Færsluflokkur: Bloggar

Nokkrar fallegar myndir frá Eyjum

Egill ÁramótEgill Heimaklettur og hafnargarður

 Egill Egilsson sendi mér þessar fallegu myndir frá Eyjum, með leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt, þakka ég honum kærlega fyrir þessa sendingu.

Egill Skansinn að kvöldiEgill Kvöldljós


Spilað í lúkarnum

Tryggvi

 

Spilað í lúkkarnum upp á peninga; Eíríkur, Guðmundur, Sveinn og Hallberg. 


Stórfjölskyldan saman á balli

Fjölskyldumyndin

 

Tfv; María Pétursdóttir, Sveinn Matthíasson, Gísli M. Sigmarsson, Sjöfn Benónýsdóttir, Ingólfur Matthíasson, Pálína Björnsdóttir, Þóra Sigurjónsdóttir og Óskar matthíasson.


Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1969

  Ú Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1969

Hilmar Rósmundsson var Fiskikóngur Íslands vetrarvertíðina 1969 og aflakóngur Vestmannaeyja 1968.

 

Hilmar ei dáð má dylja

djarfur sá Rósmunds arfi,

gnoð rær í hríðar hroða

hraustur með sjómenn trausta.

Hleður Sæbjörgu séður,

sjólinn afla, þótt gjóli.

Fiski sló met án miska

meiður snillingur veiða.

 

VM. 8. maí 1969

Ó. Kárason

 

UM AFLAKÓNG VESTMANNAEYJA:

 

Hilmar Rósmunds, hetjan kná,

hefur frægð sér getið.

aflkóngur Íslands sá

á nú fiskimetið.

 

Vm. 8. maí 1969 Ó. Kárason

 

Gleðilegt nýtt ár 2010

 

IMG_4254Kæru vinir og allir þeir sem heimsækja blokkið mitt, nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, en minningar um skemmtilegt bloggár og ótrúlega margar heimsóknir og athugasemdir á nafarbloggið mitt á þessu ári eiga eftir að vera mér minnistæðar um ókominn ár.

Þessi áhugi á blogginu mínu og þessu sem ég set þar inn kom mér vissulega mjög mikið á óvart. Ég hef haft það að leiðarljósi að halda á lofti því liðna og með í bland nýtt efni, myndir og einnig reynt að vera jákvæður.

Kæru blogg vinir og allir þeir sem lesa bloggið mitt, ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilegt ár og vonandi verður nýja árið okkur íslendingum hagstætt á sem flestum sviðum.

 

Myndin er af frændunum Matthíasi Gíslasyni og Magnús Orra 'Oskarssyni.

 

Kær áramótakveðja SÞS


Minnig um mann Steina á Múla

 

 Steini á MúlaBergsteinn Jónasson frá Múla  Bergsteinn Jónasson var fæddur í Vestmannaeyjum 17. desember 1912 sonur hjónanna Kristinar Jónsson og Jónasar jónssonar útgerðarmanns. Hann var tvíburi en bróðir hans lést í spönsku veikinni 1918.

Steini á Múla eins og hann var alltaf kallaður var einn af máttarstólpum Vestmannaeyjabæjar um árabil. Hann var verkstjóri og hafnarvörður í samtals 37 ár eða frá 1938 til 1975. Undir hans handleiðslu voru bæði Nausthamarsbryggja og Friðarhöfn þiljaðar auk margra annara verkefna sem á þessum árum voru unnin við Vestmannaeyjahöfn.

Mikil umsvif voru í höfninni á þessum árum, þar sem yfir hundrað bátar voru og koma þurfti þeim fyrir við bryggjurnar. Það þurfti mikla útsjónarsemi og stjórnunarhæfileika til að koma öllum þessum bátum fyrir, og hafði hann einstaka hæfileika til að fá menn til að vinna með sér. Það var oft ekki mikill svefn eða hvíld sem hafnaverðirnir fengu á þessum árum, sérstaklega á vetrum þegar veður voru slæm og mikil hreyfing í höfninni.

Við eyjapeyar sem höfðum allt hafnarsvæðið sem leiksvæði og síðar þegar við byrjuðum okkar sjómennsku og bryggjur og bátar voru m.a. okkar vinnustaður, munum örugglega allir eftir hafnarverðinum Steina á Múla. Í minningunni var hann ljúfur og góður við okkur peyana þegar við vorum að þvælast niður á bryggju þar sem við vorum að bíða eftir að bátarnir kæmu að eða við vorum að veiða murta oftast á Básaskersbryggju. Við munum hann einnig sem góðan yfirhafnarvörð sem gaf sig allann í það starf sem eftirfarandi staðfestir.

Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá árinu 1967 er grein er nefnist:

 SNARRÆÐI BJÖRGUNARAFREK  BERGSTEINS JÓNASSONAR HAFNARVARÐAR

Þar segir m.a: “Á undarförnum árum hafa oft orðið hörmuleg slys hér í Vestmannaeyjahöfn. Er þessi slysahætta kannski ekki óeðlileg meðal 700 – 800 manna , sem þurfa að fara á milli báta í myrkri og misjöfnu veðri, eins og var þegar flest skip lágu í höfninni í vetur, 75 skip, flest yfir 200 tonn.

Sem betur fer hefur ekkert slys orðið í höfninni  frá síðasta sjómannadegi. Að svo gæfulega hefur tekist til , eigum við fyrst og fremst að þakka hinum ágæta hafnaverði okkar Bergsteini Jónassyni frá Múla. Sýndi hann mikið snarræði og æðruleysi s.l. vertíð þegar maður féll milli skips og bryggju inni í Friðarhöfn.

Lét Bergsteinn sig umsvifalaust siga niður á milli skips og bryggju, og héldu tveir menn um fætur honum. Náði Bergsteinn í axlirnar á manninum, og voru þeir síðan dregnir upp.

Þar eð talsverð hreyfing var við bryggjuna, var þetta að sjálfsögðu mjög hættulegt, ef þunglestað skipið hefði lagst að bryggjunni, meðan Bergsteinn var að ná manninum. Var þetta því mjög vasklega gert, og hefur Bergsteinn sýnt mikið snarræði og kjark.

 Að verðleikum mun hann því verða heiðraður nú á sjómannadaginn fyrir þetta afrek. Störf Bergsteins hafa verið mjög samtvinnuð lífi sjómanna, því hann hefur verið fastráðinn hafnarvörður frá 1938 eða í rúman aldarfjórðung”.

Þó þarna sé sagt frá einu atviki sem Steini á Múla kom við sögu að bjarga manni úr Vestmannaeyjahöfn voru þeir örugglega miklu fleiri og nokkrum peyum hefur hann bjargað sem dottið hafa í sjóinn gegnum tíðina.

Ég man eftir viðtali við Steina á Múla í einu Bæjarblaðinu fyrir margt löngu þar sem hann var spurður um það hvort hann hafi ekki gegnum tíðina bjargað nokkrum strákum  upp úr höfninni ?  hann svaraði því til að hann hafi kippt þeim nokkrum upp úr sjónum.

Bergsteinn var stofnandi Starfsmannafélags Vestmannaeyja og heiðursfélagi þess félags.

Hann var einnig félagi í AKÓGES þar til hann flutti frá Eyjum í gosinu 1973.

Steini á Múla var mikill baráttumaður. Hann gekk ungur í Íþróttafélagið Þór  og var í tugi ára í forustusveit þess og var heiðursfélagi Þórs.

Hann var og heiðursfélagi Björgunarfélags Vestmannaeyja. Einnig var hann í Slökkviliði Vestmannaeyja árum saman. Þá má nefna hér að hann var í forustusveit Sjálfstæðisflokksins til fjölda ára, og til gamans má nefna hér að Steini hafði stundum það orðatiltæki  þegar rætt var um hin ýmsu mál " það breytir ekki heimspólitikinni þó þetta sé svona".

Sigurður Óskarsson mágur minn þekkti Steina á Múla vel og vann með honum við höfnina um tíma, hann sagði um Steina að hann hefði verið mesti verkstjóri sem hann hefði unnið með um dagana.  

Bergsteinn kvæntist Sveu Marí Norman árið 1938, þau eignuðust  fjögur börn, Kjartan Þór, f. 1938, Margréti Höllu, f. 1941, Jónas Kristinn, f. 1948 og Vilborgu Bettý, f. 1950, einnig ólu þau upp sonardótturina Kristínu Kjartansdóttir.

Þann 23. janúar 1973  þegar fór að gjósa í Vestmannaeyjum og allir flúðu til lands fluttu Svea og Bergsteinn í Kópavoginn. Hann vann þó í gosinu við sitt starf við höfnina alveg til ársins 1975 en þá hóf hann störf hjá Skeljungi í Skerjafirði og gegndi því starfi til 1987.

Bergsteinn lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja  2. júlí 1996.

 

Kær veðja SÞS

 


Tvær myndir frá Kjartani Ásmundssyni

Kjartan austurbær Skansinn

 

 Myndirnar eru teknar um eða fyrir 1960.

Á fyrri myndinni má sjá Skansinn, suðurhafnargarðinn, sjógeyminn og sundlaugina,Miðhús og skerið sem er þarn austan megin við hafnargarðinn heitir Flóðsker. Þá má sjá mörg af þeim húsum sem stóðu við Bakkastig og Urðarveg, það þarf víst ekki að taka það framm að þessi hús og mannvirki fóru undir hraun í eldgosinu 1973.

 

 

 

 Kjartan Miðbærinn Nausthamar

Á seinni mynd sést yfir miðbæinn og hluta af höfninni, Nausthamarsbryggja og Básaskersbryggja og hús Fiskiðjunar og Ísfélagsins.

Húsin á þessari mynd standa við Hilmisgötu, Vestmannabraut, Bárugötu, Vesturveg og Miðstræti. Í vinstra horni neðst má sjá gamla Sjúkrahús Vestmannaeyja.

Öll þessi hús sluppu í eldgosinu 1973.

Kær kveðja SÞS


Jólastjarnan hans Sigga Óskars

Sigurður Óskarsson hljómsveitarstjóri

Sigurður Óskarsson trésmiður kafari báta og gluggasmiður með meiru gerði þennan texsta ásamt gullfallegu lagi sem hann kallar Jólastjarnan, lagið kom út á diski fyrir Jólin 2007 diskurinn heitir   Jól með Óskari og Laugu. Þessi texti á vel við þessa dagana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Jólastjarnan 

Nú jólaljósin ljóma í kvöld,

svo lítil björt og tær.

Þau minna á jólastjörnuna,

sem sífelt ljómar skær.

 

Húnboðaði komu frelsarans,

Sem lýsir skært vorn heim.

Við hlíta eigum orðum hans

Og helga oss megum þeim.

 

Því undirstaða hamingju

Er sífelda kenning hans.

Við skulum gleðjast saman í kvöld,

Yfir komu frelsarans.

 

Um trúna sem er oss æðsta hnoss

við skulum standa vörð.

Og efla frið og hamingju

á meðal manna á jörð.

 

 Eftir Sigurð Óskarsson  

Kær kveðja SÞS


Minning um mann

Ási í Bæ myndina tók Sigurgeir Jónasson

Myndina af Ása tók Sigurgeir Jónasson.

Ég var svo heppinn að vera skipsfélagi Ása í Bæ, eina haustvertíð á Gullborginni á Síldveiðum með Binna í Gröf, þar var úrvalslið af skemmtilegum mönnum og þess vegna er þessi haustvertið mér mjög minnisstæð. Ási var skemmtilegur maður og vakti mig til umhugsunar um ýmislegt í náttúru Eyjana sem maður tók ekki eftir.

Minning um Ása í Bæ 

Ási í Bæ var andans maður,

unni sinni heimaslóð.

Í Eyjunum hann oft var glaður,

orti þar sín bestu ljóð.

Góðar söng hann gamanvísur,

gat þá orðið líf og fjör

um sjóara og sætar skvísur

er samleið áttu á gönguför.

 

Hann og Oddgeir sungu saman

siguróð um dal og klett.

Á þjóðhátíðum þótti gaman

þessi ljóð að kveða létt.

Enda er það segin saga

þau sungin eru á landi hér,

ár og síð og alla daga

ómur þeirra víða fer.

 

Snilld hans bæði í ræðu og riti

risti djúpt í huga og sál.

Orðin hans og andans hiti

íslensk tign og fagurt mál.

Er sem mér í eyrum hljómi

enn þá snjallar ræður hans.

Yfir þeim var ávalt ljómi,

aðalsmerki listamans.

 

Hann var líka hafsins drengur,

hafði lært hjá Binna í Gröf.

Afar mikill aflafengur

er hann hlaut og sæmdargjöf.

Oft hann söng um Eyjamiðin,

aflabrögð og veðurfar,

fegurðina og fuglakliðinn,

fleyturnar á sjónum þar.

 

Ása í Bæ mun enginn gleyma,

eilíf verða ljóðin hans.

Eins og fljót þau afram streyma

eðlileg, sem lífið mans.

Eyjarnar með undramætti

áttu þennan góða son.

Ási sem að alla kætti,

alltaf söng um líf og von.

 

 Benedikt Sæmundsson, Akureyri

Á Básaskersbryggju fyrir gos

Tryggvi

 

Á Básaskersbryggju. 

Maður með hund, mér er sagt að maðurinn heiti Jakop Olsen. oliuafgreiðsluskúrinn í baksýn og staurar sem héldu uppi raflínum sem voru á bryggunni á þessum tíma.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband