Færsluflokkur: Bloggar
11.7.2019 | 16:12
Logn og brim við Ofanleitishamar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2019 | 22:59
Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1925 - 1930
Frá Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Herjólfsdal 1925 - 1930. í ræðustól er Jess á Hól það kemur fram í texta með myndinni. myndina tók Kjartan Guðmundsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2019 | 22:33
Vangaveltur eftir Ágúst Sæmundsson
Ágúst Sæmundsson fæddist á Þorleifsstöðum á Rangárvöllum 19. september 1923. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 19. maí 2013. Hann var gott skáld og gerði mörg góð og skemmtileg ljóð og vísur, sem eiga kanski vel við í dag,
Vangaveltur er eitt af þeim :-) .
Vangaveltur.
Mörg er landsins fegurð föl,
fjárvon toppa lokkar.
Þeir eru að verða þjóðarböl,
þessir stjórnarflokkar.
--
Álver þykir óskahnoss,
sem allar byggðir styrki.
Duga myndi Dettifoss
í dágott orkuvirki.
--
Ekki þarf að efa það
álver kvöð fram beri.
Mætti gera Gullfoss að
góðu orkuveri.
--
Færi einhver stór á stjá
með stóriðjuna nýja.
Úr Geysi mætti gufu fá
gufuhverfla að knýja.
--
Margt er það sem getur gerst,
græðgin fái að stjórna.
En þó telst það allra verst
ásýnd lands að fórna.
-
Ágúst Sæmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2019 | 21:48
Öryggisbúnaður við Reykjavíkurhöfn til fyrirmyndar
Þetta er til fyrirmyndar hjá Reykjavíkurhöfn. Krókstjaki, bjarghringur og Björgvinsbelti. Gul lína fyrir framan sem merkir að ekki skuli setja neina hluti fyrir framan þennan öryggisbúnað.
Bloggar | Breytt 1.7.2019 kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2019 | 16:55
Einu sinni var
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2019 | 23:14
Flugvél á Reykjavíkurflugvelli, svolítið sérstök þessi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)