Færsluflokkur: Bloggar

Illugagatan gosárið 1973

Kolla séð niður Illugagötu Séð niður Illugagötu,þarna sést hvað mikill vikur kom úr Eldfelli vestst í bænum.


Gamall vörubíll við stakkstæði í Eyjum

Vörubíll 2 Ekki er vitað árið sem þessi mynd er tekin, en þetta er örugglega með fyrstu vörubílum sem komu til Vestmannaeyja.


Ljóðið LÍFSREGLUR

Ljóðið LÍFSREGLUR eru úr ljóðabókinni Erla HÉLUBLÓM sem gefin var út í Reykjavík 1937 og er eftir Guðfinnu Þorssteinsdóttir.
Þetta er með fallegri ljóðum sem ég hef lesið.

Lífsreglur.

Vertu alltaf hress í huga,
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga.
Baggi margra þungur er.
Treystu því að þér á herðar,
þyngri byrði´ ei varpað er
en þú hefur afl að bera.
Orka blundar næg í þér.

Grafðu jafnan sárar sorgir
sálar þinnar djúpi í.
Þótt þér bregðist besta voni,
brátt mun lifna önnur ný.
Reyndu svo að henni´ að hlynna,
hún þó svífi djarft og hátt.
Segðu aldrei: ,, Vonlaus vinna!“
Von um sigur ljær þér mátt.

Dæmdu vægt, þótt veffarandi
villtur hlaupi gönguskeið.
Réttu hönd sem hollur vinur,
honum beindu‘ á rétta leið.
Seinna, þegar þér við fætur
Þéttast mótgangs-élið fer,
mænir þú til leiðarljóssins,
ljóss, sem einhver réttir þér.

Dæmdu vægt um veikan bróðir
veraldar í ölduglaum‘,
þótt hans viljaþrek sé lamað,
þótt hann hrekist fyrir straum´,
Sálarstríð hans þú ei þekkir,
þér ei veizt hvað mæta kann,
þótt þú fastar þykist standa;
þú er veikur eins og hann.

Fyrr en harða fellir dóma,
fara skaltu´ í sjálfs þín barm.
Margur dregst með djúpar undir;
dylur margur sáran harm.
Dæmdu vægt þíns bróðir bresti;
breyzkum verður sitthvað á.
Mannúðlega´ og milda dóma
muntu sjálfur að kjósa´ að fá.

Þerraðu kinnar þess er grætur.
Þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta,
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjarn. Vertu mildur.
Vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.

Guðfinna Þorsteinsdóttir


46 ár frá gosinu á Heimey

 Það eru 46 ár frá því gos hófst á Heimaey , myndina tók ég um borð í Elliðaey VE 45 er gosið stóð yfir. Á myndinni eru t.f.v: Hreinn Gunnlaugsson og Eiður Þórarinsson.
10. Elliðaey VE á veiðum inn á Ál Gosið í baksýn


Seyðisfjörður

100_3526


Víslaleikur


Vísnaleikur
Fléttum hróður, teflum taflið
teigjum þráðinn snúna.
Botn fæst með því að sleppa fyrsta staf hvers orðs fyrir sig.
Léttum róður, eflum aflið
eygum ráðin núna.

Heimaklettur í vetrarbúningi

Heimaklettur er alltaf jafn flottur hvort sem hann er í sumar eða vetarbúningi.

En þessi mynd af honum passar betur við jólin.
Heimaklettur í vetrarb.



Jólakort, friður yfir þessari mynd

jólamynd á korti


Jólakveðja 2018

Jólakveðja jólin 2018

Kæru blogg vinir mínir
sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár
með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári .
Hafið það alltaf sem allra best.

Með hátíðarkveðju

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Hvert vinarorð

Hvert vinarorð,
sem vermir hug,
þá vakir böl og stríð.
Hvert góðs mannsorð,
sem gleður hug,
mun geymast alla tíð.

Höfundur ókunnur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband