Sigurjón Óskarsson útgerðarmaður og skipstjóri Eyjamaður ársins

Óskar M. og Sigurjón Ó

 Þar kom að því að Sigurjón væri kosin Eyjamaður ársins, hann á það svo sannarlega skilið. Innilega til hamingju með titilinn Sigujón og einnig  óska ég Sigurlaugu Alfreðsdóttir  konu hans og Þóru Sigurjónsdóttir móður hans til hamingu með Peyjann.
Á myndinni eru þeir feðgar Óskar Matthíasson og Sigurjón Óskarson við eldhúsborðið að Illugagötu 2. Sennilega að reikna út gróðann eða tapið af útgerðinni Smile.
Eyjamaður ársins

Eyjamaður ársins 2010 kemur úr röðum útgerðarmanna en Sigurjón Óskarsson og fyrirtæki Ós ehf. létu smíða nýtt og glæsilegt skip sem þeir tóku á móti seint á síðasta ári.  „Það er mat þeirra sem til þekkja að Ós ehf., útgerð Þórunnar sé eitt best rekna fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi í dag. Sigurjón tók við kyndlinum af föður sínum, Óskari Matthíassyni, Óskari á Leó, sem var annálaður skipstjóri og aflamaður. Sigurjón er margfaldur fiskikóngur, en þann titil hlaut skipstjórinn sem var aflahæstur á vetrarvertíð. Hann hefur auk þess bjargað eða komið að björgun fjögurra áhafna. Í fyllingu tímans hætti Sigurjón að róa og sneri sér nú að útgerðinni af sama krafti og metnaði sem einkenndi hann á sjónum. Sigurjón hefur frá upphafi aðlagað útgerðina að fiskveiðistjórnunarkerfi hvers tíma og nýtt þau tækifæri sem þau bjóða upp á. Og nú er útgerðin að stíga stórt skref inn í framtíðina með nýrri Þórunni Sveinsdóttur, sem er sú þriðja í röðinni. Þórunn er að öllu leyti stórglæsilegt skip og er það mat kunnugra að hér sé komið eitt best búna skip íslenska flotans. Vægt áætlað munu um 20 vel launuð störf skapast með tilkomu Þórunnar sem skiptir miklu fyrir bæjarfélagið í heild því þegar upp er staðið erum við Eyjamenn allir á sömu skútunni,“ sagði Ómar áður en hann afhenti Sigurjóni og fjölskyldu hans viðurkenninguna.
Þetta er af fréttavef Frétta í Vestmannaeyjum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband