Gott að eiga öflugar björgunarsveitir

Það er frábært að eiga svona öflugar og vel tækjum búnar björgunarsveitir. Þessi björgunarleiðangur upp á jökul sannar það. Þess vegna er þeim peningum vel varið sem við látum af hendi til styrktar Björgunarsveitum um land allt.
mbl.is Bjargað af Vatnajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Akkurat rétt Sigmar,björgunarsveitirnar mæta bara á staðin og gera kraftaverk og greiðslan fyrir greiðan er fullborguð með hlýju faðmlagi eða traustu handtaki,ég hef upplifað þessa tilfinningu björgunarsveitarmanna eftir björgun eða sækja látinn og allir sem starfa eða hafa starfað í sveitunum,þekkja þetta líka og sjá ekki eftir þeim tíma og vinnu sem starfið krefur,hafa bara gaman af.

Því svíður mér það sárt er einkaaðilar bregða fæti fyrir fjáröflun sveitana sem að mestu leiti fer fram með flugeldasölu,og fara að selja til að hagnast sjálfir og stinga fénu sem inn kemur í eigin vasa og horfa svo á björgunarsveitirnar að störfum í sjónvarpinu og jafnvel er verið að bjarga eignum þess er seldi við hlið sveitanna,honum að kostnaðarlausu sem öðrum.

Við eigum að styrkja strákana og stelpurnar okkar,og leggja þeim til og sem betur fer held ég að 96% Íslendinga geri það og er vel.

Sigurlaugur Þorsteinsson, 9.5.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Sigurlaugur, ég tek undir hvert orð sem þú skrifar í þessari athugasemd. Það er í raun merkilegt hvað það eru margir sem ekki kunna að meta sjálfboðastarf þessa fólks.

Þakka þér kærlega þetta innlegg í umræðuna.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.5.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sammála þér.

Við eigum frábært fólk sem ferð leggur oft líf sitt í hættu fyrir þá sem eru í háska eins og nú.

Það fer svo í taugarnar á mér að þetta eigi að vera sjálfboðaliðastarf eingöngu.

Forráðamennirnir okkar eru mjög duglegir að láta svona starfsemi í hendurnar á góðu fólki og láta oft á tíðum ekkert af hendi rakna til félagssamtakana.

Það fer einnig í taugarnar á mér að heyra um fólk sem á ekki í sig né á, sem fara til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar. Fyrir ári síðan þurftu þessi samtök að hafa lokað í heilan mánuð vegna leiguskulda við Reykjavíkurborg.

Sorry Simmi minn að ég skuli vera að pirrast en ég er bara ég.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.5.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi! Ég tek undir með þér og þeim 2 hér á undan Sigurlaugi og Rósu. Við skulum muna að starf þessara ósérhlífnu sjálboðaliða í björgunarsveitunum er einn stæsti hlekkurinn í að enginn sjómaður fórst á síðasta ári. Og að þennan hlekk verðum við að styðja af alefli. Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 10.5.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband