nokkra áhugasama eyjamenn. 1. mynd Stefán Runolfsson og Guðundur Karlsson, 2. mynd er af líkaninu. 3. mynd. Finnur í Sadpríði, bak við hann er Arndís, þá Sigmar Þór, Benóný og Ómar.

Setti þetta svona að gamni inn ef einhver skyldi hafa einhverja skoðun á þessari framkvæmd Tounge

kær kveðja Sigmar Þór

 


Ferð til London 1964

Í london 1Í london 2London 3

1. Mynd: Mathías, Sigurjón og Sigmar Þór. 2. Mynd: Kristján, Matthías og Sigurjón. 3. Mynd. Matthías, Sigmar Þór Óskar Matt, Þóra Sigurjónsdóttir , Kristján og Sigurjón fyrir utan Hótelið sem við gistum á.

Árið 1964 fórum við einu sinni sem oftar á Leó VE 400 í siglingu til Grimsbý, Þeir skipverjar sem voru giftir höfðu konur sínar með. Ákveðið var að láta mála bátinn á meðan við færum í smá frí og var ákveðiða að fara til London. Þessar myndir eru teknar í þeirri ferð.

óskar og þóraLeó VE 400 í Grimsbý

Allar þessar myndir eru teknar í sömu siglingu: Óskar og Þóra ástfangin og sæl. Leó við kolabryggjuna   í Grímsbý nýmálaður.

Í London 4 Leó Ve á leið til Grímsbý

Áhöfnin á Leó á labbi í London. Seinasta myndin er tekin í lúkarnum Leó VE 400 tfv: Óskar, Þórunn, Besta og Kristján Valur. Þetta var skemmtileg ferð fyrir 18 ára peyja enda margt að skoða í þessari stórborg.

kær kveðja Sigmar Þór


Skaftfellingur VE 33 sögufrægt skip

Skaftfellingur1Skaftfellingur 2

Skaftfellingur VE 33 sögufrægt happaskip, myndirnar eru úr lítilli  bók sem Arnþór og Sigtryggur Helgasynir gáfu út árið 2002 og heitir Saga Skaftfellings VE 33 Ágrip. Bókin er tileinkuð forldrum þeirra bræðra þeim Helga Benidktsyni og konu hans Guðrúnu Stefánsdóttir. Þetta er skemmtileg og fróðleg saga að lesa, en í þessari bók er einnig ensk og þýsk þýðing á bókini. Alltaf gaman að lesa sögu skipa.

kær kveðja Sigmar Þór


Fleiri gamlar skemmtilegar myndir

Námskeið á BreiðablikiGunnar og Bjarni

Tvær myndir af eyjapeyjum sú fyrri er tekin 1960 á Breiðabliki þar se rekið var tómstundarheimili eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðuni tfv: Eiríkur Sigurgeirsson, Þorvarður Þórðarson, Sævaldur Elíasson, aftari röð; Arnór Páll Valdimarsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, og Guðmundur Stefánsson.

Seinni myndin er tekin í apríl 1961 og er af Gunnari Finnbogasyni og Bjarna Bjarnasyni, en þessir félagar féllu frá langt um aldur fram.

Kær kveðja Sigmar Þór


Hringferð um Heimaey og Surtseyjargosið skoðað.

 Það var oft hér áður fyr farið í skemmtiferð á bátum hringinn í kringum Heimaey oftast var það tengt  Sjómannadeginum. Myndirnar sem teknar eru um borð í Leó VE 400 eru frá árinu 1964  og eru teknar í ferð sem farin var til að skoða Surtseyjargosið og farið kringum Eyjuna í leiðini. Myndgæði eru  kannski ekki alveg upp á það besta en samt gaman að hafa þessar myndir hér á blogginu.

Hring um Heimaey 1Hring um Heimaey 3Surtseyjargosið

1. mynd t.f.v. Þóra Sigga Sveinsdóttir, Guðný Alfreðsdóttir Grétar Sveinbjörnsson, Bjarni Bjarnason, Sigurjón Óskarsson og Andres Þórarinsson. 2. mynd Lagt af stað í Hringferðina og skoðunarferð að Surtsey. 3. mynd Gósið.  4. mynd tfv. Jórunn, Þóra og Björg Sigurjónsdætur. 5. mynd Siggi kokkur með myndavélina.

Hring um Heimaey 2Hring um Heimaey 4Surtseyjargosið 2

Myndirnar tók undirritaður í september 1964

Kær kveðja Sigmar Þór


Innsiglingin til Eyja og Málfundafélag Stýrimannaskólans í Vm

Innsiglingin til EyjaBreiðablik Málfundafélag

Innsiglingin til Vestmannaeyja er örugglega sú fallegsta á landinu, á myndinni sést hluti af henni. og bátarnir eru Suðurey VE við bryggju, Frygg VE 41 blár og Sigurbára VE. Mynd Sigurgeir Jónasson

Þan 4. desember 1970 stofnuðum við nemendur í Stýrimannaskólanum félag sem við nefndum Málfundafélag Stýrimannaskólas í Vestmannaeyjum, fékk ég sem stjórnarmaður skírteini nr. 2.         í lögum félagsins stóð í 1. gr. :

1. Margmið félagsins er að efla styrkja allt, sem varaðr stöðu og starf sjómannsins.

2. Að æfa menn í framsögn og fundarstörfum, Kynning bókmennta og annað menningarstarf.,

Í 11. gr. sagði: Eldri nemendum skólans skal heimilt að mæta á fundum félagsins og starfa í félaginu , þeir skulu þó ekki hafa athvæðisrétt við stjórnarkjör.

Málfundarfélagið var mjög virkt þau ár sem við sem stofnuðum það vorum í skólanum, og fengum við marga fyrirlesara frá Reykjavík til að fræða okkur um hin ýmsu málefni. Má þar nefna menn frá Hafrannsóknarstofnun sem fræddu okkur um veiðarfæri (Guðni Þorsteinsson og fl.) og hafrannsóknir, Hannes Hafstein frá Slysavarnarfélaginu hann hélt erindi um öryggismál sjómanna, og svo komu menn sem fræddu okkur um meðferð sjávarafurða um borð í skipum. Eitthvað var um menningarfræðslu sem ég er búinn að steingleyma hverjir stóðu fyrir. Fjörugar umræður urðu oft á þessum fundum og er ég sannfærður um að félagið gerði okkur gott, var bæði fræðandi og þroskandi. Það má koma hér framm Að Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari stóð með okkur og gerði sitt besta til að hjálpa okkur að fá fyrirlesara, hann og margir kennarar við skólan mættu á flesta fundi Málfundafélagsins. Ekki veit ég hvenær félagið lagðist af eða hvort það starfaði eftir að okkar árgangar útskrifaðist, en minningarnar um það eru ljúfar og góðar.

Kær kveðja Sigmar Þór


Hlimrek á sextugu

  Limrur eftir Jóhann S. Hannesson

Þegar hvergi fæst salt, kæst né sigið,

né sést upp við bæjarvegg migið,

Þegar öll fæða er dóssett

Og alstaðar klósett,

Þá er örlagavíxlsporið stigið.

 

Í yfirsetu

Ég hef óbeit og andstyggð á prófum

sem orku- og vitsmunasóunum,

en hitt væri gaman

að safnast hér saman 

og syngja og klappa með lófunum.

 

Það er eitt sem ég aldrei get skilið

ef ég ætla að ganga upp þilið

losna iljarnar frá

og fæturnir ná

ekki að fylla að gagni upp í bilið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband