Í aðgerð á síðutrolli

í aðgerð með borðGömul mynd af óþekktum að ég held eyjasjómönnum í aðgerð, ekki heldur vitað hvaða bátur er hér að toga á síðutrolli. Takið eftir hvað borðið liggur lágt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu Simmi minn..Er þetta hundur seem liggur þarna á dekkinu og ber í stunnuna,það er eins og spilin hafi verið í bb síðunni og þetta er illa viðhaldinn stálbátur svo virðist að "niðurgangurinn" í lestina sé þarna fremst við hvalbaks þilið, ekki man ég eftir neinum svona bát hér,en það segir svo sem enga sögu,sjáðu kassann sem er festur við mastrið,og er kirfilega merktur "sanitas" kv héðan úr Eyjum þar sem Lundinn er ljúfastur fugla og múkkinn er byrjaður að verpa... kv þs

þs (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þórarinn og þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd. Ég get ekki anað en dáðst að því hvað þú tekur vel eftir því sem er á myndinni. Ég hafði ekki tekið eftir svarta hundinum né sanitas Ölkassanum en sé þetta allt sem þú minnist á þegar maður fer að grína í myndina. Já ég er mikið búinn að reyna að finna út hvaða bátur þetta er en ekki fundið það út. Markus á Ármóti tók þessa mynd. Maður man ekki eftir svona illaútlítandi eyjabát.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.5.2009 kl. 22:56

3 identicon

Markús fór með þennann bát í afleysingum, ef ég man þetta rétt - Mig minnir að báturinn hafi heitið Sæunn (ég er þó ekki viss) - Gæti best trúað að þeir séu við veiðar á Víkinni - Mér finnst ýsan vera væn sem kallarnir eru að gera að (á Víkinni var oft stór og góður fiskur) - Ég man þegar maður eyddi löngum sumrum á trolli á víkinni sem unglingur og horfði löngunaraugum í land í sumarblíðunni -

Kjartan Ásm. (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kjartan takk fyrir þessa athugasemd. Þetta gæti verið austur á Vík þar sem alltaf var stór og góður fiskur. Mikið kannast ég vel við þessa síðustu setningu; ,, og horfði löngunaraugum í land í sumarblíðunni .

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.5.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband