Færsluflokkur: Bloggar

Á síldveiðum í þá gömlu góðu daga

Síldveiðar 1

 

 Hér er síldveiðiskip með háfinn upp í bómu, skipið er Álsey VE 250

 Kær kveðja SÞS

 

 

 

 

 Síldveiðarnar a


Úr Þjóðhátíðarblaði Þórs 1962

Þjóðhátíð Siggi sig 1

 

Í Þjóðhátíðarblaði Þórs 1962 skrifar Árni Árnason frá Grund grein er hann nefnir Hugleiðingar um Þjóðhátíð. Þar segir meðal annars:

“ Allt löggæsluvald er óþarft í Herjólfsdal á Þjóðhátíðinni þótt allir íbúar Eyjanna séu þar samankomnir í 3 daga, auk aðkomugesta í jafnvel þúsundatali. Þessir bræðralags eiginleikar Eyjamanna vekja furðu gestkomandi hér og fólks úti á landsbyggðinni, þar eð venjulega um líkt leyti , berast fregnir um slys og róstur af margskonar héraðsmótum víðsvegar frá landinu. Þar þarf jafnvel lögreglumenn í tugatali til að halda uppi reglu og friði á mikið mannfærri útiskemmtunum og héraðsmótum. Hér vill enginn verða til þess að rjúfa friðhelgi Þjóðhátíðarinnar, það finnst hverjum heimamanni hin mesta og ófyrirgefanleg hneisa. – Enþá höfum við verið svo heppinn, að þessi hugsunarháttur og friðhelgi hrífur svo hugi aðkomugesta, að þeir hegða sér nákvæmlega eins þ.e. sem sannir þjóðhátíðargestir, sjálfum sér til gleði og öðrum til fyrirmyndar. Slíkt aðkomufólk er Eyjabúum aufúsugestir. – Um þetta mætti segja:

 

Heilir komið hingað þér

Herjólfs inn í dalinn,

allir jafnir, enginn hér

öðrum fremur talinn.-

Látum sjást, að sundrung ber

sætið yzt til hliðar.

Gleðjumst því unz gengin er

gullin sól til viðar.

  

Árni Árnason frá Grund

 


Fiskiðjan full út úr dyrum

landbur_ur_af_fiski_1959-32

 

Ætli við getum ekki bara skírt þessa mynd : "Einu sinni var".

Ég er hræddur um að þessi vinnubrögð  væru ekki leyfð í dag.

Myndin er tekin í apríl 1959  í Vestmannaeyjum nánar tiltekið  norðan við Fiskiðjuna.


Rúnar Júlíusson tónlistamaður m.m.

100_3462

 

 Myndirnar tók ég í september 2006 í skemmtiferð með starfsfólki Siglingastofnunar.

Einn liður í þessari ferð var að koma við hjá Rúnari Júlíussyni og hlusta á hann spila og syngja nokkur lög ásamt því að hlusta á skemmtilegar sögur sem hann sagði okkur. Hann kynnti líka fyrir okkur Popp safnið sem ég man því miður ekki hvað heitir.

Rúnar var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og drengur góður.

Guðmundur Rúnar Júlíusson eins og hann hét fullu nafni fæddist í Keflavík 13. apríl 1945, sonur Júlíusar Eggertssonar múrarameistara og Guðrúnar Stefánsdóttur Bergmann. Rúnar varð kunnur knattspyrnumaður á unglingsárum sínum og lék með Keflavíkurliðinu þar til hann sneri sér að tónlist. Rúnar  lést í desember 2008.

Á tveimur síðustu myndunum er hópurinn frá Siglingastofnun að fylgjast með Rúnari og áhuginn leynir sér ekki hjá fólkinu.

 

 

 

100_3463

 

100_3465

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

100_3469


Saga báts: Húni II. í tímana rás

Húni II

 Einn góður vinur minn sendi mér um daginn lítið rit sem ber nafnið: Saga báts: Húni II. í tímana rás.

Höfundur efnis: Þórarinn Hjartarson

Útfefandi: Hollvinir Húna II.

Gefið út með styrk frá Hagþenki.

Forsíðumynd: Þorgeir Baldursson.

Í þessu riti er rakin saga Húna II í máli og myndum, hvar hann var byggður og hverjir unnu við smíðina, einnig hverjir hafa átt skipið og hvernig hefur gengið að fiska á það.

Akureyringar eiga heiður skilið að hafa nú tekið Húna II í sína vorslu og eru staðráðnir í að varðveita skipið, sem nú er safnskip sem notað er til skemmtisiglinga með farþega.

Ég skrifa kannski meira seinna um þetta skip hér á síðuna mína, en ég hef aðeins gegnum starfið mitt kynnst þeim frábæru mönnum sem í dag eru eru þessir svokölluðu hollvinir Húna II.

Það gætu margir áhugamenn um varðveitslu gamalla skipa tekið þessa menn á Akureyri til fyrirmyndar.

Kær kveðja


Skírn Sigmars Benóný á Króknum

IMG_4675IMG_4661

Um helgina fórum við fjölskyldan til Sauðakróks til að vera við skírn á nýjum peyja sem kom í heiminn 9. febrúar, foreldrar Óskar Friðrik Sigmarsson og Júlía Pálmadóttir Sighvats, Peyjinn fékk nafnið Sigmar Benóný. Myndirnar eru teknar við það tækifæri. Mynd 1. Vantar nafnið á myndasmiðinn, Magnús Orri, Óskar  Friðrik, Júlía og Sigmar Benóný. Mynd 2. Óskar Friðrik, Magnús Orri og Ketill.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af Júlíu sem gerir sig klára fyrir skírnina, mynd 4. er Hrefna Brynja að lesa ljóð eftir Pálma afa Sigmars Benóný og síðan kemur presturinn sem heitir Gísli og Sigmar Þór.

 

IMG_4667IMG_4678

 

 IMG_3027.CR2

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölskyldumynd þar sem Gömlu hjónin eru með börnum og mökum þeirra ásamt barnabörnum. Fremsta röð tfv: Magnús Orri Óskarsson, Óskar Friðrik Sigmarsson, Hrefna Brynja Gísladottir, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, heldur á Sigmari  Benóný Óskarsyni, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Matthías Gíslason, Bryndís Gísladóttir. Aftari röð tfv: Júlía Pálmadóttir Sighvats, Harpa Sigmarsdóttir, Kolbrún Soffía Þórsdóttir, Þór Sæþórsson, Hrund Snorradóttir og Gísli Sigmarsson.

 

IMG_1724IMG_3010

 

 

 

 

 

 

 

Pálmi, Hrefna Brynja og Sigmar Þór, Birgitta í dyrunum. þá koma Birgitta og Kolla í góðum gír. og hér fyrir neðan eru stolltar ömmur  Kolla og Birgitta með Sigmar Benóný.

IMG_1736IMG_1738

 

Bryndís, Hrund, Harpa og Kolbrún Soffía.

IMG_4674IMG_4673


Skemmtileg mynd

EPSN0028

 

Geirþrúður Sigurðardóttir ( Geira) sendi mér þessa skemmtilegu mynd  Þarna sést í Þurkhúsið og Ystiklettur og Miðklettur eru á miðri mynd.


Sveinbjörn Snæbjörnsson 50 ára 1971

Afmæli Bjössa Snæ 1Afmæli Bjössa Snæ 2

Myndirnar eru teknar í 50 ára afmæli Bjössa Snæ en afmælisveislan var haldin á Hótel Hamar við Heimagötu árið 1971; þarna má sjá  nokkur þekkt andlit sem Eyjamenn þekkja en mikið af þessu fólki er nú farið yfir móðuna miklu.

mynd1: Pála og Stella
mynd 2 : Mæja, Silla, Stella,Kolla, Katrín, Rúna, Bobba í fremri röð Erla, Sigga og Pála.
mynd 3: Siggi, Bjössi
mynd 4: Dolli, Gísli, Svenni og Binni í Gröf. Í fremri röð Ingólfur,Bjössi og Bjössi á Gjafar.
mynd 5 : Kristján , Sigurjón, Matti, Baldvin ( gerði mér ekki grein fyrir að Svenni væri svona líkur pabba sínum), ?
mynd 6: Pétur, Silla og Angantýr

Afmæli Bjössa Snæ 3Afmæli Bjössa Snæ 4

 

Afmæli Bjössa Snæ5Afmæli Bjössa Snæ 6


Myndasería af Vestmannaey VE 444

Torfi 1

 

Svona er á sjó

 Frábærar myndir af Vestmannaey VE 444 þar sem hún siglir í suðaustan hvassviðri frá Faxasundi og inn til Vestmannaeyja.

Myndirnar sendi mér vinur minn Torfi Haraldsson og þakka ég honum kærlega fyrir þessa skemmtilegu myndaseríu.

 

 

  

Torfi 2Torfi 3

 

 

Torfi 4Torfi 5

 

 

Torfi 6

 

 Til að stækka myndirnar þarf að tvíklikka á þær.

Kær kveðja SÞS


Leó um borð í Leó VE 400

Leó um borð í Leó VE

 Það hefur alltaf verið vinsælt hjá peyjum í Eyjum að fá að fara með í róður á skipum sem papparnir eru á eða eiga.

Myndina tók ég í Júni 1964 af Leó Óskarsyni syni Óskars Matthíassonar þegar hann fór með okkur í róður á Leó VE 400. Þarna erum við auðsjáanlega á trolli og á keyrslu með fótreipistrollið inni. Þarna má einnig sjá bastkörfur sem notaðar voru undir kola og lifur og fl.

Leó varð síðar skipstjóri og útgerðarmður.

 

 

 Leó um borð í LeÓó VE 400


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband