Færsluflokkur: Bloggar
12.9.2009 | 22:54
Dýpkunarskipið Vestmannaey
Grafskipið Vestmannaey kom til Vestmannaeyja 29. maí 1935.
Fyrsta skiphöfn voru: Runólfur Runólfsson Vélstjóri, Guðmundur Gunnarsson Vélstjóri, Helgi Guðlaugsson og Böðvar Jónsson.
Fyrsta verkefni var að dæla upp sandi innan við Básaskersbryggju og síðan úr innsiglingunni í krikan milli HEimakletts og Hörgeyrargarðs.
Gaman væri að vita hve mörg þúsund tonnum þetta dypkunarskip hefur dælt upp úr Vestmannaeyja höfn.
Skipinu var fargað, það er ótrúlegt hvað menn geta verið skammsýnir aðhafa ekki varðveitt þetta skip.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2009 | 00:42
Dypkunarskipið Grettir
Dýpkunarskipið Grettir þá í eigu Vitamálastofnunar dýpkar innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn. bátarnir sem eru á myndini eru Jötunn VE273 og Helgi VE333. Myndin er liklega tekin fyrir árið 1950 Tryggvi Siurðsson vinur minn benti mér á að Hegi VE 33 er þarna á myndinni og hann fórst 1950.
Árið 1954 var hafist handa um stórfelda dýpkun hafnarinnar. Var innsigling breikkuð alveg milli hafnargarðana, eins og aðstaða var frekast til, og dýpkuð þannig, að stærsta skip íslenska verslunarflotans ,, Tröllafoss" sigldi í fyrsta sinn inn í höfnina í Eyjum er þeirri framkvæmd var lokið, og lagðist hann að bryggju í Friðarhöfn, enda hafði þá höfnin verið dýpkuð alla leið frá ytri hafnargarðinum og þangað inneftir, í beina línu frá norðurhafnargarðinum. Voru þar að verki dýpkunarskipi ,,Vestmannaey" og Grettir sem sést hér á þessari mynd.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 13.9.2009 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2009 | 15:05
Skólavegur 2
Í þessu húsi er Lífeyrisjóður Vestmannaeyja. Í gamla daga var Flugfélag Íslands með aðstóðu í þessu húsi. Kalli í Alföt var þarna með fataverslun.
Þótt ég sé nokkuð gamall þá man ég ekki eftir verslun HB þarna.
Aftur á móti man ég eftir þessum bíl eða svipuðum bíl sem Helgi Ben átti og Kolbeinn eða Kolli á Hólmi keyrði á sínum tíma.
Kannski muna Lautarpeyjar eins og vinur minn Helgi Lása eftir því þegar billin rann af stað og valt ofan í Laut, heppni var að engin peyji varð fyrir bílnum þegar hann kom veltandi niður brekkuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.9.2009 | 23:59
Fólk bíður fyrir utan Bjarma
Hér er enn ein mynd þar sem fólk bíður fyrir utan verslunina Bjarma, kannski þekkir einhver þetta fólk sem þarna er statt á Miðstræti í Eyjum. þetta er auðsjáanlega mjög gömul mynd takið eftir barnavagninum.
Bloggar | Breytt 13.9.2009 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2009 | 21:20
Vélbáturinn Helgi VE 333
Þetta er vélbáturinn Helgi VE 333.
Hélgi VE fórst 7. janúar 1950 er hann rak vélarvana upp í Faxasker í aftakaveðri, Hann var að koma frá Reykjavík, allir sem um borð voru fórust.
Mér finst það skilt að nefna mennina sem töpuðu lífinu þarna í Helgaslysinu.
Hallgrímur Júlíusson skipstjóri 43 ára
Gísli Jónasson stýrimaður Siglufirði 32 ára
Jón Valdimarsson 1 vélstjóri 34 ára
Gústaf Adólf Runólfsson 2 vélstjóri 27 ára
Hálfdán Brynjólfsson matsveinn 23 ára
Sigurður Ágúst Gíslason 26 ára
Óskar Magnússon 22 ára
farþegar voru
Arnþór Jóhannson Skipstjóri Siglufirði 43 ára
Séra Halldór Einar Johnson 64 ára
Þórður Bernharðsson frá Ólafsfirði 16 ára
Gísli og Óskar komust lifandi upp í Faxasker en króknuðu á skerinu það var svo brálað veðrið að menn komust ekki að til björgunar og sömu nótt brann Hraðfrystistöðin til kaldra kola . þetta var mikil blóðtaka fyrir lítið samfélag eins og Vestmannaeyjar eru.
Bloggar | Breytt 8.9.2009 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.9.2009 | 23:34
Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn
Vel gengur að styrkja varnargarðana við Bakkafjöru og skilst mér að framkvæmdir sé á áætlun. þarna má sjá að farið er að raða grjótinu í utanverðum garðinum, hann á svo eftir að hækka töluvert.
Á myndinni sést það sem er verið að græða upp, og á seinni mynd sést endi garðsins og hreyfill flugvélar Flugféags Vestmannaeyja.
Myndirnar sendi mér vinur minn Arnór Páll Valdimarsson hjá Flugfélagi Vestmannaeyja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2009 | 23:21
Vestmannaeyjahöfn kringum 1950
En myndir eru frá vini mínum Tryggva Sigurðs.
Austurhluti af Friðarhafnarbryggju sem var að mestu trébryggja á þessum tíma.
Heiðar Kristinsson sendir mér athugasemd hér við þessa færslu þar segir hann eftirfarandi: Á myndunum hér að ofan giska ég á að flutningaskipið sé Lagarfoss sem var seldur í niðurrif 1949 og er ekki togarinn annar af Vestmannaeyjatogurunum.
Og Tryggvi Sigurðsson segir að togarinn sé Bjarnarey VE 11
Fjöldi báta í höfn í Eyjum líklega landlega. Þarna má telja milli 50 og 60 báta. Skemmtileg mynd.
Bloggar | Breytt 7.9.2009 kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2009 | 20:05
Brimið gengur yfir hafnargarð/ Leó og Muggur
Myndin er af norður hafnargarðinum í Eyjum áður en hann var styttur. Þó virðist gott veður að sjá þá gengur brimið yfir allan hafnargarðinn, sem bendir til að mikil alda sé fyrir utan. Einnig virðist vera háflóð þegar myndin er tekin.
Leó VE 400 á miðri höfn ásamt mb. Mugg VE 322.
Hér áður fyr voru bátar oft settir á ból til að mála þá, líklega er verið að mála þessa báta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2009 | 14:44
Helgi Helgason VE 343
Helgi Ben stórútgerðarmaður lét smíða þetta skip og á myndinni er hann í smíðum eins og sagt er.
Helgi Hegason VE 343 var teiknaður af Brynjólfi Einarsyni skipasmið m.m. og sá hann sjálfur um smíði hans á árunum 1943 til 1947. Hann var 189 tonn eins og Tryggvi segir hér að ofan, ekki hefur verið smíðaður stærri tébátur á íslandi hvorki fyrr en síðar.
Hann endaði í þurrafúa og var sagaður sundur á Akureyri 1965 eða 1966 og brendur.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2009 | 22:35
Bjarmi verslun Helga Ben
Þetta er Bjarmi Verslun Helga Ben við Miðstræti í Vestmannaeyjum. Gaman væri að vita hvað þarna er um að vera þar sem mikill fjöldi manna er þarna fyrir utan verslunina.
Kannski veit einhver sem les þetta blogg hvað þarna stendur til, alla vega virðist fólkið vera að bíða þarna eftir einhverju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hér kemur fróðleikur frá vini mínum Tryggva Sigurðssini
Helgi VE333 var sá bátur sem átti hvað flestar ferðir milli Islands og Englands á stríðsárunum síðari og þegar upp var staðið hafði hann siglt yfir 200 ferðir án óhappa það er því kaldhæðni örlagana að hann skyldi farast rétt við bæjardyrnar inn til Vestmannaeyja.
Þegar hann hljóp af stokkunum nýr hér í eyjum árið 1939 þá var hann stærðsta skip sem smíðað hafði verið á Islandi og mældist hann 120 tonn.
Hér kemur fróðleikur frá Sigþór Ingvarssyni:
Heill og sæll ,eg hef hug á að segja frá aðdraganda fyrstu ferðar móðir minnar til Eyja. Hún var að flytjast búferlum Til Vestmannaeyja í janúar 1950 , búslóð hennar var komin um borð í Helga VE 333 í Reykjavík , Áætluð brottför að kvöldi 6 jan. Síðdegis þann dag hefur afi ( Sigurjón Ingvarsson skógum) samband við pabba til Reykjavíkur og telur óráðlegt fyrir foreldra mína að taka sér far með Helga vegna veðurútlits, móðir mín ófrísk og óvön sjóferðum, taldi hann ráðlegt að bíða skipaferðar nokkrum dögum seinna sem gert var . Menn vita hvernig fór um sjóferð þá, móðir mín stóð eftir allslaus sem er reyndar smámál miðað við mannskaðann. Kveðja Sigþór.Takk fyrir þetta Sigþór