Gott veganesti fyrir lífið á þessari jörð.

                                                                                                                          

 

Gott veganesti fyrir lífið á þessari jörð.

Vertu alltaf hress í huga,

hvað sem kann að mæta þér.

Lát ei sorg né böl þig buga,

baggi margra þungur er.

 

Vertu sanngjarn, vertu mildur,

vægðu þeim sem mót þér braut.

Bið þinn Guð um hreinna hjarta,

hjálp í lífsins vanda og þraut.

 

Treystu því að þér á herðar,

þyngri byrði ei varpað er.

En þú hefur afl að bera,

orka blundar næg í þér.

 

Þerraðu kinnar þess er grætur,

þvoðu kaun hins særða manns.

Sendu inn í sérhvert hjarta,

sólargeisla kærleikans.

Höfundur ókunnur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband