Einu sinni var: Gamanvísur frá Raufarhöfn

100_3578 Raufarhöfn er snyrtilegur Bær og mikið búið að gera fyrir hafnarsvæðið. 

Gamanvísur frá Raufarhöfn eftir Sigurð Árnason á Raufarhöfn, þær segja mikið um lífið þar hér áður fyr.

Á Raufarhafnarplönum er lífið tekið létt,

Þó lítið sé um það í bækur ritað;

Þar þykjast flestar jómfrúr og það er kannski rétt

En þetta getur enginn vitað.

Eða kannski mætti segja sem svo:

Það fyllist hér allt af fólki senn,

Það er fjarskaleg ósköp að gera;

Það eru bæði mætir menn

Og meyjar, sem eiga að vera.

---------------- o --------------

Hér er á kvöldin ærsl og gleði tóm,

Og ýtar hafa á brennivíni sinnu;

Og stúlkurnar dansa á háhælum skóm,

En herrarnir slást í næturvinnu.

------------------ 0 ---------------

Hér er auma ólukkans törnin,

Allt er löðrandi í slori;

En hver á að sjá um blessuð börnin,

Sem birtast á næsta vori.

Sigurður Árnason á Raufarhöfn sem gerði þessar vísur kom oft í mötuneyti verksmiðunar á Raufarhöfn til ráðskvennanna, og fékk hann þar ,, eiginlega allt, sem hann vildi" , að eigin sögn. Við brottför þeirra eitt haustið kvað Sigurður:

Ég skil við ykkur sæll og sáttur,

Ég sást oft í þessum stað,

Og þið gerðuð fyrir mig meira en máttuð,

En menn spyrja: Hvað var það ?

 

Þessar vísur eru teknar úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1968.

Kær kveðja SÞS

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Ragnar Emilsson

veistu Simmi þetta hefði allveg getað verið kveðið í Þorlákshöfn fyrir tæpum aldarfjórðugi þegar ég var að stúga mín fyrstu spor á bröttum öldum lífins í Höfninni .1986 voru um það bil 70 bátar og skip sem lönduðu í Höfninni . í vetur sem leið vorum við  3 bátar með net 3 með dragnót 1 togari

Guðlaugur Ragnar Emilsson, 18.5.2008 kl. 04:44

2 identicon

Einu sinni var

Raggi E (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 05:21

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Geill og sæll Ragnar, já það eru breyttir tímar, kannski hefði ég átta að hafa fyrirsögnina EINU SINNI VAR EKKI KVÓTAKRFI. Þá var líf á landsbyggðinni, nú er öldin önnur flestir útgerðarstaðir á landinu á niðurleið af mannavöldum.

Takk fyrir innlitið Raggi og ég bið að heilsa þér og þínum

kær kveðja Sigmar Þór 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.5.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þetta átti auðvitað að vera Heill og sæll Ragnar kv sþs

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.5.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það var fjör á "Raufinni" hér áður fyrr!

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband