Færsluflokkur: Bloggar

Jólin nálgast

Gísli og Óskar í Jólasveinab Litlir Jólasveinar

Gísli og Óskar Friðrik


Sigmund fékk ekki gálgafrest hjá Mogganum

2511Lengi von á einni frá Sigmund.

      Kveðja að handan frá Sigmund teiknara, þessi mynd er fyrir okkur sem höfum saknað hans sárt og mikið, en ekki til birtingar í MBL. Öll vonum við að SIGMUND komi aftur á kreik þó Mogginn vilji hann ekki.

kær kveðja SÞS 


Kæri samferðamaður hugsum um daginn í dag

Góðan dag kæri samferðarmaður,

gefðu þér tíma til að vera

 hamingjusamur,

Þú ert undur lífsins á þessari jörð.

Þú ert einstakur, sérstakur, óbætanlegur.

Veistu það?

Taktu þér góðan tíma til að vera

 hamingjusamur.

Tíminn er engin hraðbraut,

milli vöggu og grafar,

En staður til að fá sér sæti í

sólskininu.

Höfundur ókunnur


Flak af tréskipi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum

Flak af bát1 Flak af bát 2

Undirritaður við flakið af bátnum

Þetta flak kom upp með trolli einhverstaðar við suðurströndina, þessi bátur hefur verið hvítur með rauða rönd og grænn neðan sjólínu. Þegar svona lagað kemur upp með veiðarfærum er lítill áhugi að rannsaka hvaða skip eða bátur þetta getur verið. Þessu er bara hent á haugana og málið er dautt. Ef afur á móti kemur upp einhver hluti flugvéla er reynt að komast að því hvaða flugvél eða flugvélahluti það geti verið á ferðinni. Sjálfur hef ég fundið hlut úr flugvél og sent hann til flugslysanefndar, sem sendi mér  svar nokkrum mánuðum seinna með nákvæmum upplýsingum um úr hvaða vél þetta stykki var og hvar hún lenti í sjónum. ( Flugvélin hafði verið á Flugmóðurskipi hér suður í höfum)

 Einar Guðmundsson skipstjóri og vigtarmaðurFlak af bát 3

Sigurður Elíasson hafnavörður í Vestmannaeyjum ( ekki viss um hver beygir sig þarna niður) ásamt undirrituðum að skoða flakið. Seinasta myndin er af Einari Guðmundsyni skipstjóra og Vigtarmanni. Einar byrjaði á róa í Eyjum 1929 varð fyrst skipstjóri 1937 og gengdi því starfi til 1963 er hann fór í land og gerðist vigtarmaður í Fiskiðjuni þar sem hann vann þar til hann hætti störfum. Hann var oft kendur við Björg VE og kallaður Einar á Björginni. Myndin er tekin á Básaskersbryggju þar sem Einar var að skoða með okkur skipsflakið.

kær kveðja SÞS 


Elsku mamma og pappi

oskar í potti og gisli  Óskar Friðrik Sigmarsson og Gísli Gíslason

Elsku mamma og pabbi,

Ég er með svo litlar hendur,

Ég ætlaði ekki að hella niður mjólkinni.

Fæturnir eru svo stuttir,

farðu hægar svo ég geti fylgt þér eftir.

Ekki slá á hendurnar þegar ég snerti eitthvað fallegt,

ég skil það ekki.

Horfðu á mig þegar ég tala við þig,

þá veit ég að þú ert að hlusta.

Ég hef viðkvæmar tilfinningar,

Ekki vera alltaf að skamma mig,

Leyfðu mér að gera mistök án þess

að mér finnist ég vera vitlaus.

Ekki búast við að myndin sem ég teikna

eða rúmið sem ég bý um verði fullkomið,

elskaðu mig bara fyrir að reyna.

Mundu að ég er barn, ekki litil fullorðin vera.

Stundum skil ég ekki það sem þú segir.

Ég elska  þig svo mikið.

Elskaðu mig bara fyrir að vera ég,

ekki fyrir eitthvað sem ég get.

Höfundur ókunnur

 


Stýrimannaskóinn í Vestmannaeyjum 1971

Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjm 1971 Mynd: Óskar Björgvinsson

Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum árgangur 1971 II. stig

Fremri röð t.f.v: Björn Alfreðsson, Sigurpáll Einarsson, Þorsteinn Lúter Jónsson Kennari. Guðjón Ármann Eyjólfsson Skólameistari, Einar Haukur Eiríksson kennari, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Hjörleifur Alfreðsson. Aftari röð t.f.v : Ólafur Arnberg, Kristján Adólfsson, Gústaf  Sigurlásson, Sigurður Magnússon, Halldór Almarsson, Gísli Valur  Einarson, Gísli Kristjánsson, Óli Kristinn Sigurjónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Sveinn Ingi Pétursson, Bragi Fannbergsson, Eiríkur Þorleifsson, Jón Bondó Pálsson, Birgir Bernódusson.

 Þegar ég fór að skoða þessa mynd rifjast upp að Þrír af þessum 18 stýrimönnum hafa látist í sjóslysum, þ.e.a.s. Óli Kristinn Sigurjónsson ( Óli Tótu) d.1988. Björn Alfreðsson d. 1973. og Birgir Bernódusson frá Borgarhól d. 1979. Blessuð sé minnig þeirra.

Kær kveðja SÞS


Ótrúlegar myndir af mönnum sem sjá um viðhald vita

 

 Þessar myndir eru teknar af vitaflokk við Hrólfsker utarlega í Eyjafirði mennirnir á myndinni sjá um viðhald á vitum landsins og eru þarna ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni. Það er oft erfiðleikum bundið að taka land og ferja málingu og viðgerðarefni í land og svo er oft erfiðleikum bundið að komast aftur út í Varðskipið eftir erfiðan vinnudag.

Myndirnar tala sínu máli , það er ótrúlegt að aldrei skuli hafa orðið alvarleg óhöpp við þessar skuggalegu aðstæður sem þessir menn þurfa oft að vinna við.

Landtaka 1 Landtaka 2

Takið eftir manninum á skerinu og á seinni myndinni er hann kominn í kaf.

Landtaka 3 Landtaka 4

Sami maður komin upp úr brimskaflinum

 landtaka 6 landtaka 8

landtaka 10 Tuðra nálgast strönd

Tuðratekur land 1 Tuðra í brimgarðinum

Á þessum myndum er Tuðra að taka land en lendir í brimskafli þannig að hún hverfur                         í brotölduna.

Tuðra stopp Tuðra í brimi

En allt blessast þetta að lokum enda þaulvanir hraustir strákar í tuðruni.

Kær kveðja SÞS

 


Morgunmlaðið 1936

Gamall Moggi 

Góður vinur minn sendi mér þessa gömlu úrklippu, sem kannski gæti átt við í dag.

kær kveðja SÞS


Smá kallagrobb og laugardagsgrín

Jón afi var boðinn í mat hjá dóttir sinni og það var siginn fiskur sem kallinum þótti herramannsmatur, ekki voru barnabörnin á sama máli og kvörtuðu sáran yfir þessum mat            sem var á borðum. Kom að því að afi gamli fannst nóg um og sagði: Í dag fussið þið krakkar og kvartið yfir þessum fína mat, þið hefðuð átt að vera til í mínu ungdæmi þar sem fólkið drapst úr hor og þótti gott.Crying

kær kveðja SÞS


Þið getið lesið þetta óhindrað er það ekki ?

Ég þroi að vðeja að þið gteið lsieð þttea óhniradð.

Siagmr

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled.

kær kveðja SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband