Færsluflokkur: Bloggar

Flottir peyjar og pæjur á skólaferðalagi í Stykkishólmi

Tryggvi flottir peyjar og pæjur

 

Tfv.: ??, ??, Jenna, Gústi, Siggi og Gutti

Myndin tekin í skólaferðalagi árgangs 49 í Sykkishólmi.


Frábær prédikun Jónu Hrannar Bolladóttur

'Eg hvet alla til að lesa þessa frétt um Prédikun Jónu Hrannar um sjóslys sem varð 16. desember sl. þessi frásögn ætti að fá menn til að hugsa meira um öryggismál okkar sjómanna. Jóna Hrönn, Bjarni  og Ívar Smári eiga heiður skilið að leyfa okkur að vita hvað þarna gerðist nákvæmlega, nú á tímum þegar búið er að loka fyrir upplýsingar um sjóslys nema fyrir þá sem vinna að rannsókn þessara slysa.

Kær kveðja SÞS

Fiskibáturinn maraði í hálfu kafi þegar dráttarbátur tók hann í tog. Landhelgisgæslan

Innlent | mbl.is | 26.12.2009 | 16:26

„Þá skaltu líka lifa“

  „Stundum er lífið sjálft stærra í sniðum en nokkurn hefði órað fyrir og mannleg örlög svo þrungin merkingu að maður gerir rétt í því að staldra við,“ sagði Jóna Hrönn Bolladóttir prestur í Garðasókn áður en hún lýsti í prédikun sinni á Aðfangadag lífsbjörg manns þegar fimmtán tonna bát hvolfdi út af Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð.

Slysið varð miðvikudaginn 16. desember sl. og voru tveir menn um borð, Guðmundur Sesar Magnússon og tengdasonur hans, Ívar Smári Guðmundsson. Guðmundur Sesar lést í slysinu. Eiginmaður Jónu Hrannar, Bjarni Karlsson, þjónar fjölskyldunni og  fékk hún leyfi ástvinanna til að greina frá atburðarásinni sem tengist slysinu.

„Er bátnum hvolfdi fossaði sjór inn í stýrishúsið og náðu þeir Sesar og Ívar að komast niður í vélarrúmið sem nú snéri upp og finna þar súrefni til að anda að sér á meðan þeir gætu náð áttum í ísköldum sjó og þreifandi myrkri. Þeir fundu hvor annan og ræddu saman í þögninni sem skollið hafði á um leið og vélin drap á sér þar sem báturinn marraði í kafi á ókyrrum haffletinum,“ sagði Jóna Hrönn.

Jóna segir mennina hafa leitað útleiðar í svarta myrkri og olíumenguðum sjó án árangurs. Þegar vatnsborðið hækkaði og náði þeim undir höku héldu þeir uppgefnir hvor í annan og báðu saman.

„Þar sem þeir héldu hvor í annars hægri hönd með olíubrákað sjóvatnið undir höku en með þeirri vinstri héldu þeir við hnakkann hvor á öðrum. „Og ég sem hlakkaði til að eiga fyrstu jólin með syni mínum og konunni.” mælti Ívar. Þá horfði Sesar inn í augu hans í myrkrinu og sagði: „Þá skaltu líka lifa! Þú getur komist niður gatið, inn í stýrishúsið og út!” Við svo búið setti hann hönd ofan á hvirfil tengdasonar síns og ýtti honum af afli niður í átt að útgönguleiðinni.“

Sending sem bjargaði lífi

Ívari tókst að komast út og upp á kjöl bátsins. Staða hans var þó ekki mikið betri þar sem svo kalt var í veðri og hann líklegur til að krókna úr kulda. 

„Þá hrópaði hann á Guð og spurði hann hvað hann meinti með þessu, og fyrir hvað hann væri þá að refsa sér með því að leyfa honum að komast þetta langt en deyja svo?! Er hann þá skimaði niður að glugganum til að sjá hvort tengdafaðir hans kæmi svo hann gæti tekið í hönd hans kom eitthvað skyndilega á mikill ferð út um gluggann upp úr sjónum og rakleitt í fangið á Ívari svo að honum brá við og hugðist varpa því frá sér uns hann gerði sér grein fyrir því að hann hélt á björgunargalla, sterkri og skjólgóðri flík sem nota skal við aðstæður sem þessar. Veit hann engar hefðbundnar skýringar á þeirri sendingu.“

Ívar klæddi sig í kjölfarið í gallann, losaði björgunarbát og komst þar um borð til að senda frá sér merki með blysum og neyðarbauju. Ívari var bjargað um borð í fiskibát þremur og hálfum tíma síðar. Lík Sesars fannst í vélarrúmi bátsins þegar hann var dreginn til hafnar í Fáskrúðsfirði.

Prédikun Jónu Hrannar


Síldin háfuð um borð

Tryggvi

 

Á síldveiðum þar sem síldin er háfuð um borð á gamla mátann, þarna var ekki komin síldardæla eins og notuð  er í dag til að dæla síld og loðnu úr nótinni.

Þarna má þekkja Eirík Sigurgeirsson fremst á bárnum, því miður veit ég ekki um borð í hvaða bát þessi mynd er tekin. Kannsi fæ ég athugasem um það hér fyrir neðan.

kær kveðja SÞS


Austurbærinn grænn og fagur

Tryggvi grænn Austurbær

 

Falleg mynd af austurbænum fyrir gos 1973, ekki þekki ég peyjan á þessari mynd.

kær kveðja SÞS

Ég bað Kjartan Ásmundsson um nöfn á þessum húsum sem voru staðsett í austurbæ Heimaeyjar fyrir gos, ekki stóð á svari frá þessum  vini mínum og fer það hér á eftir:

 

Heill og sæll

Það er ég nú hræddur um : - )) Frá hægri, Sætún og þar bjó Mummi á olíubílnum ásamt konu sinni Möggu. Gjábakki, gráa húsið (Stóri Gjábakki) þar bjuggum við bræður með foreldrum okkar. Innbúi kemur næst þar bjó Guðni Grímsson ásamt fjölskyldu. Fúsahús kemur þar næst en þar bjuggu Vigfús og Jóna, tengdaforeldrar Dolla pípara. Þarnæst er Höfn en þar bjuggu Tómas ásamt konu sinni Sigríði og Braga. Fleira fólk bjó að sjálfsögðu í þessum húsum sem of langt er að telja hér og þessi upptalning miðast við þann tíma semég var að alast upp þarna. Strákurinn á myndini heitir Reynir Ingólfsson, Eiríkssonar á Emmuni. Myndin e tekinn ca 1963.

Sæll aftur

Ég ætla að vera aðeins nákvmæri. Bakvið Gjábakka sést í hús Óla Vippa, Bakkastíg 7. Fyrir vestan Höfn sést í húsið Garðinn, síðan sést í ryðgaðan olíutank, síðast sést hús Malla í Höfn, Martin Tómmassonar (pappa Edda Malla) - Læt ég þessu nú lokið -

Kjartan Ásmundsson

Takk fyrir þetta Kjartan. kveðja SÞS

Sæll Simmi.

Þó maður sé nú ekki eins gamall og Kjartan Ásmunds. þá man ég og á margar góðar minningar frá þessum stað og þarna í kring, þessar minningar eru tengdar tímanum rétt fyrir gos en við peyjarnir erum 15 ára á gosárinu. Við vorum miklir félagar og vinir, ég, Mummi (Guðmundur Erlingsson) fóstursonur Mumma og Möggu í Sætúni, Bjössi Svavars. sonur Svavars löggu en hann bjó í stóra gráa húsinu (Stóri Gjábakki???) vinstra megin og vestan við við Sætún og Valdimar Guðnason, sonur Guðna Gríms. Túnið þarna, sunnan megin við húsin var mikið notað sem fótboltavöllur og þar vorum við peyjarnir oft við knattspyrnuæfingar ef við vorum ekki eitthvað að bardúsa niður í fjöru og eða í sundi. Sóla frænka og Ágústa frænka bjuggu norðan megin við götuna beint á móti húsi þeirra Mumma og Möggu, minnir að það hafi verið Bakkastígur 9 eða 11, gott var að geta hlaupið inn til þeirra ef maður var orðinn svangur eða þyrstur. Þetta var góður tími og gott að rifja hann upp með þessari mynd hjá þér Simmi. Það er spurning hvort Svavar Stefánsson lögregluþjónn og hans fjölskylda hafi flutt í Stóra Gjábakka eftir að fjölskylda Kjartans flutti úr því??? Kannski getur Kjartan svarað því

Kveðja frá Eyjum og ósk um gleðilegt ár og þökk fyrir það gamla.

Pétur Steingríms.

Sælri bræður

Svavar flutti í Gjábakka (Bakkastíg 8) þegar við fórum þaðan. Guðmundur Erlingsson, Valdimar og fleirri voru smá krakkar þegar ég var þarna, enda töluvert yngri.  Húsið hja frænku þinni var númer 11, Addi á Suðurey átti hús no 9 sem var næsta hús vestan við Bakkastíg 11, og var beint á móti Sætúni. Fótboltatúnið sem þú talar um hét Miðhúsatún og var að mínu mati vagga/mekka fótboltans : - ))

Kjartan Ásmundsson

Sælir aftur

Nánar um Gjábakkanöfnin 

Húsið Stóri Gjábakki stóð við Bakkastíg 8. Gjábakkajarðirnar voru tvær, Gjábakki-eystri og Gjábakki-vestri. Árið 1909 fékk Jón Einarsson kaupmaður byggingu fyrir jörðinni að Gjábakka-vestri. Hann byggði myndarlegt timburhús við Bakkastíginn, nokkru vestar og var það hús nr. 8. Þetta hús var í daglegu tali oftast nefnt Stóri Gjábakki og gamla húsið, Gjábakki-vestri, kallað Litli Gjábakki til aðgreiningar.

Kjartan Ásmundsson


Surtseyjargosið 1963-1965

Tryggvi Surtsey

Tryggvi Surtsey II

Tryggvi Surtur

  


Einu sinni var ?

Tryggvi gefur yfir hafnargarðinn

Tryggvi það gefur yfir garðinn

 

Myndin er tekin fyrir gos, þarna er bræla og gefur yfir hafnargarðin þannig að vitinn hverfur, í baksýn er Ystiklettur og sést í Heimaklett.

 

 

 

 

 

Tryggvi Gellupeyji

Gellupeyjinn.

 Friðrik Alfreðsson er flottur þarna við gelluvagnin sinn, en þetta var algeng sjón hér áður fyr þegar eyjapeyjar fengu að gella í beinahrugu í Gúanóinu.

 

Kær kveðja SÞS


Jólakveðja

Kæru bloggvinir og allir þeir sem hafa heimsótt bloggið mitt á árinu, sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár.

Hátíðarkveðja Sigmar Þór


Heilræði, tilvalið umhusunarefni um jólin.

IMG_3774Heilræði.

 Temdu þér rósemi í dagsins önn og mundu friðinn, sem getur ríkt í þögninni. Reyndu að lynda við aðra án þess að láta þinn hlut. Segðu sannleikann af hógværð en festu. Hlustaðu á aðra þótt þeir kunni að hafa lítið til brunns að bera þeir hafa sína sögu að segja. 

Forðastu háværa og freka, þeir eru æ til ama. Vertu ekki að bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari, sumir eru ofjarlar þínir, aðrir mega sín minna. Gakktu ótrauður að hverju verki, láttu ekki sitja við orðin tóm. 

Leggðu alúð við starf þitt, þótt þér finnist það léttvægt. Vinnan er kjölfestan í völtum heimi. Vertu varfærinn í viðskiptum, því margir eru viðsjálir. Lokaðu samt ekki augunum fyrir dyggðinni þar sem hana er að finna. Margir stefna að háleitu marki og alstaðar er verið að drýgja dáð. 

Vertu sannur. Reyndu ekki að sýnast. Ræktaðu ástina, því þrátt fyrir þyrring og kulda er hún fjölær eins og grasið. Virtu ráð öldungsins, sem víkur fyrir æskunni. Stældu hugann svo hann verði þér vörn í hretviðrum lífsins. Auktu þér ekki áhyggur að ástæðulausu. Margur óttinn stafar af þreytu og einmannakennd. Agaðu sjálfan þig, en ætlaðu þér af. Þú ert þessa heims barn, rétt eins og trén og stjörnurnar og þú átt þinn rétt. Þú færð þín tækifæri þótt þú gerir þér það ekki alltaf ljóst.  

Haltu friðinn við Guð – hvernig sem þú skynjar hann – hver sem iðja þín er og væntingar í erli lífsins; vertu sáttur við sjálfan þig. 

Lífið er þess virði að lífa því þrátt fyrir erfiðleika fals og vonbrigði.Vertu varkár. Leitaðu hamingjunnar.  

Fannst í gömlu St. Pálskirkju í Baltimore í Bandaríkjunum ársett 1692

 Kær kveðja SÞS


Alltaf skemmtilegt að koma ti Eyja

Nú í desember fór ég til Vestmannaeyja vegna vinnu minnar, sem er nú ekki í frásögu færandi  nema að ég sótti í leiðinni svokallaðan sóknarnefndarfund í fyrirtækinu Gæsk. Þar hefur ráðið ríkjum mágur minn Sigurður Óskarsson gluggasmiður, kafari, kranastjóri, hljómsveitarstjóri, plastbátasmiður svo eitthvað sé nefnt. Sigurður hefur rekið mörg fyrirtæki og hafa þar ávalt myndast kjarni manna sem koma í heimsókn og taka létt spjall um helstu mál líðandi stundar. Sjálfur kom ég reglulega á spjallfundi þegar ég bjó í Eyjum og Sigurður rak Kranaþjónustu SÓ  og Eyjaplast. Þetta eru skemmtilegir og upplýsandi fundir þar sem öll mál eru rædd í þaula og hefst fundur hvern virkan dak kl 9,30 stundvíslega og stendur fundur þar til tímavörður slær hann af með banki í kaffiborðið.

 IMG_4205

 

Á þessum fundi sem ég var á ræddu menn um Bakkafjöruhöfn og líkantilraunir með höfn á Eiðinu sem nú er unnið að í Siglingastofnun auk fleiri mála.

Mættir voru eftirtaldir nefndarmenn í ssóknarnefnd: Sigurður Gísli Þórarinsson meðstjórnandi, Sigurður Óskarsson sóknarnefndarformaður, Haukur Jóhannsson varformaður umsjónarmaður með leirtaui, Jóhann Jónsson (Listó) listráðunautur fréttaaflari, Guðmundur Valdimarsson fréttaaflari og varatímavörður og Sigurður Gunnarsson fréttaaflari og yfirtímavörður. Á myndina vantar Óskar Sigurðsson kristilegur ráðunautur, Helga Georgsson grafískur hönnuður, gestur fundarins var undirritaður.

Það sem mér finnst fréttnæmt er að í Vestmannaeyjum er sá siður útbreiddur að menn koma svona saman á hinum ýmsu stöðum í bænum og ræða málin, þetta eru oft sömu menn sem hafa mætt í spjall árum og jafnvel áratugum saman á sama stað.  Auðvitað er endurnýjun í þessum hópum, menn flytja burt og sumir deyja  hætta að vera til, en það koma bara nýjir í hópinn.

Þegar ég bjó í Eyjum voru og eru enn þessir samkomustaðir: Vigtin hjá Torfa, BP nú Olís , Bátábyrgðarfélag Vestmannaeyja nú Tryggingarmiðstöðin, Eyjaplast nú Gæskur, Friðarhafnarskílið og Netagerð Vestmannaeyja, Reynistaður.

 

Kær Kveðja SÞS

 


Lítil hjartnæm jólasaga

Lítil hjartnæm jólasaga      

Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír.  Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.  Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði:  ,,Þetta er handa þér pabbi‘‘.  Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.  En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt.  Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði:  veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni ?‘‘  Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt.  Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi minn.‘‘

Faðirinn varð miður sín.  Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá  því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp  ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.

Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.

Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum.  Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------

Er ekki sterkur leikur að hætta að tala og hugsa um allt þetta neikvæða í kringum okkur og reyna að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Þó skulum  við ekki að gleyma því að það er mikið af fólki  sem er í miklum erfiðleikum og þarf á hjálp að halda.

Kær kveðja SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband