Eilífðin Hans Gísla Johnsen

neyðarbauja SJ 4045


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Gísli J Johnsen segir svo frá í samtalsbók ( Fólkið í landinu I.): ,, Árið 1924 byggði ég í Vestmannaeyjum fyrstu stóru fiskvinnslustöðina á landinu. Áður vann fólk þar að fiskaðgerð og þvotti undir berum himni, en í þessari nýju fór það allt fram innanhús. Sett var upp matstofa fyrir verkafólk, salerni og þvottaskálar með rennandi vatni, en það var nýmæli á vinnustöðum. Húsið var um 100 álnir og var það því kallað í spaugi "Eilífðin".

Um Eilífðina sagði Þorsteinn í Laufási í Aldarhvörfum : " Þar sem menn voru almennt óvanir stórum húsum til aðgerðar á þessum árum þótti Eilífðin svo stórt hús , að aldrei yrði þörf á öllu því húsrými. En strax á næstu árum varð sá landsburður af fiski að húsið reyndist og lítið. Loksins hverfur svo þetta hús inn í Hraðfrystistöðina miklu, sem Einar Sigurðsson byrjaði að reisa og reka um 1940.

Eilífðin var þetta hús á myndinni kallað, ofangreindur texti er úr grein sem vinur minn Haraldur Guðnason heitinn skrifaði um Eilífðina í Sjómannadagsblað Vetmannaeyja.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.4.2018 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband