18.5.2019 | 13:13
Læra að taka lag og mið
Þetta er vel ort og segir hvað sjómenn þurftu að kunna hér áður fyr :-)
Lærði að taka lag og mið,
lenda, stjaka, halda við,
skorða, baka, hitta hlið,
hamla , skaka og andóið –
Hausa, fletja, slíta slóg,
sleddu hvetja, ausa sjó,
fast að setja, fíra kló,
fella net og splæsa tó –
Grunnmál taka, leggja lóð,
lúðu flaka, slæja kóð,
seglum aka, beita bjóð,
blóðga, kraka, róa í njóð.
( Oddarímur sterka ) Örn Arnarson
Athugasemdir
Frábær kveðskapur..........
Jóhann Elíasson, 18.5.2019 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.