Færsluflokkur: Bloggar
17.9.2009 | 22:37
Líkan að fyrirhugaðri stórskipahöfn við Eiðið
Séð inn að Eiði þar sem ný Stórskipahöfn er hugsuð og á seinni myndinni sést það svæði sem kæmi að hluta inn í höfnina.
Eitt af verkefnum Siglingastofnunar íslands er að gera hafnarlíkön af fyrirhuguðum höfnum eða af breytingum hafna. Nú er nýlokið við smíði á einu slíku, en það er af fyrirhugaðri stórskipahöfn norðan við Eiðið á Heimaey. Líkanið er smíðað í mælikvarðanum 1/ 100 og nær langleiðina að Faxaskeri að austan og nokkuð vestur fyrir Stóra Örn. Ef af verður er varnargarður sem þarna verður byggður engin smásmíði hann mun ná út á meira en 20 metra dýpi. Til gaman má geta þess að til að komast upp á yfirborð sjávar er garðurinn eins og 8 hæða hús en þá á eftir að byggja ofan á hann það sem stendur upp úr sjó, en hæðin á garðinum ræðst af þeirri öldu sem getur orðið mest á svæðinu. Öll líkön sem gerð hafa verið í Siglingastofnun hafa reynst mjög vel og hafa sparað mikla peninga þegar upp er staðið. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessum rannsóknum.
Myndin hér að neðan sýnir ströndina þar sem Stórskipahöfnin er verður og síðan er hér mynd af Stóra og Litla Örn
Þessar myndir tók ég þegar verið var að ljúka við líkanið, á þeim sést ströndin þar sem áætlað er að höfnin komi. Mismunandi litir á botninum er dýpið en mest er dýpið þar sem það er dekkst. Til að líkanið virki eðlilega þarf botninn að vera nákvæm eftirlíking af raunverulegum botni, þess vegna þarf smíði svona líkans að vera mjög vönduð og nákvæm. Línurnar sem fylgja hverjum lit eru dýptarlínur allt nákvæmlega mælt upp á millimetra.
Hér eru Eiðisdrangarnir reyndar á þurru og Stóri Örn séð vestan frá.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2009 | 20:14
Minning um mann. Árni Valdason
Árni Valdason var fæddur á Miðskála undir Eyjafjöllum þann 17.september 1905.
Sex ára gamall flutti hann til Eyja með foreldrum sínum, sem fluttust þangað búferlum.
Árni Var bráðþroska drengur og bar þá af flestum sínum jafnöldrum. En sitt er hvort gæfa eða gjörfuleiki, segir gamalt orðatiltæki, og svo reyndist Árna.
Ungur fór hann að vinna og afla heimili sínu. Um fermingaraldur var hann fastráðinn beitingarmaður á vetrarvertíðum og reyndist skyldurækinn og vandvirkur við það starf. Innan tvitugsaldurs byrjaði Árni sjómennsku á Eyjabátum og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti, svo að hann var á sínum manndómsárum eftirsóttur í bestu skipsrúm. Hann stundaði sjómennsku í um það bil 40 ár og þeir sem voru skipsfélagar hans , hrósuðu honum fyrir dugnað og sanna sjómennsku þegar á reyndi. Þeir unglingar sem voru á sjó með Árna báru til hans hlýjan hug, því þeim var hann notalegur og nærgætinn. Það sýndi best hans innri mann - góðan dreng.
Árni Valdason andaðist á Vífilstöðum þann 26 júli 1970.
Ég man mjög vel eftir Árna er hann átti heima í húsinu Sandgerði. Þetta minningar brot um Árna Valdason er að mestu byggt á minningargrein um hann úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1971.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2009 | 17:48
Horfin Hús í austurbænum
Hér er mynd af húsum sem fóru undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973.
Myndin er líklega tekinn nálægt því frá Skansinum þarna vinstra megin á myndini sést í Járnplötugrindverkið sem var kringum Sundlaugina.
Nú er verkefni austurbæinga að finna nöfnin á húsin.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2009 | 22:53
Gamall bíll á Bæjarbryggjunni
Hér er gamall Vörubill á Bæjarbryggju, og bátur liggur þarna við brygguna, ekki þekki ég bátinn.
Gaman væri ef einhver þekkir bílinn og veit hvaða tegund þetta er og Tryggvi Sigurðson þekkir örugglega bátinn.
Ég bíð spenntur að fá athugasemdir hvað varðar þessa mynd.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2009 | 21:56
Gamlar hópmyndir kröfuganga 1, maí
Hver er þarna að halda ræðu, Hér er mjög gamlar myndir af baráttufundum verkalíðs í Vestmannaeyjum. Myndirnar eru teknar við Brynjólfsbúð eða á torginu þar sem Höllinn og Íslandsbanki stendur nú og á Vestmannabraut við Vöruhúsið og Skuld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2009 | 20:08
Fallegt hús sem heitir Fagurlist
Húsið heitir Fagurlist og stóð við Urðaveginn. Vinstra meginn og bakvið sést í Hvol - Hærameginn sést í Gjábakka og Sætun. Stíghús, held ég að húsið heiti lengst til hægi. Þar bjó m.a. Jói í Stíghúsi. Jói tók mikið af myndum í gamla daga og eru þær oft sýndar á síðum um húsin sem fóru undir hraun -
Upplýsingar frá Kjartani Ásmundssyni og fl. Sjá athugasemdir.
Bloggar | Breytt 15.9.2009 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.9.2009 | 19:49
Austurbærinn fyrir eldgosið 1973
Samansett mynd af austurbænum fyrir eldgosið 1973.
Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur til vinsti á myndinni og Elliðaey til hægri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 16:10
Gamlar myndir frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal
Hér eru nokkrar gamlar myndir frá þjóðhátíð í Herjólfsdal, ekki veit ég um ártalið en Tryggvi Sigurðsson sendi mér þessar myndir og þakka ég honum kærlega fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2009 | 11:55
Strandvegur
Strandvegur. Húsin til hægri á myndinni eru hús Helga Ben líklega hefur Vosbúð verið þarna þegar myndin er tekin og síðan kemur Mjólkurbarinn, þá Húsið Sandur. Ólafsvellir kemur Geitháls og Fagurhóll.
Þarna er verið að byggja ofan á Mjólkurbarinn eða húsið sem hann var í.
Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd ef einhver þekkir nöfnin á húsunum
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 14.9.2009 kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2009 | 10:49
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 í skipamíðastöð Stálvíkur hf
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sk.nr. 1135 var smíðað í Stalvík hf. við Arnarvog í Garðarbæ árið 1970. Skipið var þá 105 brúttórúmlestir með 650 hestafla MVM vél. ( síðar var það stækkað) Skipið kom til Vestmannaeyja 20. febrúar 1971 eigandi skipsins var Ós hf. fjölskyldu fyrirtæki Óskars heitins Matthíassonar skipstjóra og útgerðarmanns. Þetta skip átti eftir að verða þekkt gæfu- og aflaskip undir öruggri stjórn Sigurjóns Óskarsonar skipstjóra og útgerðarmanns. Það er staðreynd að sumum skipum og skipsnöfnum fylgir gæfa og öðrum ekki þó að auðvitað ráði þar miklu að skip sé vel mannað, með vönum og traustum skipverjum og með skipstjórn fari duglegur og góður sjómaður. Sigurjón og áhöfn hans urðu aflakóngar á þessu skipi í Eyjum í 11 vetrarvertíðir, og einnig bjagaði Sigurjón og hans menn fjölda sjómanna sem lentu í sjóslysum.
Myndirnar voru tekknar þegar skipinu var gefið nafn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)