Færsluflokkur: Bloggar

Spariklæddir á Bryggunni

Spariklæddir á bryggjuni

 

Þarna er fólk spariklætt á bryggunni, kannski er þetta nýr bátur að koma til Eyja.


Loftpúðaskipið SRN 6 kom sumarið 1967

Loftpúðaskip Tryggvi

Þetta er loftpúðaskipið SRN 6.

Skipið kom hingað til Eyja til tilraunasiglinga í ágúst 1967. Fór skipið fjölmargar ferðir með farþega  bæði upp á sand eða í Bakkafjöru og einnig kringum Eyjar. Því miður urðu á því bilanir sem fækkuðu þeim d´ögum sem það átti að vera hér á landi.

Undirritaður var svo heppinn að fá far með svifskipinu  eina ferð upp í sand og er sú ferð mér mjög minnistæð.

Kær kveðja SÞS


Gamla leiðin út á Skans

Leiðin út á Skans TryggviHér sést sú leið sem farið var út á Skans í  þá gömlu góðu daga.

Húsið næst á myndinni var nefnt Kornloftið eða Kornhúsið það var elsta hús í Eyjum byggt af dönskum kaupmönnum 1830 en fór undir hraun 1973. Húsið þar fyrir aftan hét held ég Garðurinn.


Kröfuganga og útifundir II

Útifundur Tryggvi

krofuganga 1 mai

 

 Hér koma tvær myndir af kröfugöngu og útifund í Eyjum. Ekki veit ég tilefnið en þarna eru líklega rauðum flöggum flaggað. 


Gömul mynd af húsum í Vestmannaeyjum

Húsamyndir gömul mynd

 

Þekkir einhver húsin á myndinni?

Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd.


Horft að olíuportinu og inn í Friðarhöfn

Horft að ólíuportinu 1

 Gamlir eyjamenn kannast örugglega við þetta sjónarhorn. Myndin er tekinn frá stað þar sem vörubílarnir voru smúlaðir og  þvegnir eftir löndun eða önnur verkefni.  Slorið og drullan fóru bara í höfnina, þannig að það var nóg að éta fyrir sjófuglana eins og sést á myndinni ("Lengi tekur sjórinn við" var vinsælt orðatiltæki á þessum tíma Blush.)

Á myndinni sést það sem kallað var olíuportið,  Vinnslustöðin og var húið sem er nær  ekki kallað Krókur ?  Báturinn lengst til hæri er að mig minnir  Emma ve.

Þetta svæði var fyllt upp og þar er nú planið fyrir aftan Herjólf og Herjólfsafgreiðslan.

kær kveðja


Þessir mættu í Kolaportið í morgun

IMG_3624IMG_3626

Vestmannaeyingar á höfuðborgarsvæðinu hafa haft þann skemmtilega sið að mæta í Kolaportið kl. 11 á laugardagsmorgnum, mæting er misjöfn en margir eyjamenn eru mjög duglegir að mæta þarna. Þetta er virkilega skemmtilegar samkomur  þar sem rætt er um menn og málefni sem hæðst er á baugi hverju sinni og þá oftast eru þau mál tengd Vestmannaeyjum. Í morgun var aðalega rætt um Bakkafjöru, Herjólf, Baldur og samgöngur við Eyjar. Sitt sýndist hverjum og eru menn sjaldnast sammála sem gerir þessar Kolaportsferðir skemmtilegar. Í morgun tók ég þessar myndir af þeim sem mættu þennann laugardaginn, fundi var slitið kl.1200.

kær kveðja


Eilífðin hans Gísla Johnsen

Horft vestur frá Bæjarbryggju Eylífðin Gísli J Johnsen segir svo frá í samtalsbók ( Fólkið í landinu I.): ,, Árið 1924 byggði ég í Vestmannaeyjum fyrstu stóru fiskvinnslustöðina á landinu. Áður vann fólk þar að fiskaðgerð og þvotti undir berum himni, en í þessari nýju fór það allt fram innanhús. Sett var upp matstofa fyrir verkafólk, salerni og þvottaskálar með rennandi vatni, en það var nýmæli á vinnustöðum. Húsið var um 100 álnir og var það því kallað í spaugi "Eilífðin".

Um Eilífðina sagði Þorsteinn í Laufási í Aldarhvörfum : " Þar sem menn voru almennt óvanir stórum húsum til aðgerðar á þessum árum þótti Eilífðin svo stórt hús , að aldrei yrði þörf á öllu því húsrými. En strax á næstu árum varð sá landsburður af fiski að húsið reyndist og lítið. Loksins hverfur svo þetta hús inn í Hraðfrystistöðina miklu, sem Einar Sigurðsson byrjaði að reisa og reka um 1940.

Eilífðin er fyrir miðri mynd, ofangreindur texti er úr grein sem vinur minn Haraldur Guðnason skrifaði um Eilífðina í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994.                


Katrín VE 47

Katrín VE Lenging 1Katrín VE yfirbyggð Triggvi

Katrín VE Tryggvi

 

Kartín VE 47 í breytingum í Skipalytu Vestmannaeyja.


Friðarhafnarbryggja þegar hún var trébryggja

Friðarhöfn Gjafar VE og Haraldur VE

   Myndin er tekin í Friðarhöfn þegar bryggan var trébryggja, þarna má sjá bátana Harald og Gjafar VE 300. Ekki veit ég hvers vegna þetta fólk er þarna á bryggjuni.

Hægt var í gamla daga að labba undir alla Friðarhafnarbrygguna og vorum við peyjarnir oft að veiða þarna undir, það sem var kannski píulítið neikvætt við að vera þarna við veiðar var að mikill grútur var þarna undir og af honum var ógeðsleg fýla sem fór í fötin. Það var ekki eins vel tekið á móti manni og vanalega  þegar maður kom heim í orðsins fyllstu merkingu Grútskítugur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband