Færsluflokkur: Bloggar

Kór syngur á þjóðhátíð

Tryggvi 2

 

 Þjóðhátíðarstemming

 Gömul mynd frá þjóðhátíð Vestmannaeyja þar sem blandaður kór er að syngja. Liklega er þetta kirkjukór Landakirkju.

Takið eftir flottum skreytingum í kringum sviðið. Ef ég met rétt er Þetta  nokkuð gömul mynd

 Kær kveðja SÞS


Gamli Herjólfur

Herjólfur Glæsilegur

 

Gamli Hejólfur, myndina tók vinur minn Tryggvi Sigurðsson

Mér hefur alltaf þótt vænt um þetta skip, sem að mínum dómi var gott sjóskip.                           Þó held ég að margir farþegar hafi  stundum átt erfiðan tíma þarna um borð, sérstaklega á veturna þegar veður eru sem verst og sjóveiki þá mikil. En Herjólfur skilaði samt alltaf sínum farþegum og áhöfn heilum í höfn.

Kær kveðja SÞS


Sórhöfði í Vestmannaeyjum

Stórhöfðinn

 

Myndin er af Stórhöfða í sumarbúning, en það er ekki alltaf blíða á Stórhöfða.  

Vinur minn  Heiðar Kristinsson á Ísafirði sendi mér þetta ljóð um Stórhöfða, hann límdi það inn í gamla góða bók sem hann gaf mér.  Verkleg sjóvinna I og II

 

 

 

                                                   Á stórhöfða.

Í kvöldsins friði á höfðanum háa

ég hrifin stóð;

Við hamarsins rætur ég heyrði duna

hafsins blóð.

Ölduniður að eyrum mínum

þess æðarslög

bergmála lætur - í sál mína seitla

seiðandi lög.

 

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

seiðandi hreim

ævintýri frá öðrum löndum

um ókunnan heim;

Kóraleyjum og kristalströndum

með kynjablæ

geislandi sólar, er glitrar og speglast

í gimsteinasæ.

 

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

í sál mína inn

um dánar vonir, sem faldur þess felur

við faðminn sinn,

síðustu kveðjur sem sendar eru

sorgbitnum vin,

er einmanna á ströndinni hljóður hlustar

á hafsins dyn.

 

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

sama lag

og dunar innst í djúpi míns hjarta

í duldum brag:

Sælu blandaða þögulli þjáning,

er þráir frið,

líkt og aldan , sem byltist og brotnar

bjargið við.                  

 

                                     Höfundur Bjarni Eyjólfsson  

 


Líkan af höfn fyrir utan Eiðið á Heimaey

Eiðið loftmynd

 Líkan af höfn fyrir utan Eiðið. Nokkrar upplýsingar um líkön  sem byggð eru í Siglingastofnun

 

Myndin hér til hliðar er af Heimaey séð úr lofti, þar sést vél Eiðið utan við höfnina þar sem fyrirhugað er að gera höfn.


Í einu af húsum Siglingastofnunar Íslands að Vesturvör 2 í Kópavogi hefur verið gert líkan af fyrirhugaðri höfn norðan við Eiðið á Heimaey. Líkanið er nokkuð stórt og er byggt í mælikvarðanum 1 : 100 á gólffleti sem er 800 fermetrar. Það var byggt upp í sumar og er nú tilbúið eins og áður hefur komið fram hér á blogginu mínu. Á myndunum hér að neðan má sjá eina af tillögum um sjóvarnargarð ásamt bryggju fyrir stór skip.

 

Eiðið og bryggja 1Eiðið og Bryggja 4

 

Markmiðið með þessum  líkantilraununum er að athuga hvort hagkvæmt er að gera höfn fyrir utan Eiðið og þá  hvernig best væri að koma fyrir varnargörðum bryggjum og öðrum mannvirkjum sem fylgja slíkri höfn.  Þetta er gert með því að mæla öldu og sog í fyrirhugaðri  höfn og einnig eru mældar skipahreifingar inni í höfninni með mismunandi varnargörðum og öldum.

Lýsing á líkani
Líkanið samanstendur af tölvu sem tengt er tveimur ölduvélum  sem framkvæma eða gera öldur í líkaninu eftir því hvernig talvan er stillt, flestar af öldunum  eru nákvæm eftirlíking af öldum frá nokkrum völdum stöðum í sjálfri náttúrunni t.d. eru til nákvæmar öldurmælingar frá Grindavík, Keilisnesi, Surtsey og fleiri stöðum , en einnig eru notaðar svokallaðar tölvuöldur við þessar prófanir.
Við þessar rannsóknir eru keyrð m.a. svonefnd viðmiðunarveður sem eru skilgreind á eftirfarandi hátt: 98% veður er veður sem hægt er að búast við samfellt í eina viku á ári, og eru skilgreind sem löndunarmörk þ.e.a.s. ef veður fer yfir þau mörk er ekki talið hægt með góðu móti að landa úr skipum.

Ársveður er veður sem kemur að jafnaði einu sinni á ári og er skilgreint sem viðlegumörk, þá þarf vakt eða sérstaka gæslu á skipinu þegar það er bundið við bryggju.

100 ára veður er veður sem kemur einu sinni á hundrað ára fresti. Það veður er notað til að búa til svonefnda hönnunaröldu sem er alda sem mannvirkin þurfa að þola við mikið álag.

 

Eiðið og bryggja 3

 

Tölvan er tengd  prentara, mæliboxi og ýmsum mælum svo sem öldumælum ( þeir sjást á myndinni og eru gulir á litin )  sem mæla nákvæmlega ölduhæð í líkaninu. Hreyfimælum sem mæla hreyfingar skipslíkans við bryggju svo sem veltu, lyftu, dýfu, svans, slátt og drátt. Kraftmælum sem mæla kraftinn sem tekur í landfestar við bryggju svo sem fram og afturband og fram og aftur spring.

Tölvan geymir allar þessar upplýsingar og ef menn vilja, er hægt að prenta út niðurstöður þeirra mælinga sem verið er að gera hverju sinni.

Þá er í líkaninu vatnshæðarmælistika sem mælir yfirborð vatnsins upp á millimetra en það er mikilvægt að vatnshæð sé nákvæm og alltaf eins milli mælinga, þegar verið er að gera viðmiðunarmælingar.

Allar öldu og skipahreyfingar í líkaninu eru 10 sinnum hraðari en í sjálfri náttúrunni.

 Mælingar eru gerðar bæði sem svarar flóði og fjöru og stundum flóðhæðir þar á milli, þó er oftar gerðar mælingar miðað við stórstraums flóð, því þá er mest álag á hafnarmannvirkinn og skipin.  Eiðið og bryggja 2

Mörg skipslíkön eru til og notuð í líkaninu og eru þau flest smíðuð í sömu hlutföllum og líkanið sjálft. Þau eru bæði fjarstýrð með vél og vélarlaus. Þau vélarlausu eru notuð til að prófa hreyfingar skipa við bryggjukanta og þau sem eru með vélum eru notuð til að prófa inn og útsiglingu úr höfnunum, eða hvort það er gott eða slæmt  að leggjast að nýjum viðleguköntum, slíkar prófanir eru mjög marktækar eins og reyndar allt sem viðvíkur þessum líkantilraunum.

Líkantilraunir þessar sparað hundruð  miljóna.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


 

 


Reiptog og Stakkó

Tryggvi 1Horft yfir Stakkagerðistún í Vestur

 

Mynd 1. Reiptog var vinsælt sýningaratriði á Sjómannadaginn í þá gömlu góðu daga, hér má sjá menn takast á og mikill fjöldi manna að horfa. Því miður þekki ég ekki þessa menn en ef einhver getur hjálpað mér að finna út nöfn þeirra þætti mér vænt um að menn settu nöfnin í athugasemdir.

Seinni myndin er af Stakkagerðistúninu fyrir margt löngu og er þá litið sem ekkert búið að hreyfa við því. Ef grant er skoðað má sjá þarna beljur á beit.  Myndin er tekin austast og horft er í vestur, ekki veit ég hvað þessar myndir eru gamlar.

Sigþór Ingvarsson skrifaði eftirfarandi í athugasemdir:

Heill og sæll, áhugaverðar myndir. Á neðri myndinni má þekkja nokkur hús svo sem Ármót ,Hrísnes, Ásnes , Hlíðarenda, Betel , Breiðholt, Hlíð, Reykji, Grundarbrekku, Búðarfell og eflaust fleiri hús. Ég held að myndin sé tekin á hólnum er Stakkagerði á, þ.e. þar sem Tröllkona Ásmundar stendur . Kveðja Sigþór.

kær kveðja SÞS


Minnig um mann. Friðfinnur Finnsson

Finnur 1

Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum F. 22.12.1901. D. 6.9.1989

Friðfinnur eða Finnur í Eyjabúð eins og hann var oft kallaður fæddist 22. desember1901 á Stóru Borg undir Eyjafjöllum og ólst þar upp til 5 ára aldurs en flutti þá til Vestmannaeyja. Foreldrarar hans voru hjónin Ólöf Þórðardóttir, ættuð úr V. Skaftafellssýslu og Finnur Sigurfinnsson úr Landeyjum. Finnur faðir hans fórst í hinu mikla sjóslysi við Klettsnefið 16. maí 1901 þegar Eyjafjallaskipið Björgúlfur fórst og  27 menn fórust, en aðeins einn bjargaðist. Eftir þetta sjóslys bjó móðir hans nokkur ár upp á landi en fluttist síðan til Vestmannaeyja.

Ungur maður stundaði  Friðfinnur ýmis störf , hann var sjómaður um nokkra ára skeið aðalega vélstjóri. Hann var einn af þeim sem byggði Þrídrangavitann. Hann var lundaveiðimaður góður.  Friðfinnur  hóf að kafa 1927 og starfaði sem kafari hjá Vestmannaeyjahöfn og víðar á landinu um 25 ára skeið, í því starfi stóð hann sig framúrskarandi vel, hann var kjörinn heiðursfélagi hjá Kafarafélagi Íslands 1958.

Í fróðlegri viðtalsgrein við Friðfinn í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1964 segir hann frá vinnu sinni sem kafari og lífinu neðansjávar, en sjaldgæft er að fá þannig lýsingar af lifnaðarháttum sjávardýra en þar segir Friðfinnur: ,,Þarna sá ég daglega smáufsa , stútung og alltaf  meira og minna kola, bæði þykkvalúru, skarkola og sandkola. Einnig voru þar sprettfiskar, krabbar og stórir kuðungar. Krabbarnir fara hægt um botninn á sínum krabbagangi, og kuðungarnir líða þar afram. En kúðunga krabbinn er oft snar í snúningum. Stundum er hann fljótur að bregða sér úr kuðungnum og í hann aftur. Oft sá ég líka steinbít þarna á ferð og koma inn í höfnina. Þá kom allt í einu mikil hreyfing á kuðungana og krabbana. Þeir hræddust steinbítinn auðsjáanlega og flýttu sér sem mest þeir máttu. Sæi kuðungakrabbinn hættuna yfirvofandi, sá ég það oft mér til undrunar, að hann yfirgaf kuðunginn og skreið niður á milli steina, meðan steinbíturinn fór hjá. Síðan smeygði hann aftur halanum á sér inn í kuðunginn og rölti af stað, eins og ekkert væri. Mér er það mikil ráðgáta hvernig kuðungasniglarnir og krabbarnir skynjuðu nálægð steinbítsins, sem étur þá af græðgi , svo sem kunnugt er. Mér datt í hug hvort hér gæti verið um straumskynjanir að ræða í sjónum. Tvívegis sá ég seli af meðalstærð . þeir virtust skoða mig í krók og kring og hurfu síðan burt. Einu sinni eða tvisvar sá ég humar. Hann þótti mér einna einkennilegastur í tilburðum og háttarlagi. Fyndist honum eitthvað grunsamlegt, sem hætta gæti stafað af, sló hann halanum undir kviðinn og þaut aftur á bak, og hvarf hann þá með öllu. Kom svo aftur á ,,sundi" eða eins og hann fálmaði sig áfram með örmunum. Væri hann kyrr við botninn, hélt hann sig upp við stein og snéri halanum að steininum en hélt griptöngunum fyrir sér eins og hann væri viðbúinn árás. Þetta benti til þess að hann vildi ógjarnan koma sér í opna skjöldu eða aftan að sér og ef til vill bíta af sér halann". Í þessu viðtali lýsir Friðfinnur líka gróðrinum sem  var utan í Hörgeyrinni og segir: "Þarna eru hæðstu þaraþönglarnir  full mannhæð. Það er ógleymanleg sjón í björtu veðri að skyggnast um í þessu undra ríki. Allt er þarna þakið marglitum sjávargróðri sem glitra og sindra í öllum regnbogans  litum.  Ég held að þetta sé fegursta blómaskrúð sem ég hef augum litið ".

Finnur var einlægur trúmaður og vann mikið starf á sviði trúmála, og var í sóknarnefnd Landakirkju í 25 ár. Hann hafði frumkvæði að því að reist var hið sögufræga hlið á kirkjugarðinn sem frægt varð í gosinu 1973 fyrir þær áletranir sem á því stóð.

Eyjabúðin

Finnur rak verslunina Eyjabúð í um 14 ár þar sem seldar voru allar útgerðarvörur, byggingavörur, skór, stigvél, fatnaður, öl og sælgæti, skrúfur og boltar,  flugeldar, blys og púðurkellingar. Vöruúrvalið í Eyjabúð var ótrúlega mikið, þetta er það sem mér dettur í hug í fljótu bragði. Friðfinnur  er mér eftirminnilegur maður sérstaklega er hann rak Eyjabúð og vann þar innanbúðar sjálfur, þar var gott  og gaman að versla og alveg sérstök stemming og sérstök lykt var inni í búðinni. Hann var einnig oft með skemmtileg tilsvör sem urðu fleyg um bæinn eins og: " þeir segja það í Ellingsen" eða ,, þeir segja það fyrir sunnan, ég veit ekki meir". Alla mína tíð var ég í reiknig í Eyjabúð eins og margir sjómenn í Eyjum.

 Eftir að Finnur hætti með Eyjabúðina tók Finnbogi sonur hans við og Friðfinnur sonur Finnboga rak svo Eyjabúð þar til henni var lokað.

 Finnur endaði starfsævi sína sem framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja en því starfi gegndi hann í 7 ár þá orðin sjötugur.

Hann flutti til Reykjavíkur árið 1973 en var nýfluttur aftur til Vestmannaeyja er hann lést 6. september 1989. Hann var kvæntur Ástu Sigurðardóttir , frá Nýja- Kastala á Stokkseyri en þau kvæntust 16. október 1926 þau eignuðust tvo syni Jóhann og Finnboga.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

 

 


Hafnarbáturinn Léttir hlaðin fólki

Léttir fullhlaðinn fólki

 

Hér er Hafnarbáturinn Léttir hlaðinn fólki.

 Þarna er hvert rými nýtt og ekki einu sinni útsýni úr stýrishúsi, engin maður eða kona með björgunarbelti og örugglega engin að hugsa um slíkt á þessum tíma.

Líkilega hefði þetta verið kært ef svona lagað gerðist í dag, alla vega eru menn meira meðvitaðir um öryggi sitt en var á þessum tíma.

 

 Vel hlaðin fólki

Gaman væri ef einhver vissi á hvaða ferðalagi þetta fólk væri, eða hvort einhver þekkti þetta fólk.

 

 

 

 

 

 

 


Stelpur róa árabát

Stelpur á árabát

 

Hér er gömul mynd af stelpum að róa árabát á Vestmannaeyjahöfn.

Því miður þekki ég ekki nöfnin á þessum stelpum, en gaman væri ef einhver kannaðist við þær.


Í Valadal og Laufskálarétt um helgina

IMG_3731

Húsið heitir Valadalur eftir samnefnum dal  þar sem það er byggt.

Um helgina áttum við hjónin frábæra helgi norður í landi  með góðu og skemmtilegu fólki.

Töluverður snjór var kominn þarna seinni daginn, sem gaf góða möguleika á að búa til snjóhús og snjókalla og kellingar.

 

 

 

 

IMG_3649IMG_3651

Setið að snæðoingi t.f.v; Gestgjafar okkar Kristján og Kristín, þá kemur Hekla, Jóna Birna og Sveinn. Mynd 2; Kolbrún, Guðrún, Kolbrún, Kristján, Kristín, Hekla og Jóna Birna.

IMG_3661IMG_3664

Góð aðstaða var fyrir íþróttaáhugafólið eins og okkur Smile t.f.v; Sveinn, Kristján, Sigmar Þór, og heimasæturnar  Kolbrún og Hekla.

IMG_3667IMG_3674

Að sjálfsögðu var farið í Laufskálarétt þar sem  hundruðir hesta og manna voru saman komin, aldrei hef ég séð annan eins fjölda af hestum og hestamönnum. Það var skemmtilegt að vera þarna innan um þetta fólk og fylgjast með því reka hrossastóðið af fjallinu.

IMG_3666IMG_3685

Þeir voru margir flottir hestakallarnir.  Mikill fjöldi manna kom á staðinn til að fylgjast með þótt veður hafi verið frekar leiðinlegt. Þó þetta sé ekki líkt neinni samkomu sem ég hef tekið þátt í kom mér aftur og aftur í hug Þjóðhátíðin í Eyjum, kannski var það lyktin sem gaus þarna upp öðru hvoru sem minnti mig á Þjóðhátíðina Grin.

IMG_3702IMG_3711

Jóna Birna og Kristin í matargerðinni.  Kolla og Guðrún saddar eftir matinn.

IMG_3708IMG_3715

Maturinn er mannsins megin, en hvað er þá hinu megin sagði maðurinn forðum. Kristján að fá sér bita af frábæru lambi sem var holugrillað. Stelpurnar slappa af eftir matinn.

IMG_3721

 

Þær voru duglegar að byggja snjóhús og snókalla.

Þessari frábæru helgarferð í Valadal lauk með því að allar stelpurnar fóru út og byggðu snjókellingu, snjókall og snjóhús. Góður endir á þessari frábæru helgi í Valadal.

Hér eru hluti af stelpunum t.f.v: Hekla, Kolla, Kolbrún og Jóna Birna sita inni í snjóhúsinu.


Olíubryggjan inn í Botni

Olíubryggjan inn í botni

 Ekki veit ég hvort þessi bryggja hafði eithvað nafn, en í mínu ungdæmi kölluðum við peyjarnir hana Olíubryggjuna. Líklega var hún notuð til að dæla olíu í geymana út á Eiði.

Hún var einnig notuð af útgerðarmönnum í Eyjum sem notuðu hana til að leggja bátum sínum við hana og láta fjara undan þeim, þá gátu menn  kústað bátana eða hreinsað af þeim gróður og einnig hreinsað úr skrúfu. Þetta sparaði slippupptöku.  Í dag er svona aðstaða kölluð fæatækraslippur.

Eldri menn geta kannski frætt okkur um hvers vegna hún var byggð á sínum tíma.

Kær kveðja SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband