Færsluflokkur: Bloggar

Heimaey - Bakkafjöruhöfn (Draumur)

IMG_4031

 

Þegar ég var staddur í Danmörku um daginn, fór ég að sjálfsögðu bryggjurúnt til að skoða skip og skútur, ekki var mikið líf í skútuhöfnunum í Árósum, en ég náði mynd af þessu tveggja skrokka farþegaskipi sem var að fara frá bryggu Smile

 Væri ekki sterkur leikur að fá svona skip til að sigla frá Heimaey til Bakkafjöru, það mætti þó vera töluvert minna en þetta glæsilega tveggjaskrokka skipGrin.

 

 

 

IMG_4032

Á seinni myndinni sjáum við beint framan á skipið sem er töluvert stórt eins og sjá má.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4039

 

Ein skútuhöfnin  í Árósum þar sem frekar lítið líf er á þessum árstíma.

Kær kveðja SÞS

 

 

 

 

 

 

 

 

Sæll Simmi Gaman að sjá þessar myndir. Sérstaklega fyrir þær sakir að þetta er ekki hefðbundinn Catamaran ferja. Mér sýnist þetta vera svokölluð swath ferja. Þær ganga á allt annari pælingu en þessar svokölluðu hefðbundnu Catamaran ferjur. SWATH stendur fyrir Small Waterplane Area Twin Hull og eru í raun tveir kafbátar sem byggt er ofan á. Áður en Bakkafjara var ákveðin að þá voru menn sem fóru mikinn í því að ræða nýjann herjólf. Þá voru allar tveggjaskrokka ferjur settar undir sama hatt og var ég mjög ósáttur við það. Menn töluðu um það að tveggjaskrokka ferjur væru ekki henntugar í miklum sjó. Það er eftir því sem ég hef kynnt mér ekki rétt. SWATH ferjur séu þær stórar að þá eru þær mun gangmeiri og stöðugari á sjó en aðrar ferjur. Þær hafa reynst svo stöðugar að þær þykja mjög heppilegar sem rannsóknarskip við erfiðar aðstæður þar sem menn þurfa að gera viðkvæmar tilraunir á sjó. Hinsvegar er þessi swath hönnun ekki gallalaus. Hún hefur mikla djúpristu og afar dýr í smíðum. Ég googlaði þessu ferju sem þú tókst myndir af og þar stendur að hún sé ekki hreinræktuð SWATH ferja en þó nálægt því. SWATH er hugmyndavinna Frederick G. Creed sem fyrstur setti þessa hugmynd fram árið 1938 og fékk útá hana einkaleyfi.

Friðberg Egill Sigurðsson


Systkinahópur

flott mynd

 

Glæsilegur systkinahópur t.f.v:

Matthías, Óskar þór, Þórunn, Kristján Valur, Leó og Sigurjón,  Óskars og Þóru börn. 

Gaman að þessari mynd af frændum mínum og frænku.Myndin er tekin í Smáeyjarsundi og er Srafnes í baksýn.

Kær Kveðja SÞS


Tunglmyndir frá Eyjum

Mynd frá EE

 

 Þessar fallegu myndir sendi Egill Egilsson mér.

Á fyrstu mynd sést upp í Bakkafjöru og á hinum tveimur er túnglið yfir Eiðinu.

 

 

 

 

 

 

 

Tunglið yfir EiðinuTunglið yfir Eiðinu 2

 


Einu sinni var

aa tveir_me_bitlahar a

 

Myndin er tekin í lúkarnum á Leó VE 400 fyrir margt lönguBlush af undirrituðum og Matthíasi Óskarsyni, en þá var undirritaður vélstjóri á bátnum, sem kannski sést á klæðnaði og drullugum höndum.

Lítið breyttir nema pínulítið feitari í dagWhistling 


Myndir frá síðasta sumri

Mynd Egill Egillsson ab

 

 Fallegar sumarmyndir af Vestmannaeyjabæ.

Myndirnar tók Egill Egilsson kl 4,30 í góðu og fallegu veðri.

 

 

 

 

 

  Mynd Egill Egillsson d


Frábær grein eftir Valmund Valmundsson

Grein um sjómannaafslátt  eftir Valmund Valmundarson formann Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, fyrirsögn hennar er Nýjustu fréttir af Sjómannaafslætti. Ég tek mér það bessaleyfi að birta greinina hér á blogginu mínu:

Valmundur Valmundsson

Í greinargerð fjármálaráðuneytis með hinu nýja frumvarpi um sjómannaafsláttinn, segir:

,,Sjómannaafsláttur hefur lengi verið umdeildur og gagnrýni á hann hefur aukist á undanförnum árum af ýmsum ástæðum''.

Ég mótmæli þessu harðlega og held því reyndar fram að þessi ,,gagnrýni'' komi úr einni átt og frá mjög fámennum hópi. Þessi hópur heldur til í 101 hverfinu í Reykjavík og þar í kring. Þetta er yfirleitt menntafólk, prófessorar, fólk með doktorsnafnbætur og frjálshyggjupostular af vettvangi stjórnmálanna.

Hvað sjómenn hafa gert þessu fólki er mér óskiljanlegt. Ef þú býrð úti á landi þá heyrir þú ekki þessa gagnrýni. Þar veit fólk að sjómennirnir eru þeir sem vinna hættulegasta starfið og eru langdvölum að heiman við að afla fjölskyldunni og þjóðfélaginu tekna. Bara það að vera langdvölum fjarri fjölskyldu og vinum, réttlætir afslátt á skatti sjómanna. Almannaþjónusta við sjómenn er snöggtum minni en við aðra þjóðfélagsþegna og eru þetta næg rök að mínu mati fyrir afslættinum.

Öll umræða um að sjómenn ættu bara að finna sér aðra vinnu ef þeir eru ósáttir með afnám afsláttarins, er húmbúkk og lýsir best rökleysu og vanþekkingu þeirra sem frá segja.

Í nágrannalöndum okkar er starf sjómannsins metið að verðleikum. Í Noregi var sjámannaafsláttur hækkaður með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Hann er nú 150.000 nkr. Þ.e. sjómenn í Noregi borga ekki skatt af fyrstu 150.000 nkr. sem eru 3,2 milljónir íslenskra króna.

Í Danmörku er afslátturinn 190 dkr (4560 íkr) fyrir hvern dag og að hámarki 41.800 dkr á ári.(1.1 milljón ís kr)

Færeyskir fiskimenn mega hafa 75.000 dkr (1.8 millj. ískr) skattfrjálsar.

Svíar láta sínum fiskimönnum í té 640.000 ís.kr á ári í skattafslátt.

Af þessari upptalningu sést að íslenskir sjómenn eru langt á eftir nágrönnum okkar í þessum málum og hafi stjórnvöld skömm fyrir. Allt tal um að þetta samrýmist ekki stjórnarskránni og reglum EES er kjaftæði þeirra sem sjá íslenska sjómenn sem einhverja forréttindastétt.

Hvað með dagpeninga, staðaruppbót, bifreiðastyrk, ferðakostnað og fleira sem sumir fá ofaná laun sín og allt skattfrjálst. Eigum við ekki að byrja á því, þar er kostnaðurinn líklega 23 milljarðar árið 2008 bara hjá ríkinu.

Valmundur Valmundsson fórmaður Sjómannafélagsins Jótuns


Skemmtileg ferð til Árósa og Kaupmannahafnar

IMG_4004IMG_4026

Í dag vorum við Að koma úr skemmtilegri 9 daga ferð til Danmerkur þar sem við vorum að heimsækja Þór og Hörpu dóttir okkar, og Dóttir þeirra Kolbrúnu Soffíu litlu.  Á myndunum eru Harpa, Kolla, Simmi og Kolla stött í Árósum

IMG_3995

IMG_4069

Hér er mynd af Kolbrúnu Soffíu í stólnum sínum og pabba hennar Þór Sæþórsyni við jólaskreytingu í einu Mollinu sem heimsótt var í ferðinni.

IMG_4072IMG_4090

Komin til Kaupmannahafnar þar sem farið var í gönguferð um Strikið. Kólbrún Soffía, Kolla, Harpa og Þór með Kollu litlu í Vagninum.

IMG_4080IMG_4112

 

IMG_4120IMG_4130

Það er ótrúlega gaman að fara í Tívolí í Kaupmannahöfn þar sem þessar myndir voru teknar. Þarna var margt að skoða og mikið um góða matsölustaði, en myndirnar tala sínu máli.

IMG_4140IMG_4079

Ég hef ekki verið duglegur við að blogga síðustu vikur, ( ekki vegna þess að mér vanti efni Smile) það er einfaldlega vegna þess að ég hef verið mikið á ferðalögum um landið vegna vinnu minnar og nú síðustu 9 daga hef ég verið í orlofi í Danmörku .

Kær kveðja SÞS


Gamlar myndir frá Fiskasafni

Fiskasafnið

 

Hér eru myndir frá Fiskasafninu í Eyjum, þarna er Friðrik Jesson safnvörður  að sýna gestum fiskasafnið, hann  hafði umsjón með safninu í fjölda ára.

Myndirnar tók Árni Friðriksson skipasmiður með meiru. 

Kær kveðja SÞS

 

 

 

 

 

Fiskasafnið 1Fiskasafnið 2


Kannast einhver við þessa ?

Stórhófðabúar 1Stórhófðabúar 2

Kannast einhver við þessa íbúa Vetmannaeyja sem líklega eru horfnir úr Stórhöfða í dag, mynd frá 1965 eða þar um bil Smile 


Tveir þekktir Eyjamenn

Sævaldur á SjómannadaginnGellað í Gúanóinu

Sævaldur Elíasson stýrimaður og skipstjóri á Hejólfi nú starfsmaður Siglingastofnur Íslands og Tryggvi Sigurðsson vélstjóri og líkansmíður með meiru.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband