Sýnilegur árangur

Sýnilegur árangur af aukinni áherslu á stöðugleika sét vel á þessu línuriti.

Myndasafn

Með samanburði sem V.E.R. Skiparáðgjöf og Siglingastofnun tók saman á tölum milli ára hefur komið í ljós að frá árinu 2002 hefur ekkert íslenskt fiskiskip farist með þeim hætti að því hafi hvolft. Er það framhald af ánægjulegri þróun sem varð árin þar á undan þar sem slysum af þeim toga fækkaði stöðugt, en skortur á stöðugleika var til langs tíma alvarlegt vandamál á íslenskum fiskiskipum.

Af þeim 159 þilfarsskipum sem fórust á árunum 1969-2004, hvolfdi 71 skipi og með þeim fórust 129 sjómenn. Á árunum 1992-2000 stóð Siglingastofnun Íslands fyrir miklu átaki í mælingum á stöðugleika fiskiskipa, en árangurinn af því varð mjög góður. Mörg skip voru lagfærð, en þau með minnsta stöðugleikann úreld þar sem kostnaður við lagfæringar hefði orðið of mikill. Einnig var átak gert til að kynna og fræða sjómenn um mikilvægi stöðugleika skipa, bæði með útgáfu á vegum Siglingastofnunar og í kennslu í Stýrimannaskólum.

Meðfylgjandi mynd sýnir fjölda fiskiskipa sem hvolfdi frá árinu 1969, en sl. sex ár hefur ekkert fiskiskip farist á þennan hátt.

Ávinningur af stöðugleikaátaki:
- Skip með minnsta stöðugleikann voru úreld
- Stöðugleiki skipa bættur
- Meðvitund sjómanna um stöðugleika skipa aukin

Lyklar að bættu öryggi sjófarenda felast í:
- Meðvitund um stöðugleika skips
- Þekkingu á samspili ölduhæða, stöðugleika og hleðslu skips
- Þekkingu á að aðstæður séu innan öryggismarka
- Fullri aðgæslu um borð við þær aðstæður
- Greiðum upplýsingum um veður og ölduhæðir

Heimild: V.E.R. Skiparáðgjöf og Siglingastofnun Íslands .

Kær kveðja SÞS
Til baka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband