Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2010 | 23:04
Mótornámskeið Fiskifélags Íslands 1965 - 1966
Nemendur og kennari á motornámskeiði Fiskifélags íslands haldið í Vestmannaeyjum 1965 til 1966. Mótornámskeiðið gaf réttindi til að vera vélstjóri með 400 hestafla vélar, en flestir bátar í eyjum á þessum tíma voru ekki með stærri vélar. Jón Einarsson forstoðumaður skólans kenndi einnig vélfræði í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum.
1. röð tfv; Ólafur Örn Kristjánsson, Halldór S. Þorsteinsson, Jón Einarsson forstöðumaður, Vöggur Ingvarsson, Agnar Pétursson.
2. röð tfv; Friðrik Ólafur Guðjónsson, Sævaldur Elíasson, Guðmundur Stefánsson, Garðar Þ. Magnússon, Gunnar Sigurðsson.
3. röð tfv; Arnar Einarsson, Ragnar KR. Sigurjónsson, Hjálmar Guðmundsson, Guðmundur Sigurjónsson.
4. röð tfv; Stefán Pétur Sveinsson, Helgi Leifsson, Hannes Bjarnason, Baldur Bjarnason.
Hægt er að stækka myndirnar með því að tvíklikka á þær.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2010 | 22:05
Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum 1969 til 1970
Nemendur og kennarar í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja 1969 - 1970
1. röð tfv; Þorsteinn Lúter Jónsson kennari, Steingrímur Arnar kennari, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri, Brynjólfur Jónatansson kennari Hallgrímur Þórðarson kennari.
2. röð tfv; Óskar Kristinsson, Jóel Andersen, Ólafur Jóhann Rögvaldsson, Benóný Benónýsson
3. röð tfv; Ásgeir Jóhannsson og Sævaldur Elíasson.
4. röð tfv; Haukur Böðvarsson, Lýður Viðar Ægisson, Jakop Jóhannesson, Guðmundur Hreinn Árnason.
Myndina lánaði mér Sævaldur Eliasson en myndirnar tók Óskar Björgvinsson ljósmyndari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010 | 23:02
Frábært viðtal við Sveinbjörn Hjálmarsson
Mig langar að benda á frábært viðtal við Sveinbjörn Hjálmarsson um Guðrúnarslysið 23. janúar 1953, viðtalið tók Arnþór Helgason bloggvinur minn, sjá slóð hljód.blogg.is hér neðst.
kær kveðja SÞS
Í þættinum, sem hér er birtur, segir Sveinbjörn Hjálmarsson, einn þeirra, sem komust af, frá þessum atburðum og draumum sem honum tengdust. Einnig er skotið inn athugasemdum Jóns Björnssonar frá Bólstaðarhlíð o.fl.
Þátturinn er birtur á mp3-sniði í 56 bita upplausn. Þeir, sem hafa hug á hljómbetra eintaki, geta haft samband við ritstjóra þessarar bloggsíðu.
Hlustendum skal bent á að þeir geta halað niður mp3-skránni og er það e.t.v. betra en að hlusta beint af netinu. Þátturinn er rúmar 43 mínútur og frásögnin tekur á.
http://hljod.blog.is/blog/hljod/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2010 | 18:36
Á netavertið á Ófeigi II VE.
Baujan tekin það er auðsjáanlega ekki mikill fiskur í netunum þegar horft er yfir úrgreiðsluborðið, en það var ekki vanalegt hjá Einari Ólafsyni sem var skipstjóri á Ofeigi II. þegarSigurður Sigurðsson tók þessar myndir. Sennilega er verið að taka þarna upp netin þar sem dregið er í eins og kallað er.
Gunnar Árnason við úrgreiðsluborðið ég þekki ekki þann sem er við hliðina á honum. Þeir voru flott klæddir á þessum árum þeir Gunnar Árnason og Ragnar Sigurbjörnsson báðir í flottum peysum, þarna er ekki brælan örugglega komið vor.
Því miður man ég ekki nafnið á þessum sem hér er í sjóstakknum með flotta prjónapotlu, en á seinustu myndinni er er Einar Ólafsson skipstjóri í peysu. Ég þekki ekki manninn á bryggunni sem er í stakknum. Hjólið á líklaega Sigurður Sigurðsson sem tók allar þessar myndir.
Eftirfarandi athugasemd sendi mér vinur minn Þórarinn Sigurðsson og þakka ég honum kærlega fyrir:
Sæll vertu Simmi..Maðurinn með baujuna heitir Steingrímur Sigurðsson og byr á Egilsstöðum.Sá við Hliðina á Gunnari er sennilega Hjálmar frá Borgarfirði eystri. Sá við hliðina á Ragga er Már Jónsson kennari.Sá með húfuna er Jón Gunnlaugsson bróðir Sverris á Vestmannaey og þessi á brygguni er Hjálmar frá Bakkafirði bróðir konu Jögvans í ríkinu. kv ÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2010 | 23:53
Fleiri gosmyndir frá Eyjum
Hér er hraunrenslið stopp við Fiskiðjuna, konan á myndinni er Gréta Kortsdóttir kona Sigurðar Sigurðssonar sem tók þessar myndir
Þessar myndir eru frá Kirkjuveginum en Sigurður bjó í þessu húsi þegar gaus í Eyjum 1973.
Þessar myndir eru teknar af húsum sem eru við Vestmannabraut og Faxastig lengst til hægri er Betel við Faxastíg , á seinustu myndinni er Gréta Kortsdóttir og Kort faðir hennar að vinna við að hreinsa lóðina við hús Korts.
Bloggar | Breytt 20.2.2010 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2010 | 21:35
Kranamenn SÓ
Er einhver sem þekkir þessa menn á myndinni ??
Kraninn var 1973 í eigu Sigurðar Óskarsonar kafara.
Nokkrir hafa haft samband vegna nafna á þessum mönnum á myndinni: tfv: Ágúst Erlingsson, Hafsteinn Guðjónsson, Ólafur Óskarsson, menn eru ekki sammála um þann lengst til hægri.
Bloggar | Breytt 19.2.2010 kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2010 | 21:23
Þeir unnu í Fesinu 1973
Þeir unnu í fesinu gosárið 1973 tfv; Haflið Albertsson og Gunnar Halldórsson
og á seinni myndinni eru þeir Hafliði Albertsson og Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði.
Bloggar | Breytt 18.2.2010 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2010 | 19:53
Stýrimannaskóli Vestmannaeyja 1943
Efsta röð tfv: Sigurður Jóelsson,
Magnús Jónsson kennari, Jón Bjarnason kennari, Þorlákur Guðmundsson kennari, Friðþjófur Johnsen kennari, Emil Magnússon kennari, Ólafur Halldórsson kennari, Sigurður Guðmundsson.
Önnur röð tfv: Einar Sigurjónsson, Sigurður Ólafsson, Sigurjón Ólafsson, Júlíus Hallgrímsson, Þorsteinn Þórðarson, Edvin Jóelsson.
Þriðja röð tfv: Sigfús Sveinsson, Sigurður Guðmundsson, Elías Sveinsson, Páll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Karl Guðmundsson, Sigurður Stefánsson, Guðmundur Hákonarson.
Fjórða röð tfv; Guðmundur Hákonarson, Magnús Grímsson, Hilmar Bjarnason, Ragnar Helgason, Emil Pálsson, Sveinbjörn Hjartarsson, Friðrik Friðriksson.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 19.2.2010 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2010 | 23:43
Vélamannaskóli Vestmannaeyja 1930
Myndin er af nemendum og líklega kennurum í Vélamannaskóla Vestmannaeyja 1930. Sævaldur Elíasson frá Varmadal lánaði mér myndina.
Efsta röð tfv; Guðni J. Guðmundsson, Magnús Guðmundsson, Magnús Jakopsson, Sigurður Sigurjónsson, Ólafur Jónsson, Júlíus Snorrason, Friðjón Jóhannsson.
Önnur röð tfv; Ottó Magnússon, Guðjón Jónsson, Sigurður Finnbogason, Katrín Gunnarsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristján Jónsson.
3 röð tfv; Ólafur Jónsson, Guðmundur Kristjánsson, Óskar Illugason, Sigurður Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Marinó Jónsson, Elías Sveinsson, Ögmundur Friðriksson.
4 röð tfv; Ingibergur Friðriksson, Jón Jóhannsson, Jón Ágústsson, Jón Kr. Ágústsson, Páll Þórðarsson, Óskar Guðmundsson, Indriði Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson.
Klikka þarf tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka hana.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 17.2.2010 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2010 | 20:58
Stórkostlegar björgunarsveitir á Langjökli
Enn og aftur fá björgunarsveitirnar veðskuldað hrós fyrir að bjarga lífi konu og 11 ára syni hennar á Langjökli. Ég held að fáir venjulegir menn geri sér grein fyrir hverssu mikið afrek þetta er, og hve mikið björgunarsveitarmenn leggja á sig þegar þeir fara í svona björgunarleiðangur, hvenær sem kallið kemur. Það er staðreynd að oft eru þessar ferðir björgunnarmanna mjög hættulegar fyrir þá sjálfa þó þeir tali ekki mikið um það, en sem betur fer eru fá slys hjá þessu fólki þó svo hafi ekki alltaf verið gegnum árin.
Við íslendingar getum verið svo óendanlega stolltir af þessum Björgunarsveitum að hálfa væri nóg, ég óska þeim hér með til hamingju með þessa frábæru björgun á Langjökli.
![]() |
Var búin að missa vonina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)