Þyrlur eru lífsnauðsynlegar

Enn og aftur sanna þyrlur og áhafnir þeirra hjá Landhelgisgæslu hve þær eru þörf og lifsnauðsynleg björgunartæki.Það er merkilegt að Landhelgisgæslan skuli vera fjársvelt og með ólíkindum að ekki skuli vera búið að ákveða endurnýjun á þyrluflotanum sem er okkur svo lífsnauðsynlegur.

Fróðlegt væri að vita hve mörgum mannslífum þyrlurnar og auðvitað áhafnir þeirra hafa bjargað á síðustu 20 áru. Það mætti halda betur á lofti starfi Landhelgisgæslunnar, sjaldan er rætt við áhafnir á þyrlum sem hafa bjargað mönnum úr lífsháska bæða á landi og sjó.

Oftast er rætt við þann eða þá sem bjargað er sem er hið besta mál. En það getur líka bæði verið vandasat og hættulegt að vera í áhöfn þyrlu í vondum veðrum. En það virðist minna hugsað um það.


mbl.is Þyrla flutti sjúkling frá Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband