Færsluflokkur: Bloggar
5.11.2008 | 23:26
Úteyjamenn
Fyrri mynd: Ingólfur Guðjónsson var starfsmaður Útvegsbánkans í Eyjum í gamladaga, Eyjamenn muna örugglega eftir honum við störf þar, en hann var líka áhugamaður um úteyjarlif.
Mynd 2: Þessi mynd er tekin á Pálsnefi í Elliðaey.þarna er greinilega verið að gefa niður lunda,það var alltaf gert þarna megin (að vestan) þegar ófært var við austursteðjan,á þessum árum fór allur fugl þurr í land hann var settur í strigapoka og slakað niður í sókningsbátinn. Í landi var lundinn reyttur af konum úteyjarkarla. Í dag er öllum lunda hent í sjóinn þar sem hann er hirtur upp í sóknarbátinn sem er þar til staðar. Myndin er af Pétri á Kirkjubæ og Eyjólfi Martinssyni (Eddi Malla í Ísfélaginu)
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 8.11.2008 kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 23:04
Mynd frá ættarmóti 1992 og fl.
Fyrri myndin er tekin á ættarmóti afkomenda Ingunnar Sigurðardóttur og Sveins Sveinssonar frá Ósi á Eyrarbakka, ættarmótið var haldið 1992 á hótel Selfoss og á þessari mynd eru: Pétur Stefánsson fyrrum lögregluþjónn í Eyjum, Sjöfn Benónýsdóttir, Kjartan Guðmundsson og Björk Pétursdóttir.
Á seinni myndinni er Sigurgeir Jónasson ljósmyndari m.m. og Kolbrún Óskarsdóttir. Myndin er tekin á Bókasafni Vestmannaeyja. Það er sjaldgjæft að Sigurgeir vinur minn sé þarna megin við myndavélina, hann er oftar sá sem tekur myndina.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2008 | 22:40
Óskar í Betel, Vigdís forseti, eftirminnilegir Eyjamenn
1. mynd: Óskar Magnús Gíslason ( Óskar í Betel d. 28.02.1991). Við minnisvarðan á Stakkagerðistúninu en hann var heiðraður á Sjómannadaginn 1990 af Skipstjóra og stýrimannafélaginu Verðandi fyrir vel unnin störf. Í minningar grein sem Friðrik Ásmundsson skrifaði í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja segir:" Óskar var með allra stærstu og þreknustu mönnum, vel vaxinn og sterkur. Árum saman fór hann á góðviðrisdögum vestur á hamar, stakk sér í sjóinn og synti. Þetta kom sér vel, þegar hann var á sjónum hjá pabba sínum á Víkingi. Einu sinni í vondu veðri misstu þeir út mann, Óskar stakk sér þegar í sjóinn og varð sá gæfumaður að bjarga félaga sínum" .
Óskar er einn af þeim mönnum sem maður man vel eftir enda vel þekktur af öllu góðu í Vestmannaeyjum.
Mynd 2: Vigdís Finnbogadóttir þá forseti Íslands kom í heimsókn til Vestmannaeyja hér um árið, með henni á myndinni er Svanur Jónsson og Tómas Sigurðsson bifvélavirki. (Sæsi)
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 3.11.2008 kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.11.2008 | 16:42
Stakstæði og gömul hús Tangans í Vestmannaeyjum
Þessar gömlu myndir eru teknar á milli þar sem nú stendur Kiwanishúsið og Völundarhúsið sem er Rafveita Vestmannaeyja í dag. Þetta er sem sagt svæðið neðan við Strandveg. . Mörg af þessum húsum standa enn uppi og eru í notkun. Þessar myndir lánaði mér Ólafur Á Sigurðsson.
1. mynd: Horft í vestur, húsin sem standa til hægri á myndinni standa enn og eru í fullri notkun, mér er sagt Gísli Magnússon útgerðarmaður hafi byggt þau. Þá má sjá veiðarfærahúið sem Emil Andersen skipstjóri og útgerðarmaður á júlíu VE átti. Þar fyrir aftan má sjá fiskimjölsverksmiðuna. Stóra íbúðarhúsið sem stendur hæra megin á myndinni er líklega við Flatir og gæti verið Goðaland. Sunnar og nær eru Bræðsluskúrar þar sem má sjá lýsistunnur fyrir utan. Á miðju stakstæði eru brautarteinar og vagn sem notaður var til að keyra saltfiskinum út á stakstæðið og í stæður aftur.
2. mynd: Horft til austur, húsin sem þarna sjást eru t.f.v. Hraðfrististöð Vestmannaeyja, Tangahúsið þar var saltfisksvinnsla á jarðhæð en verbúðir uppi, Tanginn með flagg og Valhöll lengst til Hægri. Þarna má sjá margar konur við vinnu á stakstðæðinu, en þær unnu mikið við þá vinnu á þessum tíma.
Mynd 3. Horft til austurs svipað sjónarhorn og á mynd 2 nema myndin tekin aðeins fjær.
Mynd 4. Þarna er verið að byggja Tangahúsin upp þar sem Kaffi Kró er í dag, mér sýnist að einn af bátunum sem þarna sjást sé Skaftfellingur. Þarna er líka 3 mastra skúta. Einnig langar mig að benda á húsin sem eru þarna undir Löngu en þau hafa líklega verið notuð þegar verið var að byggja hafnargarðin út frá Löngu.
Mér þætti mjög vænt um það ef einhverjir sem koma hér inn á síðuna hafa upplýsingar sem mætti skrifa við þessar myndir, að setja þær hér í athugasemdir. Ég veit að margir sem eru fróðir um þessa gömlu góðu daga hafa verið að skoða þær gömlu myndir sem ég hef sett hér inn, en ekki gert athugasemdir þó þeir gætu frætt okkur meira um þessa tíma.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.10.2008 | 22:11
Jólaauglýsingar, frændur mínir í jólaskapi
Nú eru fyrstu Jóla aulýsingarnar farnar að koma í fjölmiðlum þar sem auglýst eru jólahlaðborð og fl, það er engin maður með mönnum nema fara á minnst eitt til tvö jólahlaðborð fyrir jólin.
Þessar myndir eru af frændum mínum í jólafötunum, fyrri myndina tók ég fyrir margt löngu. Þeir heita t.f.v. Gísli, Sigurður og Frosti Gíslasynir og seinni myndin er af Sigmari Gílasyni bróðir þeirra, þessir peyjar eru allir þekktir Eyjamenn.
kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 2.11.2008 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2008 | 21:04
En koma hér gamlar myndir frá Eyjum
Mynd 1. Saltfiskur útbreiddur bak við húsið Vík sem stendur við Bárugötu sem nú er göngugata í Vestmannaeyjum. Á myndinni má sjá húsin t.f h. Hól, Vegg, Bjarma, Strönd ég þekki ekki fleiri hús.
Mynd 2. Mér er sagt að þetta sé Bergur í Hjálmholti í tunnu útskipun, hinir mennirnir eru óþekktir .
Mynd 3. Hér er svo mynd af Pöllunum, bátum og innsiglingu í Vestmannaeyjahöfn með Ystaklett fyrir miðri mynd. Mynd 4. Skipað út tunnum, vinnubrögð sem ekki þættu góð í dag.
Myndirnar lánaði mér Ólafur Á Sigurðsson sem er gamall Eyjamaður og man þessa tíma, hann átti heima í Húsinu Vik á sínum tíma.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 22:45
Hljómsveitarstjóri og Lögga í búningum
Mynd 1. Stefán Sigurjónsson Skósmiður og Hljómsveitarstjóri í Lúðrasveit Véstmannaeyja með metalíur, myndin liklega tekin á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum.
Mynd 2. Freyr Friðriksson, en hann var um tíma í lögreglunni hér á Reykjavíkursvæðinu að mig minnir.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 22:55
Áraskip við Vík í Mýrdal og sjómaður í skinnbuxum
Áraskip Við Vík í Myrdal líkleg áttæringur, því miður veit ég ekki nafnið á þessu skipi, þarna eru margir menn um borð og ef grant er skoðað sýnist mér einnig vera þarna konur, en á þessum skipum vor stundum áhöfn 19 til 20 menn þegar handfæri var eina veiðarfærið. Kannski er þarna verið að ferja fólk í land frá stærra skipi.
Ef einhver þekkir skipið þætti mér vænt um að fá um það athugasemd.
Myndirnar lánaði mér Ólafur Á Sigurðsson
Mynd 2: Einar Hjaltason formaður með áraskip og sægarpur mikill í Vík í Myrdal ( fæddur 1852) er þarna í skinnbuxum og sjóskóm með kollubandið við uppskipun í Vík.
Einar Hjaltason var formaður með áraskipið Björgu sem hann átti sjálfur, hann var mikill aflamaður.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 2.11.2008 kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 16:34
Binni í Gröf og Kata
Þessi mynd er af Aflakónginum Benóný Friðrikssyni (Binna í Gröf ) og konu hans Katrínu Sigurðardóttir, en Binni var frægur aflamaður sem gerði garðinn frægan á Gullborgu VE 38 og Katrín var sómakona, er mér minnistæðar allar þær flottu svokölluðu kaðalpeysur sem hún prjónaði og gaf mörgum manninum, þar á meðal fék ég hjá henni peysu.
Ég var með Binna á Gullborgu VE og Elliðaey VE hann var fínn kall og góður skipstjóri og eftirminnilegur persónuleiki. Hann hafði ýmis orðatiltæki sem ég man vel eftir. Þegar stundum var tvísynt með veður og við spurðum hann hvort það yrði farið á sjó miðað við þessa veðurspá svarði Binni oft: "það er alveg á nippinu að það sé sjóveður,, þegar hann svaraði með þessu orðatiltæki vissum við strákarnir að það yrði örugglega farið á sjó.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2008 | 14:33
Ótrúleg della að reka Sigmund
Ég hef nú sagt upp áskrift af Morgunblaðinu. Ég er hundfúll að Sigmund sé hættur að teikna myndir í blaðið og skil ekki ritstjórn Mbl að láta þetta ótrúlega góða efni fara frá blaðinu. Það er staðreynd að manni hlakkaði alltaf til á morgnana að sjá mynd Sigmunds sem fékk mann ávalt til að byrja daginn með góðu brosi og stundum skellihlátri. Ef ég man rétt þá var gerð könnun hér fyrir nokkrum árum hvað lesendur blaðsins læsu mest eða skoðuðu af þeim málaflokkum sem í blaðinu var. Þar voru myndir Sigmunds í efsta sæti með yfir 90% lestur, Þetta hefur örugglega ekki breyst.
Sigmund er ekki bara skopteiknari á heimsmælikvarða eins og dæmin sanna, (en margar myndir hans hafa ratað í erlend stórblöð) heldur eru myndir hans með ólíkindum góðar fréttaskýringar sem allir menn skilja sem það vilja.
Þessi nýja ritstjórn mbl heldur kannski að það séu Staksteinar sem selja Mbl eða forustugreinar blaðsins , nei ég verð að viðurkenna að ég er löngu hættur að lesa þessháttar greinar í þessu blaði. Það sem ég á eftir að sakna frá Mbl er sú almenna umræða sem ennþá fær að fara fram í blaðinu, en mig grunar að þess verði ekki langt að bíða að þar verði einnig klippt á frjálsa umræðu. Ég er sannfærður um að þessi ritstjóri blaðsins hefur rekið Sigmund eingöngu vegna þess að hann er hræddur við myndirnar hans, þær koma jú við kaunin á mörgum, sem eiga kannski hlut í sameinuðum blöðum og auglýsa þar. Fyrverandi ritstjórar Mbl höfðu kjark sem kannski vantar nú hjá þeim mönnum sem ritstýra blaðinu á nýjum tímum.
Ég hef verið áskrifandi að blaðinu allar götur síðan 1971 en án mynda Sigmunds hef ég ekki áhuga á Morgunblaðinu.
Kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)