Færsluflokkur: Bloggar
22.10.2008 | 20:47
Stundum kemur skemmtilegur Tölvupóstur
Er þetta ekki staðreynd ?
Hugarvíl og harmur dvín,
er horfi ég á frúna.
Hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna.
höfundur ókunnur
kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2008 | 23:37
Sjómannadagur í Vestmannaeyjum 1973
Skemmtileg mynd frá eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973
Þessi mynd er tekin við minnisvarðan við Landakirkju á Sjómannadaginn gosárið 1973. Þetta er skemmtileg mynd sem sýnir Einar J. Gíslason minnast þeirra sem hafa druknað, eða hrapað í fjöllum við Vestmannaeyjar. Einar var fengin til að koma út í Eyjar þennan dag til að þessi þáttur Sjómannadagsins félli ekki niður þó önnur hátíðarhöld hafi verið haldin í Reykjavík, þessu man ég vel eftir. Á myndinni má líka sjá vörubíla og ámoksturstæki við vinnu við að hreinsa vikur sem dreifðist yfir Heimaey.
kær kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2008 | 22:47
Englendingar eru ekki okkkar vinaþjóð
Síðan hvenær hafa Englendingar verið vinaþjóð okkar?
Það eru jú nokkrir enskir togarasjómenn sem við höfum bjargað úr sjávarháska hér við íslandsstrendur, og víst hafa enskir togarasjómenn einnig bjargað íslenskum sjómönnum úr sjávarháska hér áður fyr þegar þeir voru við veiðar hér við land, sérstaklega þegar við vorum á smærri bátum. Þessir menn og fjölskyldur þeirra hafa svo sannarlega sýnt okkur vináttu sem við skulum muna, meta og gjalda í sömu mynt.
En að Englendingar almennt hafi gegnum tíðina sýnt okkur einhverja sérstaka vináttu er af og frá, þvert á móti hafa þeir sýnt okkur yfirgang og frekju t.d. í þorskastríðinu. Þeir eru en þá grútfúlir yfir því að skíttapa í því stríði, sem sannar það að þeir eru ekki vinaþjóð en þeir eru langræknir. Nú í okkar miklu erfiðleikum sýndu þeir enn og aftur að þeir hugsa eins og alltaf fyrst og fremst um sjálfum sig, alla vega hafa ráðamenn þeirra skaðað okkur meira en nokkur önnur þjóð. Við ættum því ekki að kalla Englendinga vinaþjóð, því það er hún alls ekki.
Á næstu mánuðum kemur í ljós hverjir eru traustir vinir okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2008 | 22:37
Njótum dagsins við eigum hann
Einn góður vinur minn frá Ísafirði sendi mér þetta í dag.
Njótum dagsins, við eigum hann
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
Höfundur óþekktur
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 22:00
Skemmtilegar myndir frá Kárahnjúkum
Fyrir nokkrum árum var ég ásamt Ingvari Engilbertsyni við vinnu við Kárahnjúka, vorum við þarna að vinna með Borróbor frá Siglingastofnun og var verk okkar að kanna jarðveg undir áætlaðar stíflur sem síðar voru gerðar þarna upp á hálendi. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri. Allt þetta landslag er nú komið undir vatn sem nú knýr Kárahnúkavirkjun sem framleiðir rafmagn fyrir Álverið á Reyðarfirði.
Mynd 1. Gljúfrin og Kárahnjúkar fyrir miðju. Mynd 2. Gljúfrin og Sandfell til vinstri aðeins bla toppur þess stendur uppúr vatninu
Mynd 3 og 4. Ingvar Engilbertsson og Sigmar Þór Sveinbjörnsson við Borroborinn.
Ingvar og Kárahnjúkar í baksýn
Kær kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 22:22
Vertu alltaf hress í huga, það er best
Gott að hafa þetta í huga þessa dagana.
Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga,
baggi margra þungur er.
Vertu sanngjarn, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.
Treystu því að þér á herðar,
þyngri byrði ei varpað er.
En þú hefur afl að bera,
orka blundar næg í þér.
Þerraðu kinnar þess er grætur,
þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Höfundur ókunnur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.10.2008 | 17:50
Blessuð sé minnig frjálshyggjunar
Það er ekki laust við að hugurinn dvelji einum of mikið við peninga þessa dagana.
Manni verður hugsað til þeirra manna sem vörðu þessa frjálshyggju og útrásarstefnu með kjafti og klóm, þeir vildu t.d. gleypa Íbúðalánasjóð og margt fl. sem vel hefur gengið hjá Ríkinu. Nú hefur því miður komið í ljós að þessir menn sem stjórnuðu bönkunum og svokallaðri útrás voru ekki eins klárir og þeir sjálfir og margir fleiri héldu. Einnig sést og heyrist litið í þeim sem vörðu frjálshyggjuna sem auðvitað er vel skiljanlegt.
Á náttborðinu mínu hefur lengi verið lítil bók sem heitir: Vel mælt tilvitnanir til íhugunar og dægradvalar, Sigurbjörn Einarsson tók saman. Þessa bók tek ég oft og les mér til skemmtunar og fróðleiks, því margt er hægt af henni að læra, þar segir t.d. um banka:
Banki er staður, þar sem menn lána þér regnhlíf, þegar veðrið er gott, og heimta hana aftur þegar fer að rigna. Róbert Frost.
Banki er staður, sem bíður að lána þér peninga, ef þú getur sannað að þú þurfir ekki á þeim að halda. Bob Hope.
Vonandi verðum við íslendingar fljótir að ná áttum í þessari kreppu og vonandi lærum við mikið af þeim STÓRU mistökum sem við gerðum, og við öll nú blæðum nú fyrir.
Kær kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 16:30
Það er fallegt á Þingvöllum þessa haustdaga
Um síðustu helgi var farið á þingvöll og upp að Gullfoss og Geysir, fórum við með fænku mína og mann hennar til að sýna þeim þessar perlur íslenskrar náttúru. Þessi frænka mín heitir Tatjana Grétarsdóttir og maður hennar heitir Joacim Paulsen. Þau búa í Osló í Noregi og stoppuðu hér á landi í eina viku.
Það er ekki laust við að maður sé montinn af því þegar maður sýnir fólki Þingvöll í haustlitunum, þó veður hafi verið misjafnt bæði sól og rigning með töluverðum vindi í bland, þá voru Þingvellir ótrúlega fallegir eins og þessar myndir bera með sér, enda urðu ferðalangar ánægðir með ferðina.
Myndirnar tala sýnu máli Kolbrún og Magnús Orri Óskarsson
Kolbrún, Joacim og Tatjana frænka Séð yfir hluta af Þingvallavatni og sumarbústaðabyggð.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 23:07
Ísland er landið þitt
Nú á þessum erfiðleika og óvissutímum kemur aftur og aftur upp í hugann þetta fallega ljóð eftir Magnús Þór, þetta ættum við að spila oftar á útvarpsrásum.
Hér eru tveir vitar staðsettir á okkar fallega lendi, spurningin er: Hvaða vitar eru þetta og hvar eru þeir staðsettir ? Svar óskast ?
Svar: Hópsnesviti og Hvalnesviti
Ísland er land þitt
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
Magnús Þór Sigmundsson / Margrét JónsdóttirKær kveðaja SÞS
Bloggar | Breytt 6.10.2008 kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.9.2008 | 21:38
Vitadrengirnir sjá um viðhald vitana

Á hverju sumri fer af stað hópur manna sem hefur það verkefni að halda við vitum landsins. Þessir menn hreinsa og mála vitana, gera við steypuskemmdir ef með þarf, læfæra brotið gler og fara yfir rafbúnað.
Þessi mannvirk sem bæði eru úr steinsteypu og einnig stálgrindur eru mörg hver komin til ára sinna og þurfa því töluvert viðhald. Þessi vinna er oft mjög erfið og unnin við erfiðar aðstæður fjarri mannabyggðum. Þeir menn sem eru í þessu eru hörkuduglegir og hafa unnið við þetta í mörg ár.
Alviðruviti málaður það væri ekki gott að vera lofthræddur við þessa vinnu
Bjarnareyjaviti nýmálaður og svo er það gamli Bjarnareyjarviti svona fara þeir ef þeir fá ekki viðhald.
Þessar fjórar myndir eru teknar þegar vitaflokkurinn var að mála Gettingsvitann
Myndirnar með þessu bloggi er fengnar hjá Ingvari Hreinsyni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)