Minning um Óskar Matthíasson skipstjóra

 

Hafstein Sóskar ljóð

Hafsteinn Stefánsson skipasmiður og skáld og Óskar Matthíasson skipstjóri og úgerðarmaður

Bréf og ljóð eru frá Hafseini Stefánssyni skipasmið og skipstjóra sem bjó lengi í Vestmannaeyjum og starfaði þar sem skipasmiður, sjómaður og skipaeftirlitsmaður.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------

Selfossi 22.desember 1992

Vegna burtfarar Óskars Matthíassonar skipstjóra.

Kæri vinur, eins og ég sagði þér í símanum, þá vorum við Óskar saman í skipsrúmi fyrstu vertíðina sem ég var í Eyjum. Þá kynntumst við stúlkum þeim sem urðu okkar lífaförunautar , á lífsgöngunni. Það var alltaf einhver ósýnilegur þráður á milli okkar sem aldrei slitnaði, og þessi þráður hélt fyrir mér vöku í nótt, og þá urðu þessi vísukorn til.

HS

Góðan vilja varst þú með í för

á vegi lífsins allt til sólarlagsins

áttir dirfsku og kapp við ægis kjör

og kærleika sem mýkir þrautir dagsins.

 

Er til hinstu farar flaut þitt skip

um feigðarsund í ljúfu aftanskini

fannst mér vetrarbrimið breyta um svip

og báran horfa á eftir kærum vini.

 

                                Hafsteinn Stefánsson

 


Hljómsveitin Kúmen 7 og sjóliðarnir ungu

Birgir, Sigurgeir og Ólafur (Lalli)Gísli , Sigurður og Frosti

Þetta eru meðlimir í góðri danshljómsveit sem hét Kúmen 7, en hljómsveitameðlimirnir  heita: Birgir, Sigurgeir og Ólafur (Lalli). Var búinn að segja að hlómsveitinn héti  Eymenn en var leiðréttur af tveimur heiðursmönnum hér í athugasemdum.  Takk fyrir það Tóti og Pétur.

Mynd 2: Þessir ungu sjóliðar heita Gísli, Sigurður og Frosti Gíslasynir. Myndin tekin á Faxastig 47 heima hjá foreldrum þeirra Gísla Sigmars og Sjöfn Benónýsdóttir.

kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 27. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband