Gleðilegt nýtt ár 2017

Heiðar gamlárskvöld 1Gleðilegt nýtt ár 2017.

  Með þessari fallegu mynd af minni gömlu góðu götu Illugagötu sem Heiðar Egilsson tók á gamlárskvöld fyrir margt löngu sendum við Kolla  öllum vinum og vandamönnum ásat öllum þeim sem heimsótt hafa nafar bloggið mitt góðar óskir um gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það liðna.

Það er á þessum stundum sem við  minnumst þess hvað gaman var að vera í Eyjum að fylgjast með og stundum að taka þátt í flugeldafjörinu á Illugagötuni.Hvergi var skemmtilegra að vera á þrettándanum en í Vestmannaeyjum  Áramótakveðjur Kolla og Simmi


Þyrlur og vel þjálfaðar áhafnir þeirra eru ómissandi öryggistæki

PUMA TF-LÍFHöfum í huga: Landhelgisgæslan á mjög stóran þátt í að bjarga sjómönnum frá alvarlegum slysum og dauða enda hefur hún haft á að skipa frábærum sjómönnum, flugmönnum og flugliðum. Þyrlusveit Lhg. hefur unnið ótrúleg björgunarafrek og hefur hróður þyrluáhafna aukist til muna eftir að Lhg. fékk stærri og kraftmeiri þyrlur eins TF-LÍF en hún kom til landsins 1995.

Í samantekt hjá flugdeild Lhg. kemur fram að frá árunum 1999 til 2008 eða í 10 ár hafa þyrlurnar bjargað 203 sjómönnum úr sjó eða frá skipum og er þá meðtaldir þeir sem sóttir hafa verið veikir eða slasaðir um borð í skip á hafi úti.

Þyrlusveitir Lhg. hafa því bjargað að meðaltali rúmumlega 23 mönnum á ári síðustu 10 árin. Í sömu vikunni, 5. til 10. mars 1997, bjargaði þyrlan TF LÍF hvorki meira né minna en 39 sjómönnum af þremur skipum. Flutningaskipið Víkartindur strandaði við Þjórsárósa 5 mars 1997 en þar bjargaði þyrlan 19 mönnum af skipinu við erfiðar aðstæður og lélegt skyggni. Skömmu áður hafði varðskipið Ægir gert tvær árangurslausar tilraunir til að koma dráttartaug í skipið þar sem það lá vélarvana fyrir akkerum tvo kílómetra frá landi. Varðskipið varð fyrir broti í seinni tilrauninni með þeim afleiðingum að einn skipverji af Ægi fór fyrir borð og drukknaði.

Flutningaskipið Dísarfelli fórst 9. mars 1997 er það var statt 100 sjómílur suðaustur af Hornafirði í kolvitlausu veðri og 8 til 10 metra ölduhæð. Þar bjargaði þyrlan 10 sjómönnum en tveir menn fórust.

Þann 10 mars 1997 bjargaði þyrlan 10 manna áhöfn netabátsins Þorsteins GK þegar skipið rak vélarvana að landi undir Krýsuvíkurbergi þar sem það síðan strandaði upp í klettunum.


Þyrlur eru lífsnauðsynlegar

Enn og aftur sanna þyrlur og áhafnir þeirra hjá Landhelgisgæslu hve þær eru þörf og lifsnauðsynleg björgunartæki.Það er merkilegt að Landhelgisgæslan skuli vera fjársvelt og með ólíkindum að ekki skuli vera búið að ákveða endurnýjun á þyrluflotanum sem er okkur svo lífsnauðsynlegur.

Fróðlegt væri að vita hve mörgum mannslífum þyrlurnar og auðvitað áhafnir þeirra hafa bjargað á síðustu 20 áru. Það mætti halda betur á lofti starfi Landhelgisgæslunnar, sjaldan er rætt við áhafnir á þyrlum sem hafa bjargað mönnum úr lífsháska bæða á landi og sjó.

Oftast er rætt við þann eða þá sem bjargað er sem er hið besta mál. En það getur líka bæði verið vandasat og hættulegt að vera í áhöfn þyrlu í vondum veðrum. En það virðist minna hugsað um það.


mbl.is Þyrla flutti sjúkling frá Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólakveðja til bloggvina


Jólin 2016.
Kæru bloggvinir og allir þeir sem heimsækja þessa síðu mína nafar blogg.
Sendi mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár
með þökk fyrir ánæjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Þetta fallega ljóð eftir Hákon Aðalsteinsson á vel við góða jólakveðju.

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
Þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
Þá eyðist þitt skammdegis myrkur.

Það ljós hefur tindrað um aldir og ár
yljað um dali og voga.
Þó kertið sé lítið og kveikurinn smár
mun kærleikur fylgja þeim loga.

Höf. Hákon Aðalsteinsson

Hátíðarkveðjur
Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband