13.7.2007 | 22:56
Enn um lyfjaverð
Þann 12 júní skrifaði ég litla grein í velvakanda undir fyrirsögninni Ódýrustu lyfin ekki alltaf hjá stóru lyfjaverslununum. Í umræddri grein var ég að bera saman verð á nákvæmlega sama lyfi í Apótekunum Lyfja og Lyfjaval. Munur á hverjum skammti sem voru 28 töflur var hvorki meira né minna en 2137 kr. Eða á fjórum skömmtum 8548 kr. Þarna var Lyfjaval í Álftamýri með lægsta verðið eins og svo oft áður og stend ég en á því að það Apótek sé með lægsta verð á Reykjavíkursvæðinu.Lyfja svaraði minni grein strax daginn eftir og vildi meina að þetta væri allt misskilningur og vildi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: ,,Apótek ákveða ekki sína álagningu sjálf . Mánaðarlega gefur lyfjagreiðslunefnd út verðskrá þar sem heildsöluverð til apóteka og smásöluverð úr apótekum er ákveðið.,, Síðan segir í svari Lyfju að skýringin á þessum mikla mun sé að Aktavís hafi lækkað umrætt lyf um 35% um áramótin. Álagning apóteka er föst samkvæmt lyfjaskrá og lækkar því útsöluverð sem þessu nemur hjá öllum apótekumÉg hafði samband við lyfjagreiðslunefnd og spurði hvort það væri rétt að hún réði verði á lyfjum í landinu? Svarið sem ég fékk var: Að vissu marki. Ég spurði þá hvort það væri rétt að lyfjagreiðslunefnd hefði lækkað umrætt lyf um 35 % um áramótin? Svarið var: Við skulum orða það svo að við höfum náð samkomulagi við Aktavís um þessa lækkun. Eftir þessi skrif og samtalið við Lyfjagreiðslunefnd vakna spurningar:1. Hvernig stendur á þessum mikla mun á verði lyfja í Apótekum ef Lyfjagreiðslunefnd ræður verðlaginu ?2. Hvers vegna er ekki gert samkomulag um lækkun fleiri lyfja ?3. Hverjir sitja í þessari Lyfjagreiðslunefnd ? Það er nauðsinlegt að fólk sé vakandi yfir verði á lyfjum ekki síður en á matvöru. Við eigum ekki síður að tjá okkur um það þegar lyf er ódýr eins og þegar þau eru á okurverði.
Athugasemdir
Blessaður frændi, og takk fyrir síðast.
það var gaman að hitta ukkur Kollu í Bónus. Ég var að vafra um á netinu núna áðan og þá rakst ég á blogg sem þú hafðir skrifað þ.13.07 sl. um lyjaverð á klakanum . Það er náttúrulega engin hemja þessi verðlagning, og sannarlega sláandi verðsamanburður á lyfjaverði hér heima og t.d. hinum Horðurlöndunum. Ég var að segja þér upp og ofan af ferðinni hennar Höllu og Árna á Golunni þegar þau fóru hringinn, þú getur séð bloggið þeirra á mbl.undir blogginu austangola.blog.is eða langbrókin. Kveðja Björk.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.