Færsluflokkur: Bloggar
20.5.2019 | 23:34
Reykjavíkurflugvöllur í kvöld, gaman að skoða þessar DC 3 flugvélar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2019 | 13:13
Læra að taka lag og mið
Þetta er vel ort og segir hvað sjómenn þurftu að kunna hér áður fyr :-)
Lærði að taka lag og mið,
lenda, stjaka, halda við,
skorða, baka, hitta hlið,
hamla , skaka og andóið –
Hausa, fletja, slíta slóg,
sleddu hvetja, ausa sjó,
fast að setja, fíra kló,
fella net og splæsa tó –
Grunnmál taka, leggja lóð,
lúðu flaka, slæja kóð,
seglum aka, beita bjóð,
blóðga, kraka, róa í njóð.
( Oddarímur sterka ) Örn Arnarson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2019 | 22:39
Er hins fagra ég eitt sinn naut
í orðum þínum hlýjum,
fannst mér sólin finna braut
fram úr þrumuskýjum.
EMJ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2019 | 16:24
Olíubryggjan inni í Botni
Þessi mynd hefur áður komið hér á bloggið mitt, en hún vekur upp margar góðar minningar frá gömlum tíma þegar Botninn og fjörurnar voru leiksvæði peyjanna í Eyjum.
Bloggar | Breytt 13.5.2019 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2019 | 22:20
Við skulum ætíð verkin vinna
Við skulum ætíð verkin vinna
vera í hverju starfi trú,
og sigurgleði síðar finna.
Í sameiningu ég og þú.
(Sólveig frá Niku)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2019 | 22:01
Hefði gamalt ráð sjómanna getað bjargað bátnum ?
Þann 14. apríl 1992 skrifaði ég grein í Morgunblaðið um gamalt ráð sjómanna til að bjarga skipum sem fá bráðan leka. Síðan ég skrifaði greinina hafa margir bátar sokkið eftir að hafa keyrt á rekald eða steitt á skeri og fengið gat á bol undir sjólínu. Nú síðast sökk bátur skammt undan landi við Hvammstanga í fyrrinótt. Það er spurnig hvort þetta gamla einfalda ráð eldri sjómanna hefði getað bjargað þessum bát að landi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2019 | 23:14
Nýsmíði á Óseyrarbryggju Gunna Beta
Nýr glæsilegur plastbátur á Óseyarbryggju. Nafn Gunna Beta st 60 sk.nr. 2951 og í baksýn má sjá nýtt tréspýtuhús í smíðum fyrir Hafró.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2019 | 23:10
Það er komið líf við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði
Það lifnar allt við á Óseyarbryggju þegar strandveiðarnar byrja.Þá fara trillukarlar til veiða og koma að landi seinnipart dags með fiskinn til löndunar. Það er skemmtilegt að fylgjast með þeim að störfum :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)