Þetta hús heitir Ós

ÓS EyrabakkaEndurtekið efni af blogginu mínu.

Þetta Hús heitir Ós og er á Eyrarbakka, þetta er mjög gömul mynd af því húsi.

Amma mín Þórunn Sveinsdóttir sem mér þótti mjög vænt um bjó þar með foreldrum sínum og sytkynum.

Óskar Matt og Þóra Sigurjónsdóttir heitin keyptu húsið á sínum tíma og gerði það í gott stand en áttu það í nokkur ár.

Útgerðarfélag Sigurjóns Óskarssonar sem gert hefur út skipin sem bera nafnið Þórunn Sveinsdóttir VE 401 heitir ÓS eftir þessu húsi.

Sigmar Þór.

Hvað er amma ?

Átta ára danskur drengur sendi þessa skemmtilegu sögu um ömmur.

Amma er kona sem að sjálf á ekki börn , svo að hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem að annað fólk á. Ömmur hafa ekki neitt að gera, þær eru bara til. Ef þær fara í göngutúr, ganga þær hægt framhjá fallegum blómum, kálormum, möðkum og gömlum húsum og þær segja aldrei "flýttu þér nú" eða " haltu áfram".

Flestar ömmur eru feitar en þó ekki svo feitar að þær geti ekki reimað skóna manns. Þær nota gleraugu, þær geta svarað öllum spurningum, svo sem af hverju hundar hata ketti og af hverju guð er ekki giftur. Ef þær lesa fyrir okkur, hlaupa þær aldrei yfir neitt. Ömmur eru þær einustu sem að hafa tíma fyrir aðra. ALLIR ÆTTU AÐ EIGA ÖMMU!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, gaman finnst mér að lesa svona grein hjá þér, sérstaklega vegna þess að ég þekki svo marga afkomendur þess sem bjuggu að Ós.

Helgi Þór Gunnarsson, 5.5.2016 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband