Gömul mynd Friðarhöfn í Eyjum

Friðarhöfn Gjafar VE og Haraldur VE


Una jónsdóttir skáldkona m.m.

Heimaey

Þú blessuð eyja blómguð þíð
þig blessi drottinn alla tíð.
Þú verður alltaf vina mörg
og veitir stóra björg.

Ég fæddist upp við fellið þitt;
þú fyrirleyst ei nafnið mitt;
Allir sem að una hér,
þeir unna líka þér.

Og ég hef tínt þín blessuð blóm´
er bæta mönnum heilsutjón,
svo oft til bata öðrum hér
og einnig líka mér.

Una Jónsdóttir
grasakona

Drykkjumaður bað Unu eitt sinn að senda sér vísu sem hún gerði.
Vísuna kallaði hún Heilræði.

Heilræði

Hættu að drekka að heimsins list,
hvað sem að þér gengur.
Í þann hópinn ertu víst,
alltof góður drengur.

Það er versta þjóðarböl,-
þar um vil ég ræða,
verndi þig frá vínsins kvöl
voldugur faðir hæða.

Una Jónsdóttir skáldkona.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband