Konur í Slysavarnardeildinni Eykyndli Vestmannaeyjum

Stjórnin í slysó  Stjórn  Slysavarnardeildarinnar í kringum 1990.

Fremri röð f.v. Kolbrún Óskarsdóttir,Ingibjörg Andersen, Ester Valdimarsdóttir. aftari röð f.v. Inga  Eymundsdóttir, Lára Þorgeirsdóttir, Nanna Rósa Magnúsdóttir, Októvía Andersen.

Slysavarnardeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum hefur í gegnum árin verið ein duglegasta deild Slysavarnarfélagsins. Deildin hefur ekki bara styrkt slysavarnir í Vestmannaeyjum heldur hefur hún verið ein af öflugustu deildum hvað varðar fjárframlög til Slysavarnarfélags Íslands. Þettahef ég  lesið í Árbókum félagsins. Það væri gaman að taka það saman hvað þessar konur hafa áörkað síðan Slysavarnardeildin Eykyndill var stofnað, það hlítur að vera allt skráð í fundargerðarbækur félagsins.

 Sjómenn ! nú er Sjómannadagurinn um helgina, væri ekki sterkur leikur að heiðra einhverjar af þeim konum sem lengst hafa starfað í Eykyndil, þær eiga það svo sannarlega skilið af okkur, það er mín skoðun og öruglega eru margir sjómenn mér sammála.

Kær Kveðja

Sigmar Þór

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar Þór, það væri kannski vel til fundið að koma með svona tillögu fyrr. því eins og þú veist þá er búið að skipuleggja helgina, en engu að síður er það rétt hjá þér Sigmar að þessar konur eiga sko marga viðurkenninguna skilið. Kær kveðja úr blíðunni í Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi minn, þetta er auðvitað rétt hjá þér að þessi tillaga er of seint komin fyrir þennann Sjómannadag, þar sem þetta er ákveðið með nokkrum fyrirvara. Þetta á ég að vita þar sem ég starfaði í Sjómannadagsráði Vestmannaeyja í 11 ár auk þess að sjá um útgáfu  Sjómannadagsblaðs Vm í önnur 11 ár.                                             

 En mig langar að minna þig á að ég hef í blaðagreinum áður bent á hvað þessar konur hafa unnið mikið að slysavörnum okkar sjómanna, nú síðast nefndi ég þetta í grein um Björgvinsbeltið sem ég skrifaði í Fréttir á dögunum. Eins og þú kannski veist þá hef ég gaman af því að grúska í gömlum blöðum og bókum tengdum Eyjum og sérstaklega er mitt áhugasvið tengt öryggismállum sjómanna. Í þessu grúski kemur upp aftur og aftur nafn Slysavarnardeildarinnar Eykyndils, og ár eftir ár eru það sömu konurnar sem eru að vinna í þessu félagi og hafa gert í áratugi. Þess vegna kemur starf þeirra upp í huga minn á dögum eins og á Sjómmannadaginn.

Kæri bloggvinur til hamingju með SjÓMANNADAGINN

kær kveðja Sigmar Þór

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.5.2008 kl. 10:22

3 identicon

Ævinlega blessaður frændi.   Talandi um að heiðra konur, mér dettur oft í hug saga sem Doddi mágur minn  (Þorsteinn Guðmundsson) sagði mér fyrir nokkrum árum.  Hann var þá í sjómannadagsnefnd heima í Eyjum.  Það var og er kannski enn til siðs að "Eykindilskonur "seldu kaffi á sjómannadaginn (í Alþýðuhúsinu) Doddi fékk blað með nokkrum nöfnum kvennanna, og átti að heimsækja  þær til að minna þær á að baka köku fyrir söluna.  Það var allur gangur á því hvernig hann hitti á, hjá þeim blessuðum sumar aðallega  yngri konurnar voru mjög uppteknar yfir barnauppeldi eðlilega.  Eitt nafnið á listanum var "María Pétursdóttir" sjómannskona og sjómannsmamma.  María tók vel á móti Dodda bauð honum í kaffi og spjall.  Þar kom að því að hann bar upp erindið, og sýndist þeim standa "súkkulaðiterta" aftan við nafn Maríu á listanum.  Já , já sagði Maja ég baka þá bara tvær. ( henni líkt)  En þegar Doddi kom heim , og fór að skoða listan betur, sá hann að þar sem þau höðu lesið orðið súkkulaðiterta, stóð " sjúklingur"  hann átti að sleppa henni þetta árið.  Mín bakaði bara tvær.  Kveðja Björk P.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Björk frænka, þetta er skemmtileg saga og lýsir Maríu P vel þetta er alveg eins og hún er sú góða kona. Þakka þér kærlega fyrir þetta innlit það er alltaf gaman að heyra frá skyldmennum sínum.

kær kveðja Sigmar Þór

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.6.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband