22.3.2020 | 16:05
Merkileg gömul mynd af fiskibát
Sem áhugamaður um öryggismál sjómanna og sögu sjóslysa finnst mér þessi mynd stór merkileg. Ég hef lengi verið að leita að svona mynd sem sýnir greinilega ástæður þess að algengt var hér áður fyr að sjómenn voru að falla útbyrðis og drukna, vegna þess að skjólborð á þessum bátum voru svo ótrúlega lág. Þarna bakborðsmegin situr einn maður á öldustokknum,eins gott að það er ekki veltingur, og á myndinni sést vel hvað skjólborðið er lágt miðað við mannin sem stendur þarna við stýrishúsið st.b. megin. Það er margt fleira sem gerir þessa mynd áhugaverða fyrir okkur gamla sjómenn. Vonandi er í lagi að fá þessa mynd lánaða af síðu Gamlar ljósmyndir takk fyrir að deila henni. Mynd Jóhannes Pálmason
Athugasemdir
Sæll Sigmar, ég er sammál því sem þú skrifar hér að ofan.
Ég tek líka eftir því að engin gúmmí björgunar bátur er upp á stýrishúsinu eins og algengt var í gamla daga.
Mér finnst þessi mynd stórmerkileg.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.3.2020 kl. 20:24
Heill og sæll Helgi Þór, já þarna hafa líklega ekki verið komnir gúmmíbjörgunarbátar, en þarna er ljóskastari sem var skylda að hafa og ljósin sem eru þarna utan á stýrishúsinu hafa líklega ekki lýst mikið upp dekkið. Járnið sem er þarna aftan við konuna fyrir miðju er líklega fyrir dekkpummpuna sem var á þessum bátum. Einn maðurinn með kassamyndavél eins og maður átti í gamla daga. Svo held ég að engin sem þarna eru á myndinni tæki eftir því þó þessi sem situr á borðstokknum færi aftur fyrir sig og í sjóinn. Vélarhljóð og bátur á fullri ferð. Já mér finnst þetta vera merkileg mynd Helgi Þór.
Kær kveðja úr Hafnarfirði
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.3.2020 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.