Lítil hjartnæm saga
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi‘‘. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?‘‘ Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.‘‘
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.
Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.
Því miður veit ég ekki hver höfundur er.
kær kveðja
Sigmar Þór
Athugasemdir
Þessi saga geymir allt innihald jólanna og meira til.
Með kveðju og þökk!
Árni Gunnarsson, 7.12.2007 kl. 22:44
Þessi saga snertir taugarnar Simmi, þörf áminning um að það þurfa ekki allir hlutir að kosta fúlgur fjár.
Kv, Halli.
Hallgrímur Guðmundsson, 8.12.2007 kl. 01:45
Þú ert hittinn á góðar og innihaldsríkar sögur Sigmar, þessi er ein af þeim betri.
Takk fyrir mig. Mbkv.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.12.2007 kl. 09:41
Falleg saga Simmi, frábær boðskapur.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:24
Þörf og góð áminning í okkar ruglaða heimi Sigmar minn og hafðu þökk fyrir. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 8.12.2007 kl. 13:04
Þessi saga snertir allar viðkvæmar taugar hjá þeim sem hana lesa og minnir menn á að það eru ekki bara veraldleg gæði sem gefa lífinu gildi. Kærar þakkir.
Jóhann Elíasson, 8.12.2007 kl. 13:38
Er þessi saga ekki um barnið í okkur öllum ?
Enn og aftur , takk fyrir mig, Sigmar
Sævar Helgason, 8.12.2007 kl. 18:15
Kæru blogg vinir þakka ykkur fyrir ykkar athugasemdir, við erum sennilega allir mikil jólabörn, og svona falleg saga snertir okkur inn að innstu hjartarótum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.12.2007 kl. 18:29
Takk fyrir þetta Simmi. kv.
Georg Eiður Arnarson, 10.12.2007 kl. 17:31
Þessi saga faðmar á manni hjartað svo um munar. :)
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 19:01
Takk fyrir góða sögu Sigmar, kveðja frá Eyjunni fögru.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.12.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.