Færsluflokkur: Bloggar

Fleiri myndir

Árni Fr Stórhöfðaviti IIÁf Húsin á Stórhöfða 2

Myndirnar eru af húsunum á Stórhöfða og af Stórhöfðavita en þar hefr verið veðurathugunarstöð í marga tugi ára.

Áf Dalabúið séð ofan af HelgafelliÁf  séð ofan af Helgafelli

 Dalabúið  og flugvöllurinn og gamla aðstaðan á flugvellinum. Myndin hér fyrir neðan er loftmynd af höfninni fyrir gos.

Áf  Höfnin fyrir gos

 

 

Kær kveðja SÞS


Björgunarbáturinn Björg frá Rifi

IMG_3799

 

Björgunarbáturinn Björg er einn af björgunarbátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Björg er staðsett á Rifshöfn og hefur skipið oft verið notað til björgunar frá því það kom til landsins. þessi skip sem staðsett eru víðsvegar kringum landið hafa margsannað gildi sitt.

Þessi skip hafa reynst vel við íslenskar aðstæður að sögn þeirra manna sem til þekkja og ég hef talað við.

Kær kveðja SÞS


Þyrla af dönsku varðskipi tekur á loft

IMG_3804

 

Tók þessa mynd í dag þegar ég var á leið í Kolaportið, en þyrlan var að taka á loft með tilheyrandi hávaða og vindblástri þegar ég gekk þarna framhjá. Þyrlan er staðsett um borð í dönsku varðskipi sem nú er statt  í Reykjavíkurhöfn

Þetta er mynd sem ég tók fyrir Gísla Gíslason þyrluflugmann og frænda minn, vonandi kíkir hann hér inn á bloggið mitt Smile. Það er alltaf  gaman að skoða og fylgjast með flugvélum, ekki síður en að vera á bryggjunum og fylgjast með skipum.  

Kær kveðja SÞS


Skólavegur og Heimakletturinn

Árni Fr Skólavegur séð í norður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er Skólavegurinn árið !960 til 1965, kannski ekki miklar breytingar nema húsið Skuld neðst á Skólaveginum er horfið. Gaman væri ef einhver þekkir nöfn húsana að hann setti þau hér inn í athugasemdir, það gerir myndirnar skemmtilegri.

 Árni Fr Skólavegur séð í norður 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi bill á myndinni er sennilega frá Vinnslustöðinni en hann er með lok að aftan sem notað var þegar hann var að keyra ís í bátana ( áður en Ístöðin kom til sögunar) Mig minnir að sá sem keyrði þennan bíl og átti heima í húsinu sem billinn er við hafi heitið Emil, er samt ekki viss. Annað sem er skemmtilegt við þessa mynd er olíutankurinn sem sést þarna bak við húsið, svona olíugeymar voru fyrir utan flest öll hús í Eyjum á þessum tíma. (En þarna sést sjónvarpslotnet á húsinu Þingeyri Blush hvaða ár byrjaði sjónvarpsgláp í Eyjum Woundering ????)

kær kveðja SÞS


Innsiglingin til Eyja

Árni Fr séð austur að innsiglingu

 

Innsiglingin til Vestmannaeyja áður en Norðurhafnargarðurinn var styttur.

Ystiklettur fyrir miðju og Bæjarbryggja og Nausthamarsbryggja á miðri mynd. Vinstra megin á myndini sést í eitt Tangahúsið.


Srandvegur og Hraðfrystistöðin

Árni Fr Strandvegur 1960

 

 Myndin er tekin vestur Strandvegin, þarna má sjá Eyjabúð Vosbúð HB. Veiðafærahús og fl.

 

 

 

 

 

 

 

 

Árni Fr Bæjarbryggja og Hraðfrystistöðin

 

Hluti af Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, kallar á spjalli.


Myndir Vestmannaeyjahöfn 1960 til 1965

Árni Fr

 

 Þessar myndir tók Árni Friðriksson skipasmiður m.m. þær eru teknar á árunum 1960 til 1965.

 

Næst á mynd er Bæjarbryggja sem stundum var í daglegu tali kolluð trillubryggja. Þá sést yfir á Básaskersbryggju þar sem Lóðsinn liggur ásamt nokkrum fiskibátum

 

 

 

 

  Árni Fr Bæjarbryggja 1

 

 

 Á þessari mynd sést hluti af Nausthamarsbryggju og Bæjarbryggju. Þarna má einnig sjá björgunarbátinn sem í tugi ára var þarna í davíðum og var hluti af öryggisbúnaði Vestmannaeyjahafnar, annar eins bátur var í davíðum í Friðarhöfn.

 

 

 

 

 Árni Fr Básaskersbryggja

 

Þarna sjást Tangahúsin og hvað vel tekst til að dreifa peningalyktinni með gúanóreyknum. Dásamlegar minningarSmile

 

Kær kveðja SÞS


Nokkrar góðar myndir

Árni FÁrni F Eiðið

Myndir sem þurfa ekki texta, allavega ekki fyrir þá sem þekkja til á Heimaey.

Árni F út á Bakka

Árni F steiptur garður og stálþil

 

Árni F VíkinÁrni F vegurinn meðfram Sæfellinu


Myndir af húsum

Árni F Hús 1

  Myndirnar eru teknar þó nokkuð fyrir gosið í Heimaey 1973 og ljósmyndari er Árni Friðriksson.

1. mynd;  Hlíðarhús heitir þetta hús en þar bjó Bogi í Neista ásamt fjölskyldu sinni í þá gömlu góðu daga, en flutti seinna á Heiðarveginn. Húsið var fyrir ofan eða sunnan við húsið Hól.

2. mynd; Á  myndinni sérð upp á Hlíðarhús en í gaflinn á Vegg.

Mynd 3; Þarna fyrir miðju er Hóll og húsið til hægri heitir Hruni. 

 

 

Árni F Hús 2Árni F Hús 3


Vangaveltur

100_0972100_0970

Vangaveltur.

Mörg er landsins fegurð föl,

fjárvon toppa lokkar.

Þeir eru að verða þjóðarböl,

þessir stjórnarflokkar.

---------------------

Álver þykir óskahnoss,

sem allar byggðir styrki.

Duga myndi Dettifoss

í dágott orkuvirki.

-----------------------

Ekki þarf að efa það

álver kvöð fram beri.

Mætti gera Gullfoss að

góðu orkuveri.

--------------------------

Færi einhver stór á stjá

með stóriðjuna nýja.

Úr Geysi mætti gufu fá

gufuhverfla að knýja.

------------------------------

Margt er það sem getur gerst,

græðgin fái að stjórna.

En þó telst það allra verst

ásýnd lands að fórna.

Á.S..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband